Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1965, Blaðsíða 69

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1965, Blaðsíða 69
70 juku 120 kg N/ha aminósýruinnihaldið um 20—30% fyrir flestar aminósýrurnar. Aukningin var minni fyrir aminó- sýrurnar arginin, 12%, leucin, 16%, og sennilega er aukn- ingin ekki raunhæf fyrir tyrosin, 4%, og prolin, 7%. Inni- hald í þurrefni jókst hins vegar meira af -y-aminósmjörsýru eða um 47% og af asparaginsýru, 61%. Aminósýruinnihaldið er mun lægra í sýnishornunum frá Akureyri en í tilsvarandi sýnishornum frá Reykhólum. Neðst í töflu 1 sést, að hráproteininnihaldið er líka lægra á Akureyri en á Reykhólum, og hráproteininnihaldið eykst með vaxandi skömmtum af köfnunarefni. Summan af þeim aminósýrum, sem efnagreindar voru, liggur á milli 10,8 og 16,2% af þurrefni (tafla 1, neðst), en hráproteinið liggur á milli 12,9 og 20,5%. Summan af aminósýrum er um 73—85% af hráproteininu (tafla 2). í þeim 15—27%, sem eftir eru, eru m. a. aminósýrurnar cys- tin og methionin, sem eru um 4% af hráproteininu í er- lendu heyi eins og frá er greint í töflu 4. Ennfremur eru ótaldar kjarnasýrurnar og ýmis fleiri sambönd, sem inni- halda köfnunarefni, eins og t. d. klórófýlsameindin í blað- grænunni. Auk þess getur magn hráproteins (6,25xN) í þurrefni verið lítillega of- eða vanmetið. Hráproteinmagnið er reiknað út frá köfnunarefnisgreiningum og er þá gert ráð fyrir, að hráproteinið innihaldi 16% N, sem að vísu er nærri lagi, en ekki örugglega alltaf nákvæmt, t. d. er hugs- anlegt að nokkur munur sé á köfnunarefnisinnihaldi í hrá- proteini mismunandi plöntutegunda. Amiðin, glutamin og asparagin, koma fram sem gluta- minsýra og asparaginsýra í efnagreiningunum af íslenzka grasinu og er ekki unnt að greina á milli, hve mikið af þess- um sýrum hefur raunverulega verið sem aminósýrur í gras- inu og hve mikill hluti sem amið. I töflu 2 sést, að samsetning hráproteinsins í Reykhóla- grasinu breytist lítið, hvað snertir 10 af 16 aminósýrum, við 40, 80 og 120 kg N/ha. Hlutdeild asparaginsýrunnar eykst nokkuð við vaxandi köfnunarefnisáburð eða frá 7,6 upp í 10,2% af hráproteininu, þegar köfnunarefnisnotkun-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.