Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2002, Side 52

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2002, Side 52
52 Helgarhloö 33 V LAUGARDAGUR 25. MAÍ 2002 Fátt er skemmtilegra í útilegum en að komast í tengsl við náttúruna og þá ekki síður þá náttúru sem býr innra með okkur. N áttúr an hrópar og kallar Marqir telja æskileqt að qeta i/erið eins oq heima hjá sér þeqar þeir fara íútilequ í tjaldi oq tilheqrandi. Kqnlíf er án efa mikið stundað í tjöldum oq við tjöld ííslenskri náttúru. Nú er sennileqa rétti árstíminn til að fara qfir nokkur qrunduallaratriði tenqd tjaldkqnlífi. HVERT TJALD ER HEIMUR ÚT AF fyrir sig. Þetta hljómar eins og tilvitnun í skáldsögu eftir Guöberg Bergsson en mér datt þetta í hug rétt í þessu. Það er nefnilega staðreynd að hvert tjald er heimur út af fyr- ir sig og þegar maður er kominn inn í tjaldið sitt þá finnst manni eins og maður sé einn í heiminum með þeim sem deilir með manni tjaldi. Ef tveir aðilar af gagnstæðu kyni eru saman í tjaldi má eiginlega breyta þessari speki svolítið og segja að hvert tjald sé Eden. Það fór þannig fyrir Adam og Evu í aldingarðinum forðum að á einhverju stigi málsins áttuðu þau sig á því að þau voru nakin. Skírlífissinnar hafa mikið reynt að nota þessa dæmisögu til stuðnings þeirri skoðun að nekt sé röng eða óæskileg því Adam og Eva hafi ekki séð neitt athugavert við nektina fyrr en þau höfðu étið epli af skilningstré góðs og ills. Ef eplaátið fékk þau til að halda að nekt væri röng þá hefur þetta ekki verið rétta eplið og alls ekki rétta tréð. Sama staða veröur oft uppi í tjöldum nútimafólks. Það rennur upp fyrir því að það er sennilega ekki statt í sama tjaldi fyrir tilviljun og vorið og sumarið með sínum birkiilmi og brumandi frjómagni upp um allt og út um allt hefur hvetjandi áhrif á marga af holdi og blóði. Allt ber þetta að sama brunni. Þegar fólk fer í úti- legur og og skemmtiferðir út í náttúruna er því oft kynlíf ofarlega í huga og þar sem nú fer í hönd sá tími sem flestir stunda útilegur er rétt að rifja upp nokkur grundvallaratriði sem hafa ber í huga við kynlíf í tjaldi. Það liggur eiginlega í hlutarins eðli að lengi vel hlýtur maðurinn (homo sapiens) að hafa stundað kyn- líf úti í guðsgrænni náttúrunni. Frummaðurinn hlýt- ur að hafa stokkið á vænlegan félaga hvort sem leið- ir þeirra skárust uppi í trjánum eða niðri á sléttunni á tveimur jafnfljótum. Ef marka má ríkjandi sögu- skoðun haföist maðurinn lengi við í trjám og hellum áður en hann fór að byggja sér hús. Húsbyggingar verða ekki til fyrr en akuryrkja kemst í móð og mað- urinn leggur af hirðingjalíf. Þannig má halda því fram með nokkrum rökum að maðurinn sé nýlega far- inn að stunda kynlíf innanhúss. Tjaldkynlíf Kynlíf í tjaldi er auðvitað ekki undir berum himni en það er þó í býsna mikilli nálægð við náttúruna og hennar magísku öfl og sennilega það næsta sem margir íslendingar komast því að elskast eins og frummaðurinn. Við tjaldkynlíf eru nokkur atriði sem vert er að hafa í huga. Svefnpokar sem hægt er að reima saman svo þeir myndi einn stóran eru frábærir og leysa flest vanda- mál sem kunna að koma upp við þessar aðstæður. Séu fleiri í tjaldinu en þeir sem fýsir að veita hvötum sínum lausan tauminn getur þurft að gripa til hljóð- látara og kyrrlátara kynlífs en almennt er stundað. Par sem liggur í samanreimuðum svefnpoka með hrjótandi ferðafélaga sitt til hvorrar handar á erfitt verkefni fyrir höndum. Hér gildir sem endranær að láta ekki aðstæður buga sig eða hræða frá settu marki. Sum tjöld eru svo stór og rúmgóð að ekkert vanda- mál er að athafna sig í þeim stellingum og með þeim aðferðum sem hver er vanastur að beita. Þó getur þurft að grípa til heftandi frávika þegar t.d. tjöld gefa ekki færi á að aðilar standi uppréttir. Mörg göngutjöld eru það litil að erfitt getur verið að athafna sig við kynlíf í þeim nema í stellingum þar sem báðir aðilar liggja endilangir eða annar húkir álútur ofan á hinum. Þætti það mörgum ekki mikil af- neitun sé markmiðinu náö. Hvaða óhljóð eru þetta? Oft er það svo að tjöld standa mörg og þétt saman á tjaldstæðum og tjöld eru afar illa og reyndar ekkert hljóðeinangruð. Þetta