Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2002, Page 61

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2002, Page 61
LAUGARDAGUK 25. MAÍ 2002 H&lgarhlacf I>‘V" e María Jóhannsdóttir fyrrv. stöðvarstjóri Pósts og síma á Flateyri er 95 ára í dag María Jóhannsdóttir, fyrrv. stöðvarstjóri Pósts og síma Flateyri, Eyrarvegi 9, Flateyri, er níutíu og fimm ára í dag. Starfsferill María fæddist í Hólmum í Reyðarfirði og ólst þar upp til sex ára aldurs. Eftir lát foður síns flutti hún með móður sinni og systkinum vestur til Flateyrar þar sem móðir hennar og móðursystir höfðu byggt hús á Sólbakka. Þar hefur hún verið búsett síðan. María stundaði skyldunám á Flateyri, nám við Kvennaskólann í Reykjavík og var eitt ár í námi í Noregi. María starfaði við símstöðina á Flateyri frá ung- lingsárum, þar sem móðir hennar var stöðvarstjóri, tók við því starfi 1942 og gegndi til 1977 er hún lét af störfum vegna aldurs. María var formaður kvenfélagsins Brynju árum saman, einn af stofnendum slysavarnafélagsins Sæ- Ijóss, kirkjuorganisti um árabil, vann m.a. að fram- gangi leikfélagsins, var í stjórn sjúkraskýlisins og er enn í stjórn Maríusjóðsins, minningar- og líknarsjóðs. Fjölskylda María giftist 29.9. 1939 Kristjáni Ebenezerssyni, f. 18.10. 1897, d. 30.3. 1947, skipstjóra Flateyri. Hann var sonur Ebenezar Sturlusonar, skipstjóra-í Sveinshúsi á Flateyri, og k.h., Friðriku Halldórsdóttur húsmóður. Meðal sjö systkina Friðriku sem upp komust var Bessabe, móðir Guðmundar Inga skálds. Börn Maríu og Kristjáns eru Jóhanna Guðrún, f. 11.3. 1941, fyrrv. skólastjóri og sérkennsluráðgjafi, nú búsett á Flateyri en hennar börn eru Kristján Erlings- son, f. 1962, en kona hans er Lesley Wales og dætur þeirra Jóhanna Guðrún og Katherine Barbara, Vigdís Erlingsdóttir, f. 1970, en maður hennar er Bjami Harðarson skipstjóri og eru börn þeirra María Rut, Júlía Ósk og Hörður Sævar; Einar Oddur, f. 26.12. 1942, alþm. á Sólbakka á Flateyri, kvæntur Sigrúnu Gerðu Gísladóttur hjúkrunarfræðingi en börn þeirra eru Brynhildur, f. 1973, en sambýlismaður hennar er Illugi Gunnarsson, Kristján Torfi, f. 1977, og Teitur Bjöm, f. 1980. Alsystkini Maríu voru Margrét, f. 1904, d. 1971, hús- móðir; Torfi, f. 1906, d. 1963, lögfræðingur; Björn, f. 1911, d. 1961, framkvæmdastjóri. Fóstursystur Maríu: Jakobína Grímsdóttir, lengst af búsett á Burstafelli í Vopnafirði; Ingibjörg Markús- dóttir Thorarensen, búsett á Flateyri og í Reykjavík. Foreldrar Maríu voru Jóhann Lúter Sveinbjarnar- son, f. 9.3. 1854, d. 11.9. 1912, prófastur í Hólmum, Reyðarfirði, og k.h., Guðrún Torfadóttir, f. 2.10. 1972, d. 7.8. 