Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2002, Side 51

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2002, Side 51
LAUGARDAGUR 25. IVlAf 2002 Helqctrblací 13 "V 5 Árið 1930 stóð bílaverkstæði þar sem þetta hús stendur nú. Þarna var framið hryllilegt ránmorð sem var mjög umtalað í Reykjavík á þessum árum. Dulbúinn sem verkamaður I nóvember 1930 var framið óvenjulega ÞAÐ VAR SNEMMA MORGUNS 30. nóvember 1930 sem lögreglan var beðin að koma að bifreiðaverk- stæði við Laugaveg þar sem talið var aö innbrot hefði verið framið. Lögreglan var einnig beðin að hafa með sér lækni. Þegar á staðinn var komið var auðsætt aö brotist hafði verið inn því rúða hafði verið tekin úr hurð á framhlið hússins. Með því var hægt að teygja hönd inn og opna smekklás á hurðinni. í húsi þessu voru þrjú herbergi og voru tvö þau fremri skrifstofuher- bergi en í innsta herberginu svaf meðeigandi í verk- stæðinu. Á miðju gólfi þess herbergis lá hann örend- ur og var hauskúpan mölbrotin en blóðslettur voru um allt herbergið og blóðpollur og heilaslettur um höfuð líksins. Við hlið líksins lá blóðug koparstöng og virtist auðsætt að hún hefði verið notuð til að vinna á meðeigandanum. Rúmfót og ýmsir munir lágu í óreiðu um allt herbergið og var auðsætt á þessu öllu að viðureignin milli morðingjans og fómarlambsins hafði verið allhörð áður en yfir lauk. í fremsta her- berginu var peningakassi sem hafði verið sprengdur upp og stolið úr honum 2.300 krónum í peningum. Aö þessu samanlögðu töldu menn augljóst að með- eigandinn hefði staðið innbrotsþjóf að verki og mátt gjalda fyrir með lífi sínu. Niðurstaða líkskoðunar var sú að á höfði líksins voru um 20 sár sem báru þess merki að þau höfðu hlotist af höggum gerðum með sljóu verkfæri sem vel gæti verið koparstöng sú sem fannst hjá líkinu. Enn fremur fundust áverkar á hálsi sem bentu til þess að tilraun hefði verið gerð til kyrkingar. Dauðaorsök var því talin brot á hauskúpu á mörgum stöðum samfara sköddun á heila og blæðingu og því talið hafið yfir all- an vafa að um morð væri að ræða. Á gólfinu í herberginu þar sem morðið var framið fundust bílstjóragleraugu sem enginn þekkti eða vissi hvers eign væru. Rannsókn lögreglunnar fór þannig af stað að allir þeir sem unnu eða höfðu unnið á verkstæðinu voru yfirheyrðir og látnir gera grein fyrir högum sínum og ferðum og fjarvistarsönnunum þessa nótt því sýnt þótti að kunnugur maður hefði framið verknaðinn. Við þessa rannsókn kom í ljós að bílstjóri nokkur, fyrrum starfsmaður á verkstæðinu, hafði verið úti um nóttina og gat ekki gert neina skynsamlega grein fyrir ferðum sinum. Rannsókn á heimili hans leiddi tvennt undarlegt í ljós. Annars vegar fundust í þvotta- borðsskúffu hans ný og ónotuð bOstjóragleraugu og einnig ný verkamannafot (overall) í sama umbúnaði og þau eru afhent í verslunum. Þar rakst lögreglan einnig á myndir af bílstjóranum þar sem hann var með bílstjóragleraugu nákvæmlega eins og þau sem fundust á morðstaönum en frábrugðin þeim sem fund- ust heima hjá honum. Bílstjórinn reyndist sjálfur við rannsókn vera lítil- lega rispaður í andliti og önnur nærbuxnaskálm hans var blóðug rétt fyrir ofan hnéð. Við rannsókn á verkstæðinu fundust eftir nokkra leit fólgin þar verkamannaföt mjög blóðug og kom einn blóðbletturinn á þeim nákvæmlega heim og sam- an við blettinn á nærbuxum bUstjórans. Þótti nú sýnt að hann hefði framið morðið í verkamannafötunum með bUstjóragleraugun en tapað gleraugunum og falið fótin á staðnum og endurnýjað hvort tveggja til að forðast grunsemdir. Þegar allar þessar staðreyndir og vísbendingar voru kynntar bUstjóranum játaði hann án mikUla eft- irgangsmuna á sig þennan verknað. Hann skýrði svo frá að honum