Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2002, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2002, Síða 30
30 Helqarblctö DV LAUOA.RDA.CiUR 1-4. SEPTEMBER 2002 DV-Sport metur meistaraefnin úr Árbænum: Stenst Fylkir pressuna? — og vinnur fyrsta íslandsmeistaratitil félagsins frá upphafi Odagur í úrslita- leik Fylkis og KR í Símadeild karla - Fylkisvöllur, sunnudagur 14.00 Kjartan Sturiuson Kjartan hefur vaxið mikið sem markvörður á undanfömum árum. Hann er stór og hreyfanleg- ur og sjálfstraust hans með boltann á tánum hef- ur vaxið mikið. Á til að fara í glórulaus úthlaup sem em oft dýrkeypt auk þess sem staðsetningar hans orka tvímælis á köflum. Leikir Mörk Stoðs. Spjöld DV-Sport 16 -19 1 -0 3,13 Fylkismenn eru í lykilstöðu. Þeir geta tryggt sér íslandsmeistaratitilinn í fyrsta sinn á heimavelli sínum í Árbæ með sigri gegn KR. Eftir að hafa verið við toppinn og á toppnum nánast samfellt frá því að þeir komust upp úr b-deildinni 1999 finnst mörgum tími til kominn á að Fylkismenn fari alla leið og standist pressuna. Björgvin Vilhjálmsson Björgvin er að stíga sín fyrstu skref í '18 toppslagnum. Hann er sterkur líkamlega og jS 0U/f 7*3 baráttuglaður en vantar mikið upp á að geta ““ Vj skilað bolta almennilega frá sér. Vantar hraða til £ I ’ttT að glíma við fljóta kantmenn og á í vandræðum I með staðsetningar í vamarfærslu á köflum. Leik'r M°rk S,°ös Spí°id DV Sport Þrír af fjórum varnarmönnum Fylkis hafa spilað saman undanfarin ár og eru orðnir mjög vel samæfð- ir og reynslumiklir. Helsti veikleiki varnarinnar er reynsluleysi Björgvins sem gæti haft áhrif í þessum mikilvæga leik, sérstaklega ef Einar Þór Daníelsson J er í stuði í liði KR. Þórhallur er íljótur en gerir of mikið af því að horfa á boltann og missir því oft af sínum manni. Ómar ætti að vinna Sigurð Ragnar í loftinu. C Gunnar Þór Pétursson | Gunnar Þór hefur verið með betri bakvörðum 1 % landsins undanfarin ár. Hann er með frábærar piwO — 1 sendingar og fyrirgjafir. Gunnar er harður í horn " Vlj að taka í návígum en á það til vera kærulaus í míÁ> MÉW- \ »» stöðunni einn á móti einum. Vinnur vel með Þór- ||gfc|**^ ’ : -íl halli Dan vinstra megin í vörninni. JB Leikir Mörk Stoös. Spjöld DV-Sport jtis 16 0 0 -0 3,06 33stig 10 mörk í plús Ómar Valdimarsson Ómar er mikill karakter sem leiðir Fylkis- vömina. Hann er mjög öflugur skallamaður, bæði í vöm og sókn og góður í að dekka sóknar- menn andstæðinga. Ómar skortir hraða en bætir það upp með skynsömum leik. Ágætur aö koma boltanum í spil. Leikir Mörk Stoðs. Spjöld DV-Sport 14 0 1 -0 3,07 Þórhallur Dan Jóhannsson Þórhallur hefur bætt sig mikið sem vamar- maður á síðustu árum. Hann er fljótur, les leik- inn vel og grimmur i návígum. Hann er mjög ör- uggur á boltanum en á það þó til aö vera of hrokafullur með boltann. Vandamál Þórhalls er að hann er slakur að dekka menn inni í teig. Leikir Mörk Stoðs. Spjöld DV-Sport 16 0 0 -0 3,37 Á þessu þriggja ára tímabili hefur knattspymuáhugi Árbæ- inga farið upp úr öllu valdi og þrátt fyrir ungan aldur félags- ins á ekkert annað lið, fyrir ut- an KR, orðið dyggari og stærri stuðningsmannahóp. Allan tímann hefur fjölskyld- an verið í fyrirrúmi á Fylkis- vellinum og stemningin í hverf- inu er engu lík á leikdegi. Ólíkt Án nokkurs vafa besta miðja deildarinnar. Miðjumennimir þrir eru allir góðir spilarar og mun sterkari vamarlega heldur en miðja KR-inga. Þeir Ihafa einfóld hlutverk sóknarlega séð og eiga að senda boltann í svæðin á bak við bakverði andstæðinganna fyrir Sævar Þór og Theódór. Mikið mun mæða á Sverri og Vali Fannari sem þurfa að stoppa spilið sem myndast í kringum Sigurvin og Veigar Pál á miðjunni hjá KR. 