Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2002, Page 60
eo
Helgarblaö X>V LAUGAROAGUR 25. MAÍ 2002
> iYJ-.uy.
Umsjón
Kjartan Gunnar
Kjartansson
*
Páll Pálsson
fyrrv. sóknarprestur á Bergþórshvoli verður 75 ára á sunnudaginn
Páll Pálsson, kennari og fyrrv. sóknarprestur á
Bergþórshvoli, Kirkjugerði 12, Vogum á Vatnsleysu-
strönd, verður sjötíu og fimm ára á morgun.
Starfsferill
Páll fæddist að Aðaistræti 11 í Reykjavík og ólst
upp í Vesturbænum. Hann lauk stúdentsprófi frá MR
1949, kennaraprófi 1955, embættisprófi í guðfræði við
HÍ 1957 og las lög við Hl í þrjú ár, einkum kirkjurétt.
Páll var kennari viö Gagnfræðaskólann viö Lindar-
götu 1951-62, sóknarprestur í Vík í Mýrdal 1962-65,
kennari við Barna- og unglingaskólann í Vík og próf-
dómari við barnaskólann í Litla-Hvammi og við Hér-
aðsskólann á Skógum, fulltrúi í Stofnlánadeild land-
búnaðarins í Búnaðarbanka tslands 1966-68, endur-
skoðandi hjá Loftleiðum hf. 1968-73, kennari við MR
1969-72, prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík 1972-73,
fulltrúi í Ríkisendurskoðun 1973-75, sóknarprestur í
Bergþórshvolsprestakalli 1975-97 er hann sagði af sér
fyrir aldurs sakir. Þá var hann kennari við barna-
skóla Vestur-Landeyja 1976-80.
Páll er höfundur bókanna Fermingarundirbúning-
ur, 1963, og Fermingarkverið, 1990. Hann þýddi bæk-
urnar Leiðbeiningar, Bænalíf eftir Andrew Murray,
1960, og hefur þýtt nokkur kaþólsk kirkjuverk.
Páll og kona hans ræktuðu fagran trjágarð á Berg-
þórshvoli I sem hlaut sérstaka viðurkenningu Skóg-
ræktarfélags Rangæinga.
Fjölskylda
Páll kvæntist 10.3. 1973 Eddu Carlsdóttur, f. 14.4.
1945, þjónustustjóra á Sólheimum í Grímsnesi. Hún
er dóttir Carls Thalman, f. 1918, verkfræðings og Að-
alheiðar Bergsdóttur, f. 2.7. 1923, d. 1.8. 1978, húsmóð-
ur.
Sonur Páls og Eddu er Njáll, f. 16.10. 1976, lögreglu-
maður en unnusta hans er Þuríður Berglind Ægis-
dóttir varðstjóri.
Bróðir Páls var Sveinn Pálsson, f. 30.9. 1922, d. 18.4.
1991, menntaskólakennari á Laugarvatni og í Zúrich
í Sviss.
Systir Páls, sammæðra, var Sunna Stefánsdóttir, f.
27.9. 1911, d. 14.3. 1991, húsmóöir í Reykjavík og áöur
leiðsögumaður ferðamanna.
Foreldrar Páls voru Páll Sveinsson, f. 9.4. 1878, d.
5.1. 1951, yfirkennari við MR, og Þuríður Káradóttir,
f. 16.12. 1892, d. 18.2. 1974, húsmóðir.
Ætt
Páll var bróðir Gísla alþingisforseta og Sveins á Síðu,
afa Sveins Runólfssonar landgræðslustjóra. Páll var son-
ur Sveins, prests og alþm. í Ásum, Eiríkssonar. Móðir
Sveins í Ásum var Sigríður Sveinsdóttir, læknis í Vík i
Mýrdal, Pálssonar og Þórunnar Bjamadóttur landlækn-
is, Pálssonar. Móðir Þórunnar var Rannveig Skúladóttir
landfógeta Magnússonar.
