Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2002, Qupperneq 27

Dagblaðið Vísir - DV - 27.07.2002, Qupperneq 27
LAUGARDAGUR 27. JÚLf 2002 Helcjarblacf 3Z>"V 27 Var í sveit að Móum „Við byrjuðum með 70 gyltur í Brautarholti 1984 og höfum stækkað búið þrisvar síðan. Það var á ár- unum 1986-’87, síðan 1991-’92 og síðast 1998-2000. Nú framleiðum við þarna yfir 1000 tonn af kjöti. Til viðbótar er svinabúið með á leigu jörðina Háholt í Gnúpverjahreppi undir svínaeldi. Samhliða þessu höfum við verið að vinna við annan búskap líka. Árið 1985 förum við inn i kjúklingaræktina. Það var þannig að ég hafði ver- ið í sveit að Móum á Kjalarnesi sumurin 1977, 1978 og 1979 hjá þeim sæmdarhjónum Unni Andrésdótt- ur og Teiti Guðmundssyni. Þá lærði ég inn á kjúklingarækt. Þau hjón voru barnlaus og þegar þau ákváðu að selja búið sitt 1985 keypti ég Móabú- ið ásamt Birni bróður og pabba. Með okkur voru líka Ólafur Jón Guðjónsson, þá rekstrarstjóri Kjal- arneshrepps, og Eyrún Ásta Bergsdóttir. Þau búa á Móum og hafa átt fyrirtækið til helminga með okk- ur frá upphafi. Við fórum út í það að stækka Móa- búið heilmikið og breyta í átt að nútíma kjúklinga- framleiðslu. Síðastliðin 17 ár höfum við sífellt ver- ið að auka kjúklingabúskap okkar. Nú, ég fór 1 viðskiptafræðina 1995 og kláraði hana samhliða störfum mínum á fimm árum. Ég varð formaður í Svínaræktarfélaginu 1988 og sam- hliða þessu vann ég á fullu í uppbyggingu og gat þar blandað saman kenningum úr kennslunni og raunveruleikanum í rekstrinum. Þetta hefur reynst mér vel og við feðgarnir erum áhugasamir og samhentir." Salmonellufár Kjúklingabransinn lenti í miklum vandræðum vegna salmonelluumræðu á árunum 1987-1990. Upp úr 1990 fara framleiðendur að taka sér virkilega tak varðandi heilbrigðismálin. Ráðinn var dýra- læknir alifuglasjúkdóma 1983 og um svipað leyti Fjórir feðgar í Brautarholti Hér eru, talið frá vinstri; Kristinn Gylfi, faðirinn Jón Ólafsson, þá Ólafur og Björn. Jón Bjarni er ekki á myndinni þar sem hann var staddur erlendis. Á veggnum að baki feðgunum hanga invndir af Ólafi Bjarnasyni og Ástu Ólafsdóttur, foreldrum Jóns Ólafssonar. Þau hófu búskap í Brautarholti á Kjalarnesi árið 1923. Reyndar líta feðgarnir á þau sem eins konar verndara starfseminnar. Kristinn Gylfi Jónsson, formaður Svínaræktarfé- laqs íslands og framkvæmdastjóri íSíld og fisk ehf. auk Svínabúsins Brautarholts ehf., er maður sem ekki situr auðum höndum frá degi til dags. Hann lætur víða til sín taka í viðskiptalífinu og regndar svo mjög að sumum finnst nóq um. Tala menn þá stundum um að þegar semja þurfi um eitt- hvað íþessum qeira sitji Kristinn allt íkringum borðið. Hann stgrir ídaq milljarðaumsvifum Braut- arholtsfeðqa ísvína-, kjúklingarækt og egqjafram- leiðslu. Auk þess að vera talsmaður svínaræktenda hefur Kristinn líka verið í forgstu alifuqlarækt- enda, enda stjórnarformaður kjúklinqaframleið- andans Móa á Kjalarnesi sem er einn stærsti