Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2002, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2002, Síða 20
20 Helqarblað 13 V LAUGARDAGUR 27. JÚLf 2002 fer með hlutverk Títusar. Reynum að ganga eins langt og við Það er ekki á hi/erjum degi sem leik- rit eru æfð upp til þess að sgna einu sinni. Þannig er þvíþó varið með leikritið Títus sem Vesturportið sýn- ir íkvöld. Ólafur Darri Ólafsson, einn af leikurunum ísýningunni, segir þetta fgrirkomulag hins vegar ekki svo slæmt, enda veiti ekki af þvíað venja íslendinga við betri leikhúsvenjur og fá þá til að hætta að slá þvíá frest að fara á sýningu sem þá langar á. Þeir áhorfendur sem mæta á Títussýninguna íkvöld mega búast við gróteskri upplifun þarsem blóð og aflimanir gegna veigamiklu hlutverki. „Þaö verður bara þessi eina sýning, sama þótt að- sóknin verði góð og óskað verði eftir annarri sýn- ingu. Ég held líka að það sé bara ágætt enda finnst mér tími tii kominn að við íslendingar hættum að vera alltaf að skoða hvað sé að gerast í leikhúsunum og ákveða að okkur langi rosalega að fara á þessa eða hina sýninguna, en ætlum samt ekki að sjá hana fyrr en eftir fimm mánuði. Mér finnst við verðum að fara að laga til í bakgarðinum hjá okkur og gera það sem okkur langar til þegar okkur langar til þess. Þeir sem langar til þess að sjá þessa sýningu hafa bara þetta eina kvöld, þannig að það er bara að koma,“ segir getum Ólafur Darri Ólafsson. Hann er einn af leikurunum sem taka þátt í uppfærslu Vesturportsins á leikritinu Títus sem sýnt verður í kvöld klukkan átta. Sýningin er að mörgu leyti óvenjuleg, fyrir utan að vera bara sýnd einu sinni þá er æfingatíminn einnig mjög stutt- ur þannig að sýningin í heild sinni er ein stór tilraun. Ekki vita áhorfendur heldur hvar sýningin fer fram en miðasala á hana fer fram í Loftkastalanum og þangað mæta einnig gestir og þaðan verður farið á þann stað sem sýningin fer fram á. „Stefnan var í upphafi sú að leggja bara allt í púkk- ið og hafa eina virkilega góða sýningu þar sem öllu væri kostað til. Þetta er bara ákveðin tilraun, og það að gera þetta svona er bara hluti af tilrauninni. Við höfum sem sagt bara frumsýninguna til þess að sýna hvað i okkur býr,“ segir Ólafur Darri. Eins og góð splattermynd Títus er einn af fyrstu harmleikjum Shakespeares og er leikritið talið vera hans ofbeldisfyllsta verk. „Þetta er mjög gróteskt leikrit. Það eru aflimanir og alveg haugur af morðum í því og við reynum að ganga eins langt og við getum til þess að koma því til skila,“ segir Ólafur Darri og bætir við að þetta sé í fyrsta sinn sem verkið sé sett upp á íslandi. í stuttu máli fjallar leikritið um rómverska hers- höfðingjann Títus sem kemur heim sigursæll úr stríði með nokkra fanga, þar á meðal fyrrverandi drottningu óvinanna, Tamóru. Hún verður svo keis- araynja í Róm og hefnir sin á Títusi. Inn í þetta blandast svo tvær fjölskyldur, íjölskyldan Títusar og fjölskylda drottningarinnar, auk fjölskyldu hins fyrr- verandi keisara. Leikstjóri sýningarinnar er Björn Hlynur Haraldsson, en um 100 manns koma nálægt sýningunni allt í allt. „Það er búið að taka leikritið og stytta það mikið enda er það oft þannig í leikritum Shakespeares að þaö er oft talað um