Móðir Páls yfirkennara var Guðríður, systir Páls,
prests og alþm. í Þingmúla, iangafa Róberts Arnfinns-
sonar leikara. Annar bróðir Guðríðar var Páll í Hörgs-
s
Magnús Agústsson
útgerðarmaður í Vogum er 80 ára í dag
Magnús Ágústsson, fyrrv. útgerðarmaður, Hafnar-
götu 9, Vogum, Vatnleysuströnd, er áttræður í dag.
Starfsferill
Magnús fæddist í Halakoti á Vatnleysuströnd og
ólst þar upp. Hann gekk í Brunnastaðaskóla í fjög-
ur ár eins og þá var skyldunám og sótti námskeið
Fiskifélags íslands í vélstjórn.
Magnús var framkvæmdastjóri fyrir útgerð
þeirra bræðra, Magnúsar, Guðmundar ívars og
Ragnars, en þeir ráku fiskvinnsluna og útgerðarfyr-
irtækið Valdimar samfellt í sextíu ár í Vogum. Þeir
sameinuðu fyrirtæki sitt Þorbirni-Fiskanes í
Grindavík 2000.
Magnús sat í hreppsnefnd í þrjátíu og tvö ár, var
oddviti hreppsnefndar í átta ár og hreppstjóri Vatn-
leysustrandarhrepps í tuttugu og átta ár en hann
var síðasti hreppstjóri Vatnleysustrandarhrepps.
Hann sat í stjórn Útvegsmannafélags Suðurnesja og
Vélbátatrygginga Reykjaness í mörg ár.
Auk þess tók Magnús virkan þátt í mörgum fram-
faramálum sins sveitarfélags, nú síðast beitti hann
sér fyrir stofnun skógræktarfélgs, Skógfells.
Fjölskylda
Magnús kvæntist 1.6. 1968 Hallveigu Scheving
Árnadóttur, f. 17.10. 1910, d.
28.1. 1993, húsmóður. Hún
var dóttir Árna Klemenzar
Hallgrímssonar, f. 17.10.
1893, d. 10.8. 1965,
hreppstjóra í Vogum, og
k.h., Maríu Finnsdóttur frá
Hnúki á Skarðsströnd, f.
25.3. 1894, d. 1.10. 1980,
húsfreyju.
Sonur Magnúsar og
Hallveigar er Árni Klemens,
f. 20.1. 1970, en sambýlis-
kona hans er Brynhildur
Sesselja Hafsteinsdóttir, f. 22.3. 1977, og eru börn
þeirra Steingrímur Magnús, f. 13.12.1995, og Þórarinn
Halldór, f. 25.7. 1998.
Systkini Magnúsar: Guðmundur Valdimar, f. 14.2.
1909, d. 18.12. 1997; Halldór, f. 7.3. 1910, d. 28.8. 1992;
Jón Kristinn, f. 31.1. 1912; Guðmundur Ragnar, f. 4.7.
1916; Guðmundur ívar, f. 25.8. 1918; Katrín, f. 5.7.1925,
dó misserisgömul; Katrín Sigrún, f. 6.6. 1926, d. 22.2.
1990.
Foreldrar Magnúsar voru Ágúst Guðmundsson, f.
26.1. 1869, d. 9.11. 1941, og Þuríöur Halldórsdóttir, f.
22.5. 1885, d. 11.5. 1971. Magnús er að heiman í dag.
Messur ___ ______________________________________________ ■
; Árbæjarkirkja: Guðsþjónusta kl.
11:00. Prestur sr. Sigrún Óskarsdóttir.
Áskirkja: Guðsþjónusta kl. 11:00. Kór
Áskirkju syngur. Aðalsafnaðarfundur
safnaðarins að lokinni guðsþjónustu.
Árni Bergur Sigurbjörnsson.
Breiðholtskirkja: Messa kl. 11:00. Að-
alsafnaðarfundur Breiðholtssóknar að
í því loknu. Venjuleg aðalfundarstörf.