hefði dottið í hug nokkrum dögum áður að brjótast þarna inn og stela peningum og hefði hugmyndin smátt og smátt farið að ásækja hann og lét hann ekki í friði og lét hann því tU skarar skríða. Hann komst inn með því að losa list- ann meðfram rúöunni og teygja sig í lásinn og lædd- ist síðan inn. Hann fann lyklakippu í skrá sem meðal annars voru á lyklar að peningaskápnum og eftir að hafa tæmt hann ætlaði hann að læðast út aftur en rak sig þá í stól og varð af nokkurt hark sem vakti með- eigandann. Ætlaði bUstjórinn fyrst að ryðjast fram hjá honum og hverfa út í myrkrið en þegar það tókst ekki urðu mikU átök milli þeirra. í þeim ryskingum kvaðst bUstjórinn hafa náð í koparstöng þá sem fannst hjá líkinu og látið höggin dynja á meöeigand- anum. Hann sagði að sig hefði gripið einhver trylling- ur og hann myndi ekki ljóst eftir atburöum og vUdi ekki kannast við að meðeigandinn hefði verið látinn þegar hann yfirgaf vettvang glæpsins. Nokkuð var deilt um ásetning hans í þessu sam- hengi en bUstjórinn kvaðst í fyrstu hafa klæðst verka- mannafötunum og gleraugunum tU að hann þekktist síður ef einhver sæi tU hans. Við rannsókn málsins kom fram að enginn starfsmanna á verkstæðinu kannaðist við að hafa séð morðvopnið þar daginn áöur og renndi það stoðum undir þá skoðun að bíl- stjórinn hefði komið með hana með sér og klæddur góðum hlífðarfötum vegna þess að það hefði veriö ásetningur hans að ráða mann af dögum frekar en það eitt að ræna peningum. Ýmis atriði á vettvangi þóttu benda tU þess að ef tU viU hefðu atburöir gerst með þeim hætti að bUstjór- inn hefði unnið á meðeigandanum áður en hann réð- ist tU inngöngu í peningaskápinn. Það var upplýst að hrottalegt morð íRegkjavík þegar verk- stæðiseigandi var barinn til bana með málmstöng. Morðinginn var dulbúinn sem verkamaður ínankinsfötum og með bíl- stjóragleraugu svo hann þekktist ekki. En það voru einmitt gleraugun sem urðu hon- um að falli. hinn látni var sérlega svefnstyggur og það mátti bíl- stjóranum vera kunnugt um og þá einnig að nær von- laust væri að ganga um híbýli hans að næturlagi án þess að vekja hann. Af þessu taldi rétturinn þó von- laust að álykta nokkuð annað en það sem fólst í frá- sögn ákærða um að hann heföi ekki farið inn á verk- stæðið með þann ásetning í huga að vinna á hinum látna. Framhjá því verður ekki litið við lestur gagna málsins að ef það var ásetningur mannsins að fremja morð þá verður ekki séð að hann hafi gert neitt til þess að hylja vegsummerki eftir morðið. Morðvopnið er skilið eftir á vettvangi ásamt gleraugum morðingj- ans og fátt gert til þess að fela fatnað sem morðinginn klæddist eða koma honum af vettvangi. Aukinheldur vísaði hinn ákærði greiðlega á felustað peningaupp- hæðar þeirrar sem hann stal á vettvangi og gefur það einnig til kynna að brotavilji hans hafi ekki verið sér- staklega einbeittur eða verkið vel undirbúið. egar þessir atburðir gerðust var hinn ákærði rétt ríflega tvítugur en hann hafði orðið 20 ára nærri tveim mánuðum áður. Hann hafði aldrei sætt ákæru fyrir neitt af- brot og aldrei komist í kast við lögin. Rann- sókn sem „geðveikralæknir" framkvæmdi á hinum ákærða leiddi í ljós að hann var talinn algerlega and- lega heilbrigður. Faðir mannsins bar fyrir réttinum aö sem barn og unglingur hefði hann sjaldan skipt skapi en þegar það gerðist hefði það verið því líkast sem á hann rynni æði. Hann heföi verið mjög ódæll og einþykkur og framdi einatt smáþjófnaði innan heimilisins þótt þess yrði ekki vart utan þess. Bílstjórinn var dæmdur til að sæta 16 ára „typtun- arhússvinnu" eins og það er orðað í dómi Hæstarétt- ar og gert að greiða allan málskostnað. * 4r

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.