Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2002, Síða 50
50
Helqarblað JOV LAUGARDAGUR 25. MAÍ 2002
Sakamál
Umsjón
Páll Ásgeir
Ásgeirsson
Samkvæmt bókirwi ættu fyrrverandi lögreglu-
menn að vera klárir glæpamenn ef þeir leggja
það fgrirsig. Þeir þekkja starfsaðferðir lögregl-
unnar til að koma upp um glæpi og hvernig rann-
sóknarlögreglumenn hugsa og bera sig að við að
ná bófum og sanna sekt þeirra. En þegar til kast-
anna kemur eru lögreglumenn ekkert slgngari en
aðrir við að hglja spor sín eftir að hafa framið
ólöglegan verknað. Hér verður sagt frá fgrr-
verndi varalögreglustjóra sem skildi eftirsig svo
mörg spor efir að hafa mgrt ástmann sinn að það
var næsta auðvelt að bendla hana við glæpinn og
sanna sekt hennar.
Aðstoðarlögreglustjórinn og morðinginn Tracy Fortson múraði fyrrum ástmann sinn, líkamsræktartröllið
Doug Benton, í brynningaþró.
Ástin innmúruð
í steinsteypu
ÞEGAR TRACY FORTSON VAR ORÐIN 37 ára gömul
var hún hætt störfum sem varalögreglustjóri í bæ í Ge-
orgíuriki í Bandaríkjunum. Hún var ákafur veiðimaður
og faldi fjölda dádýra í skógunum i Oglethorpesýslu. En
einn heitan júnídag árið 2000 felldi hún bráð mun nær
heimili sinu.
Úti í skógi fannst vatnsþró sem skepnum er brynnt í og
var hún full af harðnaðri steinsteypu. Ómögulegt var aö
sjá hvaða tilgangi hún þjónaði langt inni í skógi og ekki
dró það úr undrun bóndans sem fann gripinn, að megnan
óþef lagði út um sprungu á vel pússuðu yfirborði steins-
ins. Hann grunaði sem var að rotnandi hold væri ástæð-
an. Lögregla var kölluð til og þegar loks var búið að saga
og berja steinsteypuna utan af innihaldinu kom í ljós
mannslík, sem var merklega vel varðveitt í steingerðri
kistunni.
í bæ þar sem allir þekkja alla var engum erfiðleikum
bundið að bera kennsl á líkið, sem reyndist vera hávax-
inn likamsræktarmaður sem vó á annað hundrað kíló.
Enginn hafði séð Doug Benton um hrið og fór ekki á milli
mála að það var hinn 38 ára gamli járnsmiður sem ein-
hver hafði steypt niður og burðast með út í skóg. Brátt fór
grunur að beinast að hver væri morðinginn.
Doug og Tracy höfðu átt í ástarsambandi um skeið en
voru nýskilin að skiptum. Tracy, sem var eina konan sem
gegnt hafði starfi varalögreglustjóra í Oglethorpesýslu,
hafði sagt starfi sínu lausu sex mánuðum áður en Dough
hvarf.
Hún hafði orð á sér fyrir að vera kjaftfort hörkukvendi.
Grunur féll strax á hana og þóttu þeim sem til þekktu
ekkert óliklegt að hún hefði sálgaö fyrrum ástmanni sín-
um sem þrátt yfir stæðilegt útlit og krafta var blíður á
manninn og ólíklegur til að vinna nokkrum manni mein.
Sanders lögreglusjóri taldi Tracy góðan starfskraft og
þrátt yfir óvandað orðbragð og hörkulega framkomu
fannst honum ólíklegt að hún stæði í því að myrða fólk.
Enginn vafi lék á því að Dough hafði verið myrtur og
grunurinn beindist að ástkonu hans, sem hann sagði skil-
ið við andstætt hennar vilja.
Tveim dögum eftir líkfundinn var gerð leit á heimili
hennar og fannst þar 22 kalibera riffill og skotfæri i hann.
Þrjár sprautudósir með sams konar málningu og vatns-
þróin og steypan var máluð með var einnig á heimilinu.