'MMfe O Sverrir Sverrisson Sverrir hefur gífurlega mikla reynslu. Hann hefur minni yfirferð en áður en spilar boltanum einfalt og hratt frá sér. Frábær skallamaður bæði í vörn og sókn. Hefur verið þjakaður af meiðslum í sumar sem hefur gert það að verkum að hann er ekki í sínu besta formi. Leikir Mörk Stoös 16 2 3 Spjöld DV-Sport -0 2,94 árinu 2000 þegar liðið tapaði ópinbemm úrslitaleik mótsins fyrir F KR á KR-vellinum fá Fylkismenn tækifæri á að hefna sín núna og það heimavelli. Fylkismenn hafa sýnt og sann- að styrk sinn í sumar. Þeir eru Bk eina liðið sem hélt út á öllum víg- I >1 stöðum, þeir era á toppnum í Um WK Símadeildinni, eru komnir í bik- arúrslitin annað árið í röð og spil- uðu að auki tvo erfiða leiki í Evrópu- keppninni. FVLKIR Upphitun fyrir leik Fylkismenn ætla að hittast í Árseli kl. 11.30 á sunnudaginn. Þar verður andlits- málun og hoppkast- ali auk þess sem hljómsveit mun spila. Á Blásteini verður boðið upp á súpu og brauð en að auki stendur félög- um í Club Orange til boða sUdarveisla í Fylkishöll og hefst hún kl. 12. Skrúð- ganga verður frá Ár- seli kl. 13.20. Valur Fannar Gíslason Valur Fannar er duglegur leikmaður með mikla yfirferð. Ætti sökum stærðar að taka meira til sín í skallaboltum. Á til að vera fullæstur og brjóta mjög klaufalega af sér. Skilar boltanum vel frá sér en reynir stundum full- flóknar leiðir í sendingavali. Leikir Mörk Stoös. Spjöld DV-Sport 16 2 - 0 3,07 o Theódór Óskarsson Theódór er að spila sitt langbesta timabil fyr- ir Fylki. Hann er með mikið sjálfstraust og er duglegur, fljótur og leikinn. Theódór hentar vel í 4-3-3 leikkerfi Fylkis. Hann mætti bæta fyrirgjaf- ir og skot auk þess sem hann þyrfti að styrkja sig líkamlega. Leikir Mörk Stoös. Spjöld DV-Sport 16 3 1 -0 3,20 o Fmnur Kolbeinsson Finnur er einn af betri miðjumönnum í deild- inni. Hann er með mikla yflrferö, skilar boltan- um vel frá sér og er með stórhættulegar auka- spymur og hom. Hættulegur skotmaður við víta- teiginn. Verður betri og betri með hverju árinu sem liður. Leikir Mörk Stoös. Spjöld DV-Sport 15 0 8 -0 3,67 Sævar Þór Gíslason Sævar Þór hefur átt frábært tímabil. Hann er eldfljótur, likamlega sterkur og ótrúlega grimm- ur og fómfús upp við mark andstæðinganna. Hef- ur sýnt það í sumar að hann getur skotið með báðum fótum og hefur náð að hemja skap sitt bet- ur en oft áður. Leikir Mörk Stoös. Spjöld DV-Sport 16 12 1 -0 3,18 Liðið hefur fma breidd en um leið spilar Aðalsteinn Viglundsson ekki á mörgum mönnum. Hann hefur myndað sterkan kjarna leikmanna sem eru með hlutverk sín á tæru. Aðalsteinn hefur ekki breytt mikið áherslum í leik liðsins frá fyrirrennara sínum, Bjarna Jóhannssyni. Starf hans hefur aðallega fólgist í því að halda í það sem var vel gert og undir hans stjórn hafa leikmenn eins og Finnur Kolbeinsson, Sævar Þór Gíslason, Theódór Óskarsson og Kjartan Sturluson aldrei leikið betur. Fylkismenn hafa sannað sig svo um munar sem stórveldi í íslenskri knattspyrnu og Árbæ- ingar geta verið stoltir yfir því að eiga lið sem hefur fest sig í sessi sem topplið. -ósk/ÓÓJ Fljótasta framlína deildarinnar. Gæti skapað vand- ræði fyrir KR-vömina sem er ekki sú hraðasta í deild- inni. Mun væntanlega reyna öllum stundum að setja boltann í svæðin bak við varnamenn KR og treysta á hraðann. Sævar Þór er sjóðandi heitur og Steingrím- ur hefur mikla reynslu af leikjum eins og þessum. Theódór er að spila vel og það mun verða mjög mik- ilvægt fyrir Fylkismenn að þessir þrír komist tljótt inn í leikinn á morgun og láti að sér kveða. Steingrímur Jóhannesson Steingrímur hefur átt við mikil meiðsli að stríða í sumar og er því ekki í sínu besta formi. Hann fljótur, ótrúlega duglegur og alltaf hættu- legur. Hann hefur ekki enn bætt galla sína sem knattspymumanns sem eru léleg boltamóttaka og slakar sendingar. Leikir Mörk Stoös. Spjöld DV-Sport 13 5 2 -0 3,09 © Björn Viðar Ásbjörnsson Bjöm Viðar er að spila sitt fyrsta tímabil í deildiimi. Hann er grimmur og ákveðinn en á það til að fara flóknar leiðir að takmarki sínu. Bjöm á það til að missa móðinn ef hlutimir ganga ekki upp hjá honum en það breytist með meiri reynslu. Leikir Mörk Stoös. Spjöld DV-Sport 16 4 1 -0 3,00 Jón B. Hermannsson Jón er gifurlega duglegur og grimmur miöjumaður sem hefur komið skemmtilega á óvart í sumar. Hann er ekki mjög leikinn með boltann en þekkir styrkleika sinn og spilar yfirleitt einfalt á næsta mann. Sterkur í návígum og tæklingum en vantar hraða. Leikir Mörk Stoös. Spjöid DV-Sport 12 1 2 -0 3,00 : .

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.