Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2002, Síða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2002, Síða 33
LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 2002 Helqarblaö 30"V 33 Pluto Nash (Eddie Murphy) er viusæll á skemmtistöðum. Sambíóin - Pluto Nash + Aðalgaur- inn á tunglinu Þegar löngBið er á að 100 millj- óna dollara kvikmynd er sett í dreifingu þá vísar það aðeins á eitt: Myndin er misheppnuð. Þessi vísindi eiga vel við Pluto Nash, sem beið uppi í hillu í ein tvö ár áður en ákveðið var að renna henni með hraði í kvikmyndahús- in og koma henni svo beint á myndbandamarkaðinn. Hvað Eddie Murphy var að hugsa þegar hann tók að sér að leika nætur- klúbbseiganda á tunglinu árið 2087 er erfitt að ímynda sér því hann fær í raun ekkert tækifæri til að sýna hvað í honum býr. Ef hann hefur treyst á að eigin hæfileikar myndu bjarga misheppnuðu hand- riti þá hefur hann misreiknað sig illilega. Hæfileikar Murphys liggja í kjaftinum. Hann getur þegar best lætur fengið jarðarfararræðu til að vera fyndna. Og fyndnustu kvik- myndir hans eru þær þar sem hann kjaftar alla í kútinn. Nú er það ekki svo að hann fái ekki tæki- færi til að segja brandara í Pluto Nash, gallinn er að það er erfitt að ná upp húmor í mynd sem í upp- byggingu er spennumynd, með þungri og mikilli sviðsmynd sem ber oftar en ekki leikarana ofur- liði. Þegar svo Eddie Murphy er í aðalhlutverki þá verða árekstrar sem ekki verða bættir. Titilpersóna myndarinnar er fyrrum fangi sem breytir vonlausri búliu í vinsælasta skemmtistað tunglsins. Þar eins og annars stað- ar þar sem glæpir eru við lýði þá eru til glæpaforingjar sem vilja eignast allt og alla og vinsældir næturklúbbs Pluto er þeim þyrnir í augum. Myndin gengur síðan út á það hvernig litli maðurinn sigrar þann stóra, hvernig hið góða sigr- ar hið illa. Það verður að segjast eins og er að Eddie Murphy er á skjön við allt og alla í myndinni og hefði mynd- inni farnast betur hefði hún ein- göngu verið byggð upp sem spennumynd með ódýrari leikara í aðalhlutverki þó aldrei verði það trúverðugt að búið sé að stofna Litlu Ameriku á tunglinu. Eina stjörnu fær hún fyrir sviðsmynd og tæknibrellur. Leikstjóri: Ron Underwood. Handrit: Neil Cuthbert. Kvikmyndataka: Oliver Wood. Tónlist: John Powell. Aöalhlutverk: Eddie Murphy, Randy Quaid, Rosario Dawson, Jay Mohr, Luiz Guzman og Pam Grier. Hilmar Karlsson ^iðskiptaþátturinn allt það áhugaverðasta í heimi viðskipta í dag - það borgar sig að hlusta Landsbankinn Landsbréf Útvarpi Sögu fm 94.3 Þáttur um viöskipti og efna- hagsmál þar sem blaöamenn Viðskiptablaðsins rýna í það helsta á markaðnum á hverjum virkum degi milli klukkan 17 -18 ÆrmúU 17, fOS Oeyff/a síml: 533 133*4 FaX: 5GB 0499

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.