Einnig fannst nóta frá stórmarkaði sem sannaði að hún
hafði keypt baðhengi sama daginn og Doug hvarf. Ályktað
var að hún hefði komið líkinu út i henginu.
Vinir og nágrannar Dougs sögðu rannsóknarlögreglu-
mönnum að samband hans og Tracy hefði verið storma-
samt. Hún var sjúklega afbrýðisöm og beitti ástmann sinn
ofbeldi, en honum lýstu þeir sem geðgóðum og vingjarn-
legum risa.
Fyrrverandi kona hans bar að Tracy hafi ekki þolað að
börn þeirra kæmu nálægt fóður sínum og sagðí klárlega
að móðir þeirra ætti ekkert vantalað við fyrrverandi eig-
inmann sinn.
Ein gáta var óleyst. Ekki var hægt að sjá hvernig Tracy
gat komið svo stórum og þungum manni í þróna og út i
skóg. En Sanders lögreglustjóri sagði að ef einhver kona
væri fær um þá þrekraun væri það Tracy Fortson.
Sönnunargögn hlaðast upp
Menn frá ríkislögreglunni í Georgíu voru fengnir til að
rannsaka málið áður en líki Dougs var endanlega náð úr
steinsteypunni. Nágrannar sögðust ekki hafa séð hinn
horfna í meira en vikutíma og var heimili hans því rann-
sakað. Doug ræktaði páfagauka og hafði hann keypt sjald-
gæfa tegund fyrir nokkrum vikum fyrir 20 þúsund doll-
ara. Fjórðungur fuglanna var dauður úr hungri þegar að
var komið. Þótti með ólíkindum að eigandinn hefði yfir-
gefið svo dýrmæta eign af sjálfsdáðun og að dýravinurinn
skildi fugla sína eftir í svelti.
í húsi Dougs fundust ýmis ummerki þess að honum
hefði verið ráðinn bani þar og margt benti til að Tracy
Fortson hefði verið viðriðin morðið og hvarf líksins. Eft-
ir því sem rannsókninni miðaði áfram urðu líkurnar
meiri sem beindust gegn henni. Niðurstaðan var sú að
Tracy hefði komið í húsið í þann mund er Doug tók sér
síðdegisblund. Hún gekk að honum þar sem hann lá sof-
andi í sófanum í stofunni og skaut hann í höfuðið með 22
kalibera kúlu. Síðan stakk hún hann átta hnífstungum í
brjóstið til að vera viss um að hann slyppi ekki lifandi úr
sófanum.
En eftir var að sýna fram á hvernig morðinginn kom
svo stórum og þungum manni í vatnsþróna og síðan í
steinsteypu lengst inn í skóg. Um var að ræða 130 kílóa
steindauðan mann og þegar búið var að steypa utan um
hann í þrónni hefur þyngdin á öllu saman ekki verið mik-
ið undir hálfu tonni.
Lengi vel var haldið að Tracy hefði átt sér vitorðsmann
eða jafnvel fleiri til að burðast með líkið, standa í steypu-
vinnu og koma svo öllu klabbinu á óhultan stað.
En þegar ekkert benti til að fleiri hefðu verið að verki
gerðu rannsóknarmenn eins konar líkan að atburða-
rásinni. Eftir morðið dröslaði Tracy líkinu út um stofu-
glugga og þar var hún búin að leggja pallbíl sínum og var
þróin á pallinum og í hana fór dauði maðurinn. Búið var
um líkið með hraðþornandi sementi og svo var keyrt út í
skóg. Einfalt var að ná hálfu tonni af pallinum. Kaðall var
bundinn utan um þróna, fulla upp af sementi og líkams-
leifum og hinn endinn bundinn við tré og svo var keyrt
áfram þar til kistan datt aftur af. Þá var kvistum og rotn-
andi leifum á skógarbotninum kastað yfir þróna til að
reyna að fela hana. í fyrstu var álitið að ekki væri mögu-
leiki á að konan hafi verið ein að verki, en þegar sýnt var
fram á hvernig hún undirbjó morðið og fjarlægði likið var
allri eftirgrennslan að vitorðsmönnum hætt.