kjúklingaframleiðandi landsins. Hann er einnig stjórnarformaður Mjólkurfélaqs Regkjavíkur svf. var byrjað að taka sýni úr kjúklingahópum varð- andi salmonellu. Þannig var hægt að koma í veg fyrir að salmonellumengaðir kjúklingar færu á markað til neytenda. Árið 1995 var gefið leyfi til að selja ferska kjúklinga og síðan hefur orðið spreng- ing 1 sölu á ferskum kjúklingum og mikil vöruþró- un átt sér stað. Það leiðir eitt af öðru og starfsemi Móa er i dag orðin mjög víðfeðm. Á árunum 2000 til 2001 var m.a. byggð 5000 fermetra afurðastöð í Móastöðinni í Mosfellsbæ. Þar er slátrun, hrá- vinnsla, fullvinnsla og birgðastöð. Mikil uinsvif víða um sveitir „Árið 1999 keyptum við jörðina Hurðarbak í Svínadal sem er 200 hektarar að stærð. Þar byrjuð- um við strax að byggja nýtískulegt 2.500 fermetra kjúklingahús sem við tókum í notkun árið 2000. Nú erum við með þar í byggingu annað 2.500 fermetra hús sem verður tekið í notkun í byrjun september. Á árunum 1997 til 2001 höfum við tekið á leigu íjög- ur kjúklingabú á Suðurlandi og erum í samstarfi við eigendur þeirra um að ala upp kjúklinga fyrir okkur. Þetta er á Þórustöðum 2 i ölfusi þar sem hófum samstarf við eigendur um kjúklingaeldi fyrir fimm árum. Síðan kaupum við þá jörð núna í ársbyrjun og erum að setja þar upp nýtt sérhæft stofnræktar- bú fyrir Móa. Þá erum við með kjúklingaeldi í Mið- felli í Hrunamannahreppi, Þrándarlundi í Gnúp- verjahreppi og á Vatnsenda í Villingaholtshreppi. Við höfum einnig verið með einangrunarstöð í eig- in húsi að Ásgautsstöðum við Stokkseyri síðastlið- in ár. Hún er fyrir innflutning á varpstofni fyrir kjúklinga okkar. Þá erum við einnig í samstarfi við bændur á Felli í Kjós um eldi á kjúklingum. Fórum út í úrvinnslu Fyrir nokkrum árum sáum við að við yrðum að treysta betur stöðu okkar í úrvinnslu og vöruþró- un á okkar afurðum. Fyrsta stig okkar í því var að við stofnuðum Ferska kjúklinga ehf. í Garðabæ árið 1995 sem sérstaka kjötvinnslu fyrir kjúklinga- kjöt frá Móum. Við fengum þar til samstarfs við okkur Sigurð Ólafsson kjötiðnaðarmeistara. Hann átti kjötvinnslu Sigurðar Ólafssonar sem svínabú- ið Brautarholti keypti siðan 50% i árið 1998. Við breyttum nafni þeirrar vinnslu i Kjötvinnslan Esja. Þar er vaxandi fyrirtæki og verður með rúm- lega 400 milljóna króna sölu í ár. Esján selur mest inn á mötuneyta- og veitingahúsamarkað. Nesbúið keypt Árið 1999 bauðst okkur að kaupa Nesbúið á Vatnsleysuströnd. Það var þá næststærsta eggjabú landsins með 45 þúsund hænur. Við keyptum búið og hófumst strax handa við að stækka það með því að byggja nýtt varphús og erum með yfir 60 þúsund varphænur. Síðan setjum við upp í okkar eigin iðn- aðarhúsnæði, í Vogum á Vatnsleysuströnd, sér- hæfða eggjavinnslu fyrir fljótandi gerilsneyddar eggjavörur og soðin egg. Þar framleiðum við eggja- rauður, eggjahvítur og alls konar vörur sem hafa verið að koma á markaðinn á síðustu misserum. Með framleiðslu okkar þar erum