1956, símstöðvarstjóri á Flateyri. Ætt Jóhann var sonur Sveinbjarnar Magnússonar og Maríu Jónsdóttur sem bjuggu í Skáleyjum. Þau voru bæði af breiðfirskum ættum. Af systkinum sr. Jó- hanns má nefna systurnar Steinunni sem bjó í Skál- eyjum og Sigríði sem lengst af bjó á Hvilft í Önundar- firði en þær eiga báðar fjölda afkomenda. Síðari kona Sveinbjarnar var Sesselja Jónsdóttir, systir Maríu, en þær voru frá Látrum og voru systur Sigríðar móður Björns Jónssonar ráðherra. Seinni kona Magnúsar, föður Sveinbjarnar, var móðir þeirra systra, Steinunn Guðbrandsdóttir sem áður bjó í Látrum. Fyrri kona Magnúsar og móðir Sveinbjarnar var Sigríöur Einars- dóttir, m.a. systir Þóru, móður Matthíasar Jochum- sonar og Guðmundar á Kvennabrekku, föður Theó- dóru Thoroddsen og Ásthildar Thorsteinson. Guðrún var dóttir Torfa Halldórssonar, skipherra, frá Arnarnesi í Dýrafirði og stofnanda fyrsta sjó- mannaskólans á íslandi og k.h. Maríu Össurardóttur frá Bæ í Súgandafirði. Þau hjón bjuggu á Flateyri og varð hákarlaútgerð Torfa og verslun upphaf þéttbýl- iskjarnans á Flateyri. Systkini Guðrúnar voru fiórir bræður sem allir bjuggu á Sólbakka um lengri eða skemmri tíma, þeir Páll, Kristján, Ásgeir og Ólafur; fimmti bróðir Guðrúnar var Halldór, læknir sem fluttist til Vesturheims. Systur Guðrúnar voru Sigríð- ur Elín og Ástríður Torfadætur. María tekur á móti gestum á afmælisdeginum á heimili sonar síns á Sólbakka. Höfuöstafir Þorfinnur þrjótur og slóði þú skalt nú vara þig góði! Þegar ég birti fyrir nokkru frásögn af hagyrðinga- móti í Hafnarfirði urðu útundan vísur Jóa i Stapa. Jói kynnti sig með þessari vísu: Rafn Benediktsson Angurgapi illa stemmdur álpast glapaslóð. Jói í Stapa jafnan nefndur, ég vil skapa Ijóö. bóndi að Staðarbakka I er 50 ára í dag Rafn Benediktsson, bóndi að Staðarbakka 1, Húna- þingi vestra, er fimmtugur í dag. Starfsferill Rafn fæddist að Staðarbakka 1 og ólst þar upp. Hann lauk fullnaðarprófi frá barnaskólanum á Laug- arbakka 1965, lauk landsprófi frá Héraðsskólanum á Reykjum 1969 og lauk búfræöiprófi frá Bændaskólan- um á Hvanneyri 1970. Rafn vann ætíð á búi foreldra sinna. Hann tók jörð- ina á leigu 1975 og hóf þar þá búskap en keypti hana 1982. Rafn sat í stjórn Ungmennafélagsins Grettis, var formaður þess, var formaður Ungmennasambands Vestur-Húnavatnssýslu í nokkur ár, situr í stjórn Veiðifélags Miðfirðinga og Veiðifélags Arnarvatns- heiðar og Tvídægru, hefur setið í veiðimálanefnd og i stjóm fískiræktarsjóðs frá 1995, var formaður Sauð- fjárræktarfélags Ytri-Torfustaðahrepps og í stjórn fé- lags sauðfjárbænda í Vestur-Húnavatnssýslu, var for- maður Búnaöarfélags Ytri-Torfustaöahrepps um ára- bil, í stjórn Búnaðarsambands Vestur-Húnavatns- sýslu og er formaður þess frá 1998, situr í stjórn Ráðu- nautaþjónustu Húnaþings og Stranda, situr í stjóm Jarðasjóðs Vestur-Húnavatnssýslu, sat í hreppsnefnd Ytri-Torfustaðahrepps 1994-98, er formaður fjallskila- deildar Miðfirðinga frá 1998 og leitarstjóri á Núps- heiði frá 1977, sat í húsnefnd félagsheimilisins Ás- byrgi allmörg ár, í stjórn Flugbjörgunarsveitar Vest- ur-Húnavatnssýlu og í svæðisstjórn á svæði 9. Fjölskylda Rafn kvæntist 31.12. 1978 Ingibjörgu Þórarinsdótt- ur, f. 11.10. 1954, bónda. Hún er dóttir Þórarins Jóns- sonar og Guðfinnu Steindórsdóttur, bænda að Straumi í Hróarstungu í Norður-Múlasýslu en þau eru bæði látin. Böm Rafns og Ingibjargar eru Sólrún Guðfinna, f. 28.6. 1976, kennari en sambýlismaður hennar er Mik- ael Þór Björnsson sjúkraþjálfari; Þórarinn Óli, f. 27.6. 