Þann 21. júní sá Tracy að ekki þýddi að neita og gaf sig
fram við sinn gamla yfirmann, Sanders lögreglusjóra,
sem stakk henni inn og ákærði fyrir morð. Hann bar
henni gott orð og sagði hana hafa verið dugmikinn að-
stoðarlögreglustjóra þann tíma sem hún sinnti því starfi.
Hann skýrði einnig frá þvi að Tracy var tvígift og ætti 14
ára gamla dóttur.
Sanders sagði svo frá starfslokum hennar, að tveim
mánuðum áður en hún hætt hafi hún farið að kvarta yfir
slæmum vinnuskilyrðum og lágu kaupi. Það var eins og
hún skipti um persónuleika og taldi lögreglustjórinn að
það stafaði af brokkgengu sambandi hennar við Doug.
Hún hætti í vinnunni tveim vikum áður en uppsagnar-
frestur hennar var úti og hóf störf hjá ástmanni sínum
við fyrirtæki hans og gæslu fuglanna.
Tracy leitaði til félagsstofnunar og vildi fá atvinnuleys-
isbætur og bar því við að hún hefði verið hrakin úr starfi
og hinir lögreglumennimir hefðu sýnt henni kynferðis-
lega áreitni með ósæmilegu orðbragði og dónabröndur-
um. Þetta þótti undarleg viðbára af svo orðhvatri konu
sem aðstoðarlögreglustjórinn var.
Hörð refsing fyrir vondan glæp
Vandkvæði voru á að koma saman starfhæfum kvið-
dómi þar sem málið vakti mikla athygli á heimaslóð og
þar höfðu allir skoðun á morðinu og þekktu til atvika.
Réttarhöldin fóru því fram í bæ allfjarri heimilum morð-
ingjans og hins myrta. Réttað var fyrst í málinu í júní
2001. Tracy Fortson var ákærð fyrir morð að yfirlögðu
ráði og morð framið í reiðikasti, tvær líkamsárásir og
íkveikju. Hún bar eld að húsi Dougs, en það brann ekki
til kaldra kola.
Saksóknari lagði fram mörg sönnunargögn og
vitnisburði. Meðal þeirra var að Tracy keypti
tíu sementspoka og vatnsþró í verslun sem
seldi varning til landbúnaðarins. Afgreiðslu-
konur þar þekktu viðskiptavininn og töluðu
við Tracy og önnur þeirra hafði riðið út með henni og
spurði hvort þær ættu ekki að fara aftur saman á hest-
bak. Kúlan í höfði kraftajötunsins var af sömu gerð og
passaði í riffil hinnar ákærðu, en var svo skemmd að
ekki var hægt að sanna að henni hefði verið skotið út
þeirri byssu.
Á pallbíl Dougs var límdur miði sem á stóð bón um að
besti vinur hans, Jerry Alexander, ætti að passa upp á
bílinn meðan hann væri í burtu og skyldi hann ekki
leita eftir sér. Rithandarsérfræðingur staðfesti að orð-
sendingin væri skrifuð af Tracy.
Verjandi hinnar ákærðu kvað hana vera ranglega
grunaða og reyndi að ónýta allar sannanir gegn henni.
Svo reyndu þau að klína morðinu á Jerry og að lögregl-
an væri að hefna sína á Tracy fyrir að hún kom upp um
kynferðislega áreitni á sjálfri lögreglustöðinni.
En sönnunargögnin gegn konunni voru of mörg og
sannferðug til að hægt væri að koma morðinu á aðra. Þá
báru vitni það að Tracy hafi sýnt ofsafengið ofbeldi í
tveim hjónaböndum sínum og að hún hafi haft í hótun-
um við góðmennið Doug Benton áður en hún réð honum
bana.
Kviðdómurinn, sem samanstóð af átta konum og fjór-
um körlum, var fljótur að komast að niðurstöðu og úr-
skurðaði Tracy seka um öll ákæruatriði. Hún fékk tvö-
faldan lífstíðardóm og 20 ár til viðbótar fyrir aðrar sak-
ir en morðiö á fyrrum ástmanni sínum.