Gísli Jónasson.
Bústaðakirkja: Guðsþjónusta kl.
11:00. Pálmi Matthíasson.
Digraneskirkja: Safnaðarferð Digra-
nessafnaðar um Borgarfjörð verður 26.
, maí. Upplýsingar hjá kirkjuverði.
SSungin verður þýsk messa í Reykholts-
kirkju kl. 14. Prestar: Sr. Geir Waage,
sr. MagnUs B. Bjömsson og sr. Gunnar
Sigurjónsson prédikar.
Dómkirkjan: Guösþjónusta kl. 11:00.
Sr. Jakob Ág. Hjálmarsson prédikar.
Fella- og Hólakirkja: Guðsþjónusta
kl. 11:00. Prestur: Sr. Guðmundur Karl
ÁgUstsson.
Grafarvogskirkja: Messa kl. 11:00. Sr.
Bjarni Þór Bjarnason prédikar og þjón-
ar fyrir altari.
Grensáskirkja: Guðsþjónusta kl.
11:00. Kirkjukór Grensáskirkju syngur.
Sr. Ólafur Jóhannsson.
Grund dvalar- og hjUkrunarheimiIi:
Messa kl. 14:00. Prestur sr. Björn Jóns-
son frá Akranesi.
Hallgrímskirkja: Messa ki. 11:00.
Ensk messa kl. 14:00. Prestur sr. Bjami
Þór Bjamason. Árni Gunnarsson syng-
ur einsöng.
Háteigskirkja: Messa kl. 11:00. Sr.
Helga SofTia Konráðsdóttir.
Hjallakirkja: Guðsþjónusta kl. 11. Sr.
íris Kristjánsdóttir þjónar. Félagar Ur
kór kirkjunnar syngja og leiöa safnaö-
arsöng. Hildur B. Siguröardóttir. syng-
ur einsöng. Prestarnir.
Kópavogskirkja: Guðsþjónusta kl.
11:00. Sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson hér-
aösprestur prédikar og þjónar fyrir alt-
ari. Sr. Ægir Fr. Sigurgeirsson.
Landspitali Hringbraut: Guðsþjón-
usta kl. 10:30.
Langholtskirkja: Kirkja Guðbrands
biskups. Messa kl. 11:00. Svala Sigríður
Thomsen djákni, prédikar. Prestur sr.
Jón Helgi Þórarinsson.
Laugameskirkja: Messa og barna-
samvera kl.ll:00. Sr. Bjarni Karlsson
þjónar ásamt Eygló Bjarnadóttur með-
hjálpara og fulltrUum lesarahóps kirkj-
unnar. Barnagæsla í umsjá Geirlaugs
Sigurbjörnssonar. Messukaffi. Guös-
þjónusta kl. 13:00 í Dagvistarsalnum
HátUni 12. GuörUn K. Þórsdóttir,
djákni þjónar ásamt Gunnari Gunnars-
syni organista, sr. Bjama Karlssyni,
Margréti Scheving sálgæsluþjóni og
hópi sjálfboðaliða.
Neskirkja: Fjölskyldumessa kl. 11:00.
Böm sérstaklega boðin velkomin og fá
þau bibliumynd að messu lokinni. Sr.
Örn Bárður Jónsson prédikar og þjón-
ar fyrir altari.
Seljakirkja: Þrenningarhátíð. Guðs-
þjónusta kl. 14.00. Sr. Valgeir Ástráðs-
son þjónar fyrir altari. Altarisganga.
Aðalfundur Seljasóknar i safnaðarsal
að messu lokinni kl. 15.15. Guðsþjón-
usta í Skógarbæ kl. 16:00. Sr. Irma
Sjöfn Óskarsdóttir prédikar.
Seltjarnameskirkja: Guðsþjónusta
kl. 11:00. Prestur sr. Sigurður Grétar
Helgason.
