Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2002, Qupperneq 33

Dagblaðið Vísir - DV - 14.09.2002, Qupperneq 33
LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 2002 Helqarblaö 30"V 33 Pluto Nash (Eddie Murphy) er viusæll á skemmtistöðum. Sambíóin - Pluto Nash + Aðalgaur- inn á tunglinu Þegar löngBið er á að 100 millj- óna dollara kvikmynd er sett í dreifingu þá vísar það aðeins á eitt: Myndin er misheppnuð. Þessi vísindi eiga vel við Pluto Nash, sem beið uppi í hillu í ein tvö ár áður en ákveðið var að renna henni með hraði í kvikmyndahús- in og koma henni svo beint á myndbandamarkaðinn. Hvað Eddie Murphy var að hugsa þegar hann tók að sér að leika nætur- klúbbseiganda á tunglinu árið 2087 er erfitt að ímynda sér því hann fær í raun ekkert tækifæri til að sýna hvað í honum býr. Ef hann hefur treyst á að eigin hæfileikar myndu bjarga misheppnuðu hand- riti þá hefur hann misreiknað sig illilega. Hæfileikar Murphys liggja í kjaftinum. Hann getur þegar best lætur fengið jarðarfararræðu til að vera fyndna. Og fyndnustu kvik- myndir hans eru þær þar sem hann kjaftar alla í kútinn. Nú er það ekki svo að hann fái ekki tæki- færi til að segja brandara í Pluto Nash, gallinn er að það er erfitt að ná upp húmor í mynd sem í upp- byggingu er spennumynd, með þungri og mikilli sviðsmynd sem ber oftar en ekki leikarana ofur- liði. Þegar svo Eddie Murphy er í aðalhlutverki þá verða árekstrar sem ekki verða bættir. Titilpersóna myndarinnar er fyrrum fangi sem breytir vonlausri búliu í vinsælasta skemmtistað tunglsins. Þar eins og annars stað- ar þar sem glæpir eru við lýði þá eru til glæpaforingjar sem vilja eignast allt og alla og vinsældir næturklúbbs Pluto er þeim þyrnir í augum. Myndin gengur síðan út á það hvernig litli maðurinn sigrar þann stóra, hvernig hið góða sigr- ar hið illa. Það verður að segjast eins og er að Eddie Murphy er á skjön við allt og alla í myndinni og hefði mynd- inni farnast betur hefði hún ein- göngu verið byggð upp sem spennumynd með ódýrari leikara í aðalhlutverki þó aldrei verði það trúverðugt að búið sé að stofna Litlu Ameriku á tunglinu. Eina stjörnu fær hún fyrir sviðsmynd og tæknibrellur. Leikstjóri: Ron Underwood. Handrit: Neil Cuthbert. Kvikmyndataka: Oliver Wood. Tónlist: John Powell. Aöalhlutverk: Eddie Murphy, Randy Quaid, Rosario Dawson, Jay Mohr, Luiz Guzman og Pam Grier. Hilmar Karlsson ^iðskiptaþátturinn allt það áhugaverðasta í heimi viðskipta í dag - það borgar sig að hlusta Landsbankinn Landsbréf Útvarpi Sögu fm 94.3 Þáttur um viöskipti og efna- hagsmál þar sem blaöamenn Viðskiptablaðsins rýna í það helsta á markaðnum á hverjum virkum degi milli klukkan 17 -18 ÆrmúU 17, fOS Oeyff/a síml: 533 133*4 FaX: 5GB 0499
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.