Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2002, Side 11
LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 2002
11
Skoðun
skipstjórann. „Ætli það sé ekki
best að göngufélagi okkar hvíli sig
í landi í dag. Hann fær kannski að
fljóta með þegar þú kemur að
sækja okkur í kvöld." Að því
sögðu vippuðu systumar sér um
borð og vinkuðu mér. „Sjáumst í
kvöld, elskan,“ kallaði konan.
„Passaðu að misstíga þig ekki í
dag.“ Þær flissuðu eins og smá-
stelpur. Kafteinninn horföi á land-
krabbann undarlegum augum en
sagði ekki neitt.
Skárri en síðast
Ég mætti á bryggjuna um
kvöldið, óhaltur. Skipstjórinn
ungi tók vel á móti mér. Hann
minntist ekkert á liðna morgim-
stund á ísafjarðarbryggju en
nefndi það að fylgdarkonur mínar
hefðu gengið rösklega af stað frá
Sæbóli. Við stímdum út lognkyrr-
an Skutulsfjörð. Blíðan hélst í
Djúpinu og inn Jökulfirðina. Við
tókum stefnu á Hesteyri. Þegar
grillti í hús í því löngu yfirgefna
plássi fékk ég lánaðan sjónauka
skipstjórans. Mikið rétt, þar gat
að líta tvær konur í fjöruborðinu,
önnur í rauðri yfirhöfn, hin í
blárri. Þegar að landi kom skaut
sjómaðurinn knái út gúmbát til
þess að sækja þær göngumóðu.
Mér var falið að
gæta hafskips-
ins. Það var
fyrsta eigin-
lega hlut-
verk mitt þann daginn. Formað-
urinn var snöggur upp í fjöru,
konumar stukku um borð og óðar
en varði var túttan komin að báts-
hlið.
„Þið lifðuð þetta af,“ sagði ég og
talaði eins og sérfræðingur í
gönguferðum á Hornströndum.
„Já, já,“ svöruðu þær, eldhressar,
rjóðar í kinnum og hamingjusam-
ar. „Þetta var ekkert mál,“ sagði
konan, hikaði aöeins en lét svo
vaða: „Þú hefðir san)t ekki meik-
að þetta.“ Ég kaus að svara ekki
athugasemdinni og skipstjórinn
var svo tillitssamur að kíkja á sjó-
kort í sömu andrá.
Síminn hringdi í vasa mér í
þann mund er við sigldum inn í
ísafjarðarhöfn það sama kvöld.
Dóttir okkar hjóna hringdi úr höf-
uðborginni. „Hvernig gengur?"
spurði hún. „Fóruð þið á Hom-
strandir?" Ég leit á konurnar
tvær sem sátu aftur á og nutu út-
sýnisins. „Já,“ svaraði ég, „við
erum einmitt að koma að landi
eftir þrekvirkið. Þetta var alveg
sex tima ganga og einna erfiðust í
mýrlendinu. Ég er samt alveg
þokkalegur en mamma og þin
kæra móðursystir eru að hvíla
sig. Auðvitað reyndi þetta talsvert
á þær.“
„Finnurðu þá ekkert til í
hnénu?“ spurði stelpan. „Ja,“
svaraði ég eftir nokkra um-
hugsun, „ég er skárri en á
Svínanesinu."
Hefnd hinna spilltu
Fréttamenn á íslandi eru sú stétt
manna sem þykir hvað sjálfsagðast að
höggva til í opinberri umræðu. Oftar
en ekki gerist það að vegið er að æru
einstakra fjölmiðlamanna eða fjöl-
miðla í skjóli annarra slíkra. Hið
fornkveðna að hengja beri boðbera vá-
legra tíðinda á einstaklega vel við á
íslandi þar sem hávær en sem betur
fer þröngur hópur telur það vera
hagsmunum sínum til heilla að þagg-
að verði niður í þeim sem tilbúnir eru
til að upplýsa um mál sem bera spill-
ingarkeim eða einkennast af sjálftöku
á fjármunum.
Síðasta sumar kom upp mál þegar
alþingismaður var staðinn að verki
við auðgunarbrot. Þjóðin var furðu
lostin yfir þessu máli og fjölmiðlar
með tveimur alvarlegum undantekn-
ingum sýndu og sönnuðu að þeir
stóðu undir þeirri ábyrgö sem felst i
því að fara með hið margumrædda
fjórða vald. Þeir upplýstu og fylgdu
málinu eftir með þeirri niðurstöðu að
það sem máli skipti varð opinbert.