Óháði söfnuðurinn: Guðsþjónusta kl.
14:00. Jón Hagbarður KnUtsson prédik-
ar. BrauðsUpa og annað fallbyssufóður.
dal, langafi Péturs Sigurgeirssonar biskups. Guðríður
var dóttir Páls, prófasts í Hörgsdal, Pálssonar, sem var
kominn af Jóni Arasyni í ellefta lið, og Guðríðar Jóns-
dóttur, b. á Kirkjubæjarklaustri, Magnússonar, föður
Þórunnar, ömmu Jóhannesar Kjarval.
Þuríður var systir Guðríðar, móður Alfreðs Guð-
mundssonar, fyrrv. forstöðumanns Kjarvalsstaða. Þurið-
ur var dóttir Kára, b. á Eiði í Mosfellssveit, Loftssonar
og Steinsu Pálínu Þórðardóttur, b. í Lukku í Staðarsveit,
Sveinbjamarsonar, pr. á Staðarhrauni, Sveinbjarnarson-
ar, bróður, samfeðra, Þórðar háyfirdómara. Móðir Þórð-
ar var Rannveig, systir Guðrúnar, langömmu Ingibjarg-
ar, móður Davíðs Oddssonar. Rannveig var dóttir Vig-
fúsar, sýslumanns á Hlíðarenda, Þórarinssonar, ættföð-
ur Thorarensenættarinnar, Jónssonar. Móðir Rannveig-
ar var Steinunn Bjarnadóttir landlæknis Pálssonar og
Rannveigar Skúladóttur landfógeta Magnússonar. Móðir
Steinsu var Guðrún Gísladóttir, systir Ásdísar,
langömmu Sigurðar Magnússonar blaðafulltrúa og Jóns
Alexanderssonar, forstjóra Viðgerðarstofu Ríkisútvarps-
ins, afa Þórunnar Valdimarsdóttur sagnfræðings.
Afmæli. andlát og j.
Laugardagur 25. mai
85 ÁRA____________________
Guðbjörg Bárðardóttir,
Hlíðarhúsum 5, Reykjavík.
Sigurpáll Árnason,
Gullsmára 7, Kópavogi.
70 ÁRA____________________
Svavar Gylfi Jónsson,
Laugarnesvegi 110, Reykjavík.
Geir Sigurl. Geirmundsson,
Hólagötu 17, Sandgerði.
Hjörleifur Tryggvason,
Ytra-Laugalandi, Akureyri.
Guöbjörg Guðmundsdóttir,
Pálmholti 13, Þórshöfn.
60 ÁRA___________________
Sverrir Skaftason,
Mávabraut 9d, Keflavík.
Auðun Benediktsson,
Tungusíðu 26, Akureyri.
Auöbjörg Elisa Stefánsdóttir,
Krossi, Djúpavogi.
Arnþrúður Ingvadóttir,
Lyngheiöi 25, Hverageröi.
50ÁRA____________________
Árni Benediktsson,
Jakaseli 15, Reykjavík.
Kjartan J. Sigurösson,
Hraunbæ 146, Reykjavík.
Guðbrandur Þ. Elíasson,
Reykási 7, Reykjavík.
Kristín Gunnlaugsdóttir,
Breiðuvík 6, Reykjavík.
Jón Guðnason,
Kirkjustétt 11, Reykjavík.
Guðríöur Svandís Hauksdóttir,
Breiðvangi 18, Hafnarfirði.
Hreinn Rafnar Magnússon,
Faxabraut 78, Keflavík.
Ólafur R. Sigmundsson,
Háteigi 10, Keflavík.
Vignir Sígurþórsson,
Borgarvík 20, Borgarnesi.
40 ÁRA ___________________
Ingibjörg Ólafsdóttir,
Freyjugötu 42, Reykjavík.
Sigríður Huld Garðarsdóttir,
Heiðargerði 26, Reykjavík.
