Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2002, Page 31

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2002, Page 31
LAUG ARDAGU R l^. SEPTEMBER 2002 HelQorhloö H>"V DV-Sport metur meistaraefnin úr Vesturbænum: Reynslan gæti ráðið úrslitum - og tryggt KR-ingum sinn 23. íslandsmeistaratitil frá upphafi KR-ingar eru í stöðu sem þeir þekkja vel. Framan af tíunda áratug síðustu aldar virt- ust þeir ekki vera í stakk búnir til að takast á við þá pressu sem fylgdi því að að vera við toppinn í lokaumferðunum en í dag hefur þetta sama lið unnið tvo íslands- meistaratitla og hefur öðlast gífurlega reynslu, reynslu sem verður dýrmæt á morgun. ;.,0 Sigursteinn Gíslason Sigursteinn hefur veriö mikið meiddur i sumar og er ekki í sínu besta formi. Hefur misst hraða og á því oft í erfiðleikum vamarlega. Hann er hins vegar mikill karakter og fæddur sigurvegari enda unnið sjö íslandsmeistaratitla á ferlinum. Maður sem þrífst á svona stórleikjum. Leikir Mörk Stoös. Spjöld DV-Sport 4 0 0 --0 3,00 Valþór Halldórsson Fékk það erfiða hlutverk að taka við af Krist- jáni Finnbogasyni í marki KR fyrir stuttu. Hefur staðið sig framar vonum en líður fyrir hæð og styrk. Veikur í úthlaupum og óöruggur með bolt- ann á tánum en hefur sýnt að hann er góður á milli stanganna. Leikir Mörk Stoðs. Spjöld DV-Sport 3 -5 0 - 0 3,67 Odagur í úrslita- leik Fylkis og KR í Símadeild karla - Fylkisvöllur, sunnudagur 14.00 .5 Mikið kemur til með að mæða á bakvörðum KR í leiknum enda treysta Fylkismenn mikið á kantmenn sína í sóknarleiknum. Sigursteinn og Jökull verða að klára Sævar og Theódór ef leik- urinn á að vinnast. KR-vörnin mun væntanlega verjast aftarlega til að gefa ekki svæði á bak við sig enda liggur styrkur hennar á öðrum sviðum en að vera í kapphlaupi við eldfljóta sóknar- menn Fylkis. Jökull Elísarbetarson Jökull hefur vaxið mikið í sumar. Hann átti í erf- iðleikum í byrjun en hefur fengið aukið sjálfstraust eftir því sem leikjunum hefur fjölgað. Hann er fljót- ur og grimmur og skilar boltanum vel frá sér i stuttu spili. A í vandræðum með lengri sendingar auk þess sem hann á það til að missa menn inn fyrir sig. Leikir Mörk Stoðs. Spjöld DV-Sport 16 0 1 -0 3,25 Það hafa verið miklar sveiflur hjá KR-ingum undanfarin þrjú ár. Liðið varð íslandsmeistarari árið 2000, stóð í botnbaráttu í fyrra en í ár hefur liðið risið upp á nýjan leik og hefur ásamt Fylki borið höfuð og herðar yfir önnur lið á landinu. KR-liðið hefur notið þess að hafa fengið til sín ferskan og fjör- mikinn þjáifara, Willum Þór Þórsson, Gunnar Einarsson Gunnar er sterkur og fljótur vamarmaður með mjög góðar sendingar. Hann á það hins vegar til áð staðsetja sig vitlaust og getur brotið ansi klaufalega af sér, sem hefur oft verið KR- ingum dýrkeypt. Hefur ekki mikið sjálfstraust og missir oft móðinn ef iRa gengur. Leikir Mörk Stoðs. Spjöld DV-Sport 15 1 0 -0 3,00 Þormóöur Egilsson Þormóður er hjartað í KR-liðinu. Hann hefur spilað frábærlega í sumar og leitt KR-liðið með glæsibrag. Þormóður er sterkur í návígum, les leikinn vel og stjórnar liðinu eins og hershöfð- ingi. Hann hefur misst hraða en bætir það upp og gott betur með reynslu og skynsemi. Leikir Mörk Stoðs. Spjöld DV-Sport ^16 1 1 -0 3,68 32 stig 9 mörk í plús fyrir timabilið og á hann ekki síst þátt í því að andinn í liðinu er allur annar en hann var í fyrra. Baráttuandinn er kominn í liðið á nýjan leik eftir ládeyðuna í fyrra og Willum sjálfur gefið tóninn með líflegum töktum á hliðarlínunni. KR-ingar hafa yflr að ráða besta leikmannahópnum í Símadeildinni og það hefur gert það að verkum að þeir hafa getað leyst vandamál sem hafa komið upp vegna meiðsla og leikbanna. KR-ingar njóta þess einnig að innan raða liðsins eru margir mjög leikreyndir menn sem hafa verið mjög sigursælir í gegnum tíðina. Það mun fleyta liðinu langt i leiknum á morgun því að reynsla í leikjum á borð við þenn- an er gífurlega dýrmæt. KR-ingar hafa grætt á því að geta einbeitt sér að deildinni. Þeir duttu út úr bikarnum í 16-liða úr- slitum og voru í Evrópukeppninni í sumar og það hefur gert það að verkum að minna álag hefúr verið á liðinu en t.d. Fylkismönnum. Pressan er líka minni á KR því að þeir hafa unnið tvo íslands- meistaratitla á síðustu þremur ár- um öfúgt við Fylkismenn sem eru enn að reyna að landa