við búnir að taka yfir innfiutningsmarkað á eggjarauðum til majónes- og sósugerðar. Nú er Nesbúið einnig kom- ið út í kjúklingaeldi og er farið að framleiða þar kjúklinga sem sendir verða í Móastöðina. Jafn- framt erum við búnir að taka á leigu jörðina Ein- holt í Biskupstungum og erum á næstu vikum að fara setja þar upp kjúklingaeldi. Öll kjúklingafram- leiðsla Nesbúsins verður síðan seld til Móa. Kaupa Síld og fisk Síðan förum við út í okkar stærstu fjárfestingu árið 2000 þegar við kaupum allar fasteignir Síldar og fisks og stofnum eignarhaldsfélagið Ali hf. sem á tvo þriðju hlutabréfa i rekstri Síldar og fisks, þ.e. í svínabúi fyrirtækisins, kjötvinnslu og öllum fast- eignum. Við keyptum 2/3 hlutabréfanna af Skúla og Katrínu Þorvaldsbörnum, en Geirlaug Þorvalds- dóttir á enn með okkur 33% í félaginu. Við höfum verið að stækka það fyrirtæki gríðar- lega og ég geri ráð fyrir að við höfum tvöfaldað sölu þess fyrirtækis á um tveimur árum. Jafnframt vinnum við að frekari uppbyggingu Kjötvinnslunn- ar Esju. Milljarðavelta eykst um milljarð Velta fyrirtækja okkar í fyrra var upp á tvo og hálfan milljarð króna. Hún kemur til með að aukast um einn milljarð á þessu ári. Það hefur einnig styrkt starfsemina að siðastliðin 40 ár höf- um við haft mjög gott samstarf við Sláturfélag Suð- urlands. Við höfum verið i góðum viðskiptum við félagið og seljum því grísi sem við ölum upp í Brautarholti. Svínakjötið sem við framleiðum þar fer því mest til þriggja aðila. Það er mest til Síldar og fisks undir vörumerknu Ali, síðan til Sláturfé- lags Suðurlands og til Kjötvinnslunnar Esju. í gegnum viðskipti okkar við Sláturfélag Suður- lands höfðum við myndað þar góðan stofnsjóð í Sláturfélaginu og erum orðnir stærstu stofnsjóðs- eigendurnir í Sláturfélaginu. Síðan höfum við á liðnum árum keypt 30% hlut af B-hlutabréfum í Sláturfélaginu til að sýna stuðning okkar við félag- ið og til að styrkja stöðu okkar í sölu afurða í fram- tíðinni. Jafnframt höfðum við átt mjög gott sam- starf við Mjólkurfélag Reykjavíkur sem hefur ver- ið okkar aðalviðskiptaaðili í unnum fóðurvörum og unnu hráefni til fóðurgerðar. Við erum þar stærstu stofnfjáreigendurnir og þar hef ég verið stjórnarformaður síðastliðin fimm ár. Á vakt allun sólarhringinn Maður verður að vera vakinn og sofinn yfir þessu allan sólarhringinn. Grísirnir og hænurnar þurfa sitt og gera engan greinarmun á því hvaða dagur er og spyrja ekki að því hvort þú ætlir að fara út að borða klukkan sjö á föstudagskvöldi. Það hjálpar líka að starfið er mitt áhugamál og ég hef haft mjög gaman af þessu. Ég hef því sleppt ýmsum spennandi áhugamálum eins og hesta- mennsku og golfi, en er nú að sjá dálítið fyrir end- ann á þessu gríðarmikla uppbyggingarstarfi sem hefur kostað milljarða króna. Við erum ánægð með hvernig til hefur tekist og erum bjartsýn á framtíð- ina,“ segir Kristinn Gylfi Jónsson. -HKr.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.