Hinar alvarlegu undantekningar í
umfjöllun um mál þetta voru að sér-
staklega einn fjölmiðill gekk hart
fram í því að birta falsanir sem hinn
grunaði greip til sér til varnar. Til-
gangurinn virtist annars vegar sá að
hjálpa til að fela slóð en hins vegar sá
að koma höggi á aðra fjölmiðla með
þeirri mynd að farið hefði verið offari
gegn einstaklingi. Þeirri aðfór að trú-
verðugleika var hrundið og hið rétta
kom upp á borðið.
Lenska að ljúga
Lengi var það lenska að sjálfsagt
þótti hjá stjómmálamönnum og öðr-
um þeim er í eldlinunni standa að
ljúga beinlínis að fiölmiðlum til að
leyna óþægilegum sannleika. Áður-
nefht mál þingmannsins varð til þess
að breyta nokkru í þessum efnum.
Þeim hefur fækkað sem velja sér lyg-
ina til varnar og auðveldara er fyrir
fiölmiðla að nálgast sannleikann og
menn vilja síður verða uppvísir að
ósannsögli. En spillingaröflin og þeir
sem hafa eitthvað að fela hafa gripið
til annarra vopna og njóta þar aðstoð-
ar þeirra sem síst skyldi, sem sagt
fiölmiðla sem af einhverjum ástæðum
sjá sér hag í því að reifa óhróður á
hendur kollegum sínum. Dæmi mátti
sjá um þetta þegar þingmaðurinn áð-
umefndi var ákærður. Fréttamaður á
Ríkisútvarpinu, sem unnið hafði að
málinu á frumstigi, var ausinn
óhróðri í tveimur sjónvarpsþáttum og
næstum þvi heilsíðugrein í blaði. Sak-
bomingurinn í málinu fékk truflunar-
laust að halda því fram í þremur fiöl-
miðlum að fréttamaðurinn hefði fals-
að ffétt með því að klippa til svar
þingmannsins og hefði að auki „æpt á
blóð“ þegar málið stóð sem hæst. Und-
irritaður fékk ásamt fréttamanninum
þá einkunn að vera „mannætur ís-
lenskra fiölmiðla". Óhróðurinn fékk
að flæða hindrunarlaust og sjálfsagt
undir þeim formerkjum að sjálfsagt sé
að krafsa í æru fiölmiðlafólks. Auð-
velt er að afsanna að umrætt fiöl-
miðlafólk sé mannætur þótt það hafi
sinnt þeirri frumskyldu sinni að upp-
lýsa um óheiðarleika einstaklings á
valdastóli en það er þó íhugunarefni
fyrir siðanefnd Blaðamannafélags ís-
lands hvort hún ætti ekki af eigin
frumkvæði að fara ofan í þessa fá-
dæma umfiöllun nokkurra stærstu
fiölmiðla landsins. Varðandi frétta-
fólsunina kom það í ljós að fréttamað-
ur Útvarpsins hafði gætt þess að
geyma óklipptar upptökur af viðtal-
inu við þingmanninn og í ljós kom að
með lygina að vopni átti að sverta
mannorð viðkomandi.
„Þeim hefur fœkkað sem
velja sér lygina til vam-
ar og auðveldara er fyrir
fjölmiðla að nálgast
sannleikann og menn
vilja síður verða uppvísir
að ósannsögli. En spill-
ingaröflin og þeir
sem hafa eitthvað að
fela hafa gripið til
annarra vopna.“
Annað dæmi um fiölmiðla sem
kusu að styrkja stöðu sína í erfiðum
fiölmiðlaheimi var þegar fréttastjóri
eins slíks tók upp mikla herferð í því
skyni að stimpla inn að annar fiölmið-
ill hefði brugðist heimildarmanni sín-
um með þeim afleiðingum að upp um
hann komst. Rök fréttastjórans voru
þau að í símtali sem blaðamaður á
samkeppnismiðli átti við ráðamann í
kröppum dansi hefði verið gefin vís-
bending sem gerði kleift að nálgast
heimildarmanninn. Þarna var um
hreinan og endurtekinn þvætting að
ræða. Heimildarmaður fréttastjórans
gat ekki verið annar en sá er vOdi ná
fram hefndum á þeim er naut aðstoð-
ar uppljóstrarans.