þeim fyrsta og eru brennimerktir hrakforum síðustu tveggja ára þar sem þeir klikkuðu á lokasprettinum. -ósk/ÓÓJ n Þorsteinn Jónsson Þorstemn er ekki i KR-liðinu vegna frábærra knattspyrnuhæfileika. Hann er baráttuhundur með mikla yfirferð. Þorsteinn er reynslumikill og sterkur í loftinu en á í vandræðum með að skila boltanum al- mennilega frá sér. Hann er enn svolítið villtur og á til að skilja stór svæði opin á miðjunni fyrir vikið. Leikir Mörk Stoös. Spjöld DV-Sport 15 0 0 -0 2,80 i íg Þetta er kannski staðan þar sem KR-ingar gætu lent undir í baráttunni. Sigurvin og Veigar Páli eru fyrst og fremst sóknarmiðjumenn og þurfa því held- ur betur að bretta upp ermarnar og skila góðri arnarvinnu ef KR á að hafa yfirhöndina í miðjuslagnum. Þorsteinn verður að skila boltanum almennilega frá sér og þarf að koma boltanum eins fljótt og auðið er til Sigurvins eða Veigar Páls til að þeir komist inn í leikinn sem fyrst. Sigurvin Ólafsson Sigurvin virðist vera að nálgast sitt gamla form eftir erfið ár þar sem hann var þjakaður af meiðslum. Hefur fundið sig vel í leikskipulagi KR. Hann er með frábæra yfirsýn og sendingar og mjög góður í að hlaupa í opin svæði í vömum andstæðinga KR. Leikir Mörk Stoðs. Spjöld DV-Sport W 10 5 1 -0 3,50 Veigar Páll Gunnarsson Veigar Páll hefur átt frábært sumar. Hann er gíf- urlega duglegur og leikinn með knöttinn. Nýtti fær- in ekki vel framan af móti en hefur skorað upp á síðkastið. Hann er hins vegar ekki nægilega góður skotmaður auk þess sem hann leitar stundum tlók- inpa leiða eins og leikinna manna er oft siður. Leikir Mörk Stoðs. Spjöld DV-Sport 15 5 2 -0 4,00 Arnar Jón Sigurgeirsson Amar Jón ætti að hafa alla burði til að vera fyr- irtaks vængmaður. Hann er fljótur og leikinn en það er eitthvað sem gerir það að verkum að hann hefur ekki náð að slá i gegn. Hann vantar á löngum köflum skap og baráttuvflja tfl að nýta alla þá hæfi- leika sem hann hefur. Verður að bæta fyrirgjafir. Leikir Mörk Stoðs. Spjöld DV-Sport 16 1 2 -0 2,50 Einar Þór Daníelsson Einar Þór hefur ekki verið svipur hjá sjón i ár miðað við undanfarin. Það stenst honum enginn snúning þegar hann er upp á sitt besta en hefur ver- ið þjáður af meiðslum í allt sumar og því ekki sýnt sitt besta. Ótrúlega leikinn og hugmyndarikur leik- maður sem getur unnið leiki upp á sitt einsdæmi. Leikir Mörk Stoðs. Spjöld DV-Sport 13 2 3 -0 3,08 Upphitun hjáKR KR-ingar ætla að hittast í KR-heimil- inu kl. 11.30 á sunnudaginn. Þar verður boðið upp á andlitsmálun fyrir böm og full- orðna, kaffi, kökur og pizzur auk þess sem boðið verður upp á strætóferðir í Árbæinn. Miðar á leikinn eru seldir á bensín- stöð ESSO á Ægi- síðunni fyrir leik- inn. Siguröur Ragnar Eyjólfsson Sigurður Ragnar hefur reynst KR-ingum happa- fengur í sumar. Hann hefur kannski ekki verið að spila manna best úti á veflinum en hann hefúr skor- að mörkin sem skipt hafa máli. Ekki nógu öflugur í loftinu miðað við hæð og mætti vera grimmari í ná- vígum. Góður skotmaður með mikið sjálfstraust. Leikir Mörk Stoðs. Spjöld DV-Sport 15 10 4 -1 3,00 .s <8 Það mun mikið koma til með að mæða á Siguröi Ragnari í þessum leik. Hann þarf að ná að tengjast þeim Sigurvini og Veigari vel strax i byrjun því annars er hætta á að hann verði hálfeinmana í framlínu KR-inga. Sigurður ætti að geta nýtt sér að Þórhallur Dan er slak- ur að dekka menn inni í teig. Það er vonandi fyrir KR- inga að Einar Þór verði heill heflsu því liðinu hefur gengið illa í mikilvægum leikjum þegar hans hefur ekki notið við. Kristinn Hafliöason Kristinn hefur veriö meiddur meira og minna í allt sumar og er ekki í neinu formi. Hann vant- ar tilfinnanlega hraða tfl aö spfla á miðjunni hjá KR og kemst sennilega ekki í form á þessu tíma- bili. Kristinn er þó fjölhæfur leikmaður með mik- inn karkater sem gott er að hafa á bekknum. Leikir Mörk Stoös. Spjöld DV-Sport 9 0 1 - 0 2,25 Guömundur Benediktsson Sú var tíðin að fáir leikmenn á Islandi stóðust Guðmundi Benediktssyni snúning. Það tflheyrir fortíðinni því í dag er Guðmundur langt frá sinu besta. Hann er hálfónýtur í hnjánum eftir margar að- gerðir og hefur misst allan sprengikraft. Hefur góða yfirsýn og það myndast afltaf spfl í kringum hann. Leikir Mörk Stoös. Spjöld DV-Sport 14 0 1 -0 2,50

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.