Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1965, Blaðsíða 14

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1965, Blaðsíða 14
14 Engin þeirra gekk í félagið, en auk þeirra stóð einungis einn bóndi utan félagsins, roskinn maður, Egill Ebenesers- son á Breiðabólstað. Hér hafði því tekizt óvenju giftusamlega. Það er ekki hægt að segja annað en að allir hreppsbúar stæðu einhuga að félagsskapnum. Hér hefir notið við góðrar forustu, enda var Olafur á Sveinsstöðum „fyrir öðrum bændum“, en svo er komizt að orði um hann í íslenzkum Æviskrám. Á 22 jörðum eru alls 28 bú, 24 giftir bændur og 4 konur. Séu húsfreyjurnar taldar með verða húsráðendur alls 52 og er meðalaldur þeirra 41 ár. Víða er margt fólk í heimili, enda er meðal heimilisstærð 10.8 manns. Gjaldskyld lausa- fjárhundruð allra búanna er 415.5 hndr., og verður þá meðal búið tæpl. 14.8 hndr. Þrátt fyrir töluvert hátt meðal- tal er mikið um lítil bú, enda verða 17 þeirra lægri en meðaltalið. Það væri freistandi að gefa frekari upplýsingar um ábú- endurna, en rúmsins vegna verður nú einungis rætt nánar um ábúðartímann. Af bændunum voru fjórir þeirra, sem höfðu haft búskap eða bjuggu síðar á öðrum jörðum í hreppnum: 1. Tómas Jónsson Bjarnastöðum bjó síðar 17 ár í Brekku- koti. Ábúðartími hans því í hreppnum alls 29 ár (1854—83). 2. Björn Jónsson Grundarkoti hafði áður búið á Breiða- bólstað (1860—61) og Miðhúsum (1861—63). Býr því 5 ár í hreppnum. 3. Helgi Helgason Miðhúsum hafði áður búið í Grundar- koti í 13 ár. Býr því 31 ár í hreppnum (1850—81). 4. Jón Ásgeirsson Þingeyrum bjó í 2 ár á Leysingjastöð- um (1871—73). Býr því 15 ár í hreppnum, en ekki samfellt. Af konunum fjórum, sem ráku sjálfstæðan búskap í hreppnum, voru þrjár þeirra ekkjur bænda í Sveinsstaða- hreppi: 1. Björg Jónsdóttir Bjarnastöðum, ekkja Jóns Halldórs- sonar, sem bjó þar í 6 ár á undan henni. 2. Anna María Guðmundsdóttir ekkja Kristins Sveins- sonar, sem þar bjó í 14 ár á undan henni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.