það hvað muni gerast og það sem hefur gerst. Þarna reynum við hins vegar að taka orð- in og breyta þeim í gjöröir. Leikritið er blanda af gamni og alvöru. Það er fullt af sorglegum atburðum í þessu leikriti en eins og oft þegar hlutirnir eru sorg- legir þá eru þeir líka fyndnir. Þegar ég las þetta leik- rit fyrst þá fannst mér það alveg rosalega fyndið, ja eiginlega eins og góð splattermynd, það var búið að höggva eina hönd þarna, búið að drepa þennan og hinn og tungan farin úr þessum. Kannski er ég kom- inn með svona klikkaðan húmor en mér fannst ég bara vera að horfa á Evel dead 2,“ segir Ólafur Darri og hlær. Æfingatími leikrita of langur? Fyrir utan að vinna við Títus hefur Ólafur Darri verið í sumarfríi að undanförnu og er m.a. nýkominn heim frá systur sinni í Flórida eins og sólbrúnir handleggir hans sanna. Hann segist vera búinn að gira sig upp fyrir leikrit haustins en hann tekur þátt í þremur sýningum í haust sem eru Kvetsch sem sýnt verður í Vesturporti, Rómeó og Júlia sem sýnt verð- ur í Borgarleikhúsinu, en þar er um að ræða nýja þýðingu frá Hallgrími Helgasyni, og barnasöngleik- inn Honk, litli ljóti andarunginn i leikstjórn Maríu Sigurðardóttur sem sýndur verður í Borgarleikhús- inu. Ólafur Darri viðurkennir að auðvitað sé það svolít- ið skrýtið að vera að vinna að sýningu sem verður einungis sýnd einu sinni en hann segir að leikarnir sem taka þátt i sýningunni séu samt alveg sáttir við það og finnist verkefnið spennandi. „Ég veit að Björn Hlynur hefur talað um það og ég get tekið undir með honum í því að æfingartími leik- rita er oft allt of langur. Við æfum of mikið og of lengi. Sumt erum við kannski búin að ofæfa og ég held að að sumu leyti slökum við bara meira á ef hlutirnir eru ekki æfðir svona stíft. Við íslendingar erum nú þekktir fyrir það að gera allt á síðustu stundu þannig að þetta verkefni er kannski svolítill angi af þeim hugsunarhætti að sjá hvort hægt sé að æfa leikrit upp á 10 dögurn," segir Ólafur. Hann bæt- ir við að kannski mætti stytta æfingatíma leikrita niður í 6 vikur. Hann tekur fram að það þyrfti þó að meta í hvert sinn, eftir eðli sýninganna, hann gæti t.d. ekki hugsað sér að setja upp sýningu eins og Dansað i rigningunni á 10 dögum. Títussýningin er annars engin smásmíði þrátt fyr- ir stuttan undirbúningstíma og verður greinilega mikil veisla fyrir augað. Að sýningunni koma auk leikara, hönnuða og tónlistarmanaa Vesturports- hópsins kvennakór, karlakór, Götuleikhúsið, að ógleymdum áhættuleikara sem taka mun þátt í hættulegu atriði. Tónlistin í sýningunni er öll frum- samin og er hún ágeng, krafmikil og með rafrænu ívafi. „Fyrir alla þá sem hafa áhuga á leikhúsi getur þetta orðið mjög spennandi sýning. Þetta verður alla- vega spennandi tilraun, hvort hún mistekst eða ekki verður bara að koma í ljós, slík áhætta er hluti af sportinu við að gera svona tilraun," segir Ólafur Darri og minnir á að einungis um 1000 miðar séu í boði. -snæ DV-myndir S.IÖ Sýningin er mikil veisla fyrir augað . Uni hundraö nianns koma nálægt hcnni í heild sinni, þar á meöal áhættuleikari, tveir kórar og fjöldi tónlistarfólk . Á myndinni má sjá leikkonuna Völu Þórsdóttur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.