Handbendi og málpípur?
Það vopn sem hvað vinsælast hefur
verið hjá spillingaröflum og skulda-
þrjótum landsins að undanfórnu er að
sá fræjum tortryggni í garð blaða-
manna og fiölmiðlafólks undir þeim
formerkjum að fólk gangi erinda eig-
enda þess fiölmiðils sem það starfar
hjá. Þetta er á stundum sett rakalaust
fram og fólk sem af heiðarleika vill
stunda fréttamennsku byggða á hlut-
leysi þarf að sæta því að vera borið út
sem málpipur einhverra afla sem vilji
hafa áhrif á umræðuna sér í hag. Ný-
legt dæmi er um forstjóra í skuldafeni
sem notaði hvert tækifæri sem gafst
tU að lýsa samsæriskenningum sínum
um að hægri öflin í landinu vUdu
koma sér og sínum á kné. FjölmiðUl
sem sagt hafði fréttir af því að fyrir-
tæki forstjórans skuldaði himinháar
fiárhæðir og að stærstu bankar lands-
ins væru að stefna því vegna skulda-
mála var að mati forstjórans að ganga
erindi hægri aflanna og forsætisráð-
herra. Og blaðamaðurinn sem frétt-
irnar skrifaði var að sjálfsögðu hand-
bendi þeirra hægri sinnuðu. Málið er
þeim er þetta ritar skylt þar sem hann
skrifaði umræddar fréttir og situr
undir samsæriskenningunum. Þessar
kenningar forstjórans komu ekki upp
þegar þmgmaðurinn af hægri vængn-
um sagði af sér þingmennsku síðasta
sumar en þær henta nú tU að fela hið
raunverulega vandamál sem er fyrir-
tæki á barmi gjaldþrots. Forstjórinn
sem um ræðir hefur leikið lausum
hala i fiölmiðlum þar sem hann með
grófum hætti fær að sá fræjum tor-
tryggni án rökstuðnings. En að vísu
vUl svo tU að hann rekur fiölmiðlafyr-
irtæki og hefur oftar en ekki komið
fram þar og lýst skoðunum sínum á
fiölmiðlum sem gangi erinda eigenda
sinna.
Flestir blaðamenn þekkja það að
reynt er að hafa áhrif á umfiöllun
þeirra með blíðmælgi eða hótunum.
Sá er þetta ritar hefur fengið óvenju
rausnarlegt atvinnutUboð frá fyrir-
tæki sem vUdi forðast óþægilegt kast-
Ijós og ekki eru nema örfáir dagar síð-
an þau skUaboð bárust að sá sem
þetta skrifar mætti eiga von á „ræki-
legri hefnd" vegna nýlegra skrifa um
tUtekin öfl. Þetta er aUt partur af lífi
á fiölmiðli sem tekur á viðkvæmum
málum án tUlits tU þess hver á i hlut.
Skammir eða hrós eru hluti af starf-
inu og aðalatriðið að kunna að taka
hvorutveggja. Hótanir eru verri en
því verður Ula trúað að skúrkar á litla
íslandi færi sig upp á skörina og grípi
tU ofbeldis í stað þess að láta róginn
nægja.
Hliðvarsla
Fjölmiðlafólki á íslandi er nauð-
synlegt að hugsa vandlega sinn gang
og láta af þeirri ósvinnu að reifa
óhróður hvert í annars garð. Hlið-
varsla er hlutverk fiölmiðla en
ábyrgðin sem henni fylgir er að gæta
þess að ekki sá vegið ómaklega að
mannorði nafngreindra einstaklinga
án þess að þeir fái varist. Því verður
trúað af reynslu að flestir sem starfa
á íslenskum fiölmiðlum séu grand-
vart fólk sem vinnur að starfi sínu af
alúð en er ekki rekið áfram af annar-
legum sjónarmiðum afla tU hægri,
vinstri eða á miðjunni sem vUja nota
það tU að ná auknum áhrifum. Sömu-
leiðis er ekki ástæða til að ætla ann-
að en að eigendur flestra íslenskra
Qölmiðla skilji vandlega á miUi
fréttamiðlunar og áforma um aukin
áhrif. En undantekningarnar eru tU
og þaö eru jú rónarnir sem koma
óorði á brennivínið.