Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1965, Side 69
70
juku 120 kg N/ha aminósýruinnihaldið um 20—30% fyrir
flestar aminósýrurnar. Aukningin var minni fyrir aminó-
sýrurnar arginin, 12%, leucin, 16%, og sennilega er aukn-
ingin ekki raunhæf fyrir tyrosin, 4%, og prolin, 7%. Inni-
hald í þurrefni jókst hins vegar meira af -y-aminósmjörsýru
eða um 47% og af asparaginsýru, 61%.
Aminósýruinnihaldið er mun lægra í sýnishornunum frá
Akureyri en í tilsvarandi sýnishornum frá Reykhólum.
Neðst í töflu 1 sést, að hráproteininnihaldið er líka lægra
á Akureyri en á Reykhólum, og hráproteininnihaldið eykst
með vaxandi skömmtum af köfnunarefni.
Summan af þeim aminósýrum, sem efnagreindar voru,
liggur á milli 10,8 og 16,2% af þurrefni (tafla 1, neðst), en
hráproteinið liggur á milli 12,9 og 20,5%. Summan af
aminósýrum er um 73—85% af hráproteininu (tafla 2). í
þeim 15—27%, sem eftir eru, eru m. a. aminósýrurnar cys-
tin og methionin, sem eru um 4% af hráproteininu í er-
lendu heyi eins og frá er greint í töflu 4. Ennfremur eru
ótaldar kjarnasýrurnar og ýmis fleiri sambönd, sem inni-
halda köfnunarefni, eins og t. d. klórófýlsameindin í blað-
grænunni. Auk þess getur magn hráproteins (6,25xN) í
þurrefni verið lítillega of- eða vanmetið. Hráproteinmagnið
er reiknað út frá köfnunarefnisgreiningum og er þá gert
ráð fyrir, að hráproteinið innihaldi 16% N, sem að vísu er
nærri lagi, en ekki örugglega alltaf nákvæmt, t. d. er hugs-
anlegt að nokkur munur sé á köfnunarefnisinnihaldi í hrá-
proteini mismunandi plöntutegunda.
Amiðin, glutamin og asparagin, koma fram sem gluta-
minsýra og asparaginsýra í efnagreiningunum af íslenzka
grasinu og er ekki unnt að greina á milli, hve mikið af þess-
um sýrum hefur raunverulega verið sem aminósýrur í gras-
inu og hve mikill hluti sem amið.
I töflu 2 sést, að samsetning hráproteinsins í Reykhóla-
grasinu breytist lítið, hvað snertir 10 af 16 aminósýrum,
við 40, 80 og 120 kg N/ha. Hlutdeild asparaginsýrunnar
eykst nokkuð við vaxandi köfnunarefnisáburð eða frá 7,6
upp í 10,2% af hráproteininu, þegar köfnunarefnisnotkun-