1979, prjónamaður en sambýliskona hans er Guðfinna Kristín Ólafsdóttir skólaliði og eru börn þeirra Heið; ar Öm og Inga Þórey; Benedikt, f. 26.7. 1985, iðnnemi. Systkini Rafns eru Margrét, f. 18.11. 1945, þroska- þjálfi í Reykjavík, gift Ólafi H. Jóhannssyni, lektor við KHÍ og eiga þau fjögur böm; Ingimundur, f. 26.8. 1948, húsgagnasmiður í Reykjavik, kvæntur Matthildi G. Sverrisdóttur húsmóður og eiga þau þrjú börn; Jón Magnús, f. 26.2. 1951, framkvæmdastjóri í Reykjavík, kvæntur Þorbjörgu Ólafsdóttur ljósmóður og eiga þau þrjú börn. Foreldrar Rafns: Benedikt Guðmundsson, f. 30.11. 1905, d. 17.1. 1990, bóndi að Staðarbakka, og Ásdis Magnúsdóttir, f. 21.8. 1920, bóndi. Ætt Benedikt var sonur Guðmundar, hreppstjóra á Staðarbakka, Gíslasonar b. í Hnausakoti, Guðmunds- sonar. Móðir Guðmundar hreppstjóra var Anna Jóns- dóttir. Móðir Benedikts var Margrét Benediktsdóttir, b. á Bjargarstöðum, Jónssonar, og Sesselju Jónsdótt- ur. Ásdís er dóttir Magnúsar Frímanns, trésmiðs á Bjargi á Seltjarnarnesi, bróður Björns H. Jónssonar, skólastjóra á ísafirði. Magnús var sonur Jóns, b. á Torfastöðum, Jónssonar og Ólafar Jónasdóttur frá Svarðbæli. Móðir Ásdísar var Guðfinna Björnsdóttir, b. í Núpsdalstungu, Jónssonar, b. á Syðri-Reykjum, Teits- sonar. Móðir Björns var Elínborg Guðmundsdóttir, smiðs á Síðu. Móðir Guðfinnu var Ásgerður Bjarna- dóttir, Bjarnasonar b. í Núpsdalstungu, Rafnssonar b. frá Fornastöðum í Fnjóskadal. Rafn og fjölskylda hans taka á móti gestum í félags- heimilinu Ásbyrgi á Laugarbakka frá kl. 20.00, sunnud. 16.6. nk. Frambjóðendur til borgarstjórnarkosninga fengu allir sameiginlegt skeyti frá Jóa: Eitt hér sjá menn yfir vofa engin gefst nú ró. Auövitað þarf ýmsu aö lofa eigi aö svíkja nóg. Nokkra athygli vakti það þegar forráðamenn leigu- bílastöðvar einnar settu fram óvenju nákvæmar hreinlætiskröfur sem bílstjórar verða að undirgang- ast. Um það orti Hjálmar Freysteinsson: Svo bílarnir ímynd betri gefl og bílstjóranna vaxi traust þarf aó skafa skít úr nefi og skipta um sokka vor og haust. Og Hjálmar orti líka um annað mál sem hefur ver- ið í umræðunni undanfarið: Þorfinnur þrjótur og slóöi þú skalt nú vara þig góöi! Hvers vegna má Hrafn ekki fá krónu úr Kvikmyndasjóöi! Umsjón Ragnar Ingi Aðalstcinsson Fyrir nokkru birti ég vísu sem Norðmaður orti á íslensku. Að þessu sinni hef ég komist yfir tvær vísur sem íslendingar hafa ort á dönsku og ætla að birta þær til gamans. Það skal tekið skýrt fram að ég tek enga ábyrgð á dönskunni en eins og var hjá Norðmanninum, þá eru vís- urnar rétt gerðar bragfræðilega. Sú fyrri er eftir Björn Ingólfsson: Af et franskbrod fár jeg hikke fandeme vansk’lig hovedpin, men det er ganske godt at drikke gammel dansk og brœndevin. Þessi vísa er meira að segja hringhent. Sú seinni er reyndar að hluta til á frónsku. Hún er úr fórum Sigurðar Sigurðarsonar. Höf- undur er ókunnur, fróðir menn um stjórnmála- sögu geta reynt að grufla upp hvert tilefnið var: Hannibalsson med heljarflan helt for over grensen. þetta Uffe Elleman ikke liker Jensen.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.