Alfreð Frosti Hjaltalín,
Þingási 42, Reykjavík.
Ingibjörg Hjartardóttir,
Dyrhömrum 4, Reykjavík.
Erna Gunnarsdóttir,
Víðivangi 5, Hafnarfirði.
Elías Georgsson,
Vatnsholti 7d, Keflavík.
Elísabet Halldóra Pálsdóttir,
Ánastöðum, Borgamesi.
Baldur Haraldsson,
Furuhlíö 6, Sauðárkróki.
Arna Alfreðsdóttir,
Hjaröarlundi 11, Akureyri.
Michael Sigþórsson,
Heiöarbrún 26, Hverageröi.
Sunnudagur 26. mai
75 ÁRA
Anna Clara
Sigurðardóttir,
Lindargötu 57,
Reykjavík.
Hún tekur á móti
gestum í sal á Lindargötu 57,
sunnud. 26.5. kl.
16.00-19.00.
Ragnheiður Bjarman,
Naustahlein 26, Garðabæ.
Hólmfríður Finnsdóttir,
Straumfjarðartungu,
Borgarnesi.
70ÁRA______________________
Baldur Einarsson,
Heimalind 26, Kópavogi.
Bragi Einarsson,
Lækjasmára 4, Kópavogi.
Kristbjörn Björnsson,
Einholti lOa, Akureyri.
Erla Stolzenwald Ólafsdóttir,
Nestúni 10, Hellu.
60 ÁRA____________________
Þorbjörg S. Þórarinsdóttir,
Fellsmúla 18, Reykjavík.
Jón Frímann Eiríksson,
Logafold 64, Reykjavík.
Vilhjálmur H. Snorrason,
Íshússtíg 5, Keflavík.
50 ÁRA____________________
Anna Gísladóttir,
Hjallalandi 10, Reykjavík.
Stefán Fjeldsted,
Hlíðarhjalla 76, Kópavogi.
Hafdís Guðjónsdóttir,
Urðarstíg 8, Hafnarfirði.
Lilja Héðinsdóttir,
Viöivangi 4, Hafnarfirði.
Pálína Alfreðsdóttir,
Jörundarholti 116, Akranesi.
Þröstur Ásmundsson,
Oddeyrargötu 34, Akureyri.
Oddný Hjaltadóttir,
Tjarnarlundi 15h, Akureyri.
Hreinn Böðvar Gunnarsson,
Ægissíðu 28, Grenivík.
Björk Aðalsteinsdóttir,
Bleiksárhlíð 33, Eskifirði.
Leif Myrdal,
Kolfreyjustaö, Fáskrúðsfiröi.
Amdís Ásta Gestsdóttir,
Ártúni 15, Selfossi.
40ÁRA_____________________
Hallvaröur Þórsson,
Bræðraborgarstíg 52,
Reykjavik.
Leifur Grímsson,
Klapparstíg 1, Reykjavík.
Sigurður Halimann ísleifsson,
Mávahlið 48, Reykjavík.
Guðrún Sigríður
Þorsteinsdóttir,
Blöndubakka 18, Reykjavík.
Jón Emil Hermannsson,
Engjaseli 23, Reykjavík.
Jónas Hafsteinsson,
Skógarási 1, Reykjavík.
Inga Óskarsdóttir,
Hamravík 34, Reykjavík.
Ævar Geirdal,
Laufrima 4, Reykjavík.
Hulda Óskarsdóttir,
Logafold 89, Reykjavík.
Baldvin Guðbjörnsson,
Mosarima 12, Reykjavík.
Erna Bjarnadóttir,
Melabraut 15, Seltjarnarnesi.
Guðbjörg Ingimundardóttir,
Borgarsíðu 31, Akureyri.
Sólrún Pálsdóttir,
Sunnufelli 2, Egilsstöðum.
Óll Már Eggertsson,
Vogalandi 12, Djúpavogi.
Miralem Haseta,
Silfurbraut 4, Höfn.