er rétt að hafa i huga þegar tjaldkynlíf er stundað en getur auðveldlega gleymst í hita leiksins. Sá sem þetta ritar hlýddi eitt sinn á gríöarlega fjör- legar og háværar samfarir á þéttskipuðu tjaldstæði á Hornströndum. Tjöldin tilheyrðu öll sama hópnum og þótt hljóðin hafi áreiðanlega verið einhverjum til eft- irbreytni þá voru allir jafnforvitnir og ferðafélagar horfðu afskaplega rannsakandi hverjir á aðra daginn eftir. Þótt hópurinn hafi verið samvistum nokkra daga eftir þessa háværu kvöldstund og allir kepptust við að beita útilokunaraðferðinni þá varö aldrei heyr- inkunnugt hverjir þarna áttu í hlut. Sjáðu sæta hjólhýsið mitt Nú kunna menn að halda að með því að gista í hjól- hýsum eða fellihýsum sé hljóðmengunarvandinn leystur og þar innandyra geti menn orgað af losta og nautn eins og þeir draga án þess að vekja athygli á þéttsetnum gististöðum. Þetta er rétt svo langt sem það nær því mörg hjól- hýsi eru prýðilega hljóðeinangruð meðan fellihýsin eru líkari tjöldum að þessu leyti. Hins vegar eru felli- hýsi og hjólhýsi á góðum og mjúkum dempurum og vagga tiltölulega mikið eftir hreyfingum innandyra. Ef innbyggjarar slíkra hýsa hreyfa sig taktfast og ákveðiö geta samsvarandi hreyfmgar hýsis þeirra vakið athygli ekki síður en hávær hljóðrás. Þetta á einnig við um pallhýsi sem margir nota aftan á bif- reiðum sínum. Af hverju ekki úti? Þeir eru til sem eru hallir undir kynlíf úti i guðs- grænni náttúrunni og telja á því marga kosti. í fyrsta lagi er það skemmtilegt og gott. í öðru lagi ná iðkendur alveg sérstöku og nánu sambandi við náttúruöflin sem er á jaðri hins guðdómlega og verður ekki lýst með orðum heldur gjörðum. Við iðkun kynlífs úti í náttúrunni finnur maðurinn dýrið í sjálfum sér og kemst í samband við sitt innsta eðli. I þriðja lagi er þetta einstök aðferð til þess að nálgast ferðafélaga sína og kynnast þeim betur en í upphafi ferðar og styrkir og stuðlar að nánum tengslum þeirra á milli sem eru svo nauð- synleg, t.d. vegna öryggis á ferðalögum. í þriðja lagi heldur kynlíf hita á þátttakendum sem einhverra hluta vegna geta þurft að bíða við erfiðar aðstæður og eru ef til vill ekki nægilega vel klæddir. Kynlíf úti í náttúrunni gefur færi á einstökum ferðaminningum. Það er hægt að velja sér sérstaka staði, óvenjulegar aðstæður, fara oft á sama staðinn og svo framvegis. Vel heppnaður ástarleikur á Esj- unni gefur ferðamanni færi á að horfa með sér- stöku augnaráði til fjallsins þegar vitnað er i borg- arskáldiðTómas Guðmundsson: „Sjáið tindinn, þarna fór ég ..." Nokltur heilræði Við kynlíf utandyra eru ýmsar siðareglur og var- úðarráðstafanir sem rétt er að hafa í huga. Það fyrsta er næði. Séu aðeins tveir á ferð er það auð- vitað ekkert vandamál sé vilji beggja fyrir hendi. Ef áhugamenn á þessu sviði eru með fleirum í hóp þarf að liggja fyrir frá upphafi hvort ástæða sé til að hafa áhorfendur eða ekki en hér er gengið út frá því að það vilji fáir. Séu menn staddir á sléttlendi getur þurft að finna skjól nema sé logn og þá erum við örugglega ekki stödd á íslandi. Sé undirlagið al- gerlega slétt er það ekki vandamál en í brekkum geta aðilar þurft að íhuga hvernig þeir ætla að snúa og gera ráð fyrir að færast undan brekkunni nema fundin sé góð viðspyrna eða eitthvað sem annar eða báðir geta haldið í. Trjágreinar og steinar geta þarna komið að góðu gagni en ávallt er miðað við að kynlíf utandyra valdi ekki skemmdum á við- kvæmu lífríki og því gætu menn viljað nýta hjálp- artæki s.s. tjaldhæla eða ísaxir í þessu skyni. Æslíilegur fatnaður Fatnaður eða ekki fatnaður við þessa iðju er auð- vitað eitthvað sem veðrið ræður. Islenskt veðurfar býður sjaldan upp á algera nekt úti í náttúrunni og reyndar verður fötum yfirleitt ekki fækkað umfram það sem nauðsynlegt er til að ná settu marki. Mörg- um finnst mikill skjólfatnaður ef til vill fráhrind- andi en ef mjúkur skafl er undir og stjörnubjartur himinn yfir dregur góð úlpa ekki úr töfrum stund- arinnar. Eiginlega eru vettlingar eini fatnaðurinn sem er á bannlista við ástarleiki úti í guðsgrænni náttúrunni. Þeir ganga eiginlega ekki. -PÁÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.