Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1965, Síða 8
8
1853 jarðyrkjuverkfæri frá Danmörku fyrir 68 ríkisdali. Var
það plógur og eitthvað fleira. Atti félagið þessi tæki ekki
nema í tvö ár og seldi þau aftur með afföllum. Starfsemi
Vinafélagsins lá nú niðri.
Fjárkláðafaraldurinn og niðurskurðurinn hafði þau áhrif,
að tengslin milli Svínavatnshrepps og Bólstaðarhlíðarhrepps
slitnuðu, og mynduðu Bólhlíðingar nýtt félag 1863, en á því
ári komst töluverð hreyfing á þessi mál fyrir opinberar að-
gerðir.
Hinn 5. júní 1863 ritaði Pétur Havstein amtmaður öllum
hreppstjórum í Norður- og austuramtinu bréf og skoraði á
þá að gangast fyrir stofnun búnaðarfélaga, hver í sinni sveit.
Skyldu svo félögin kjósa sinn fulltrúann hvert á sýslubúnað-
arfélagsfund. Var hér merkilegt mál á ferðinni, en þó Hún-
vetningum ekki algjört nýmæli, því að nokkrum árum fyrr
fl 854—55) höfðu þessi mál verið til umræðu á sameiginleg-
um félagsfundum jarðabótafélagsins og lestrarfélagsins í
Svínavatns- og Bólstaðarhlíðarhreppum. Um það farast
Jónasi B. Bjarnasyni svo orð í Sögu Búnaðarfélags Svína-
vatnshrepps, bls. 38: „Einnig var á þessum síðast nefndu
fundum rætt um stofnun sveitabúnaðarfélaga og samþykkt
að skora á nærliggjandi sveitarfélög að stofna búnaðarfélag
í hverri sveit, sem svo myndi samband sín á milli. Var fé-
lagsstjórninni falið að senda slíka áskorun til allra hrepp-
stjóra í sýslunni.“ — Samþykkt þessi virðist vera ítarleg út-
færsla á tillögum þeim, sem koma fram í bréfi Norðuramts-
ins frá 15. júlí 1847 um stofnun búnaðarfélags fyrir amtið
með undirdeildum.
Bréf amtmannsins 1863 hefir því ekki komið Húnvetn-
ingum alveg á óvart.
í tilefni af bréfi amtmanns var boðað til almenns fundar
fyrir sýsluna í þinghúsinu í Miðhiisum í Vatnsdal 5. sept.
1863. Fundarstjóri var sýslumaðurinn í Húnavatnssýslu,
Kristján Kristjánsson kammeráð á Geitaskarði, og er líklegt
að hann hafi einnig verið fundarboðandinn. Á fundinum
var samþykkt „að skorað væri á alla hreppstjóra sýslunnar
að halda almenna fundi í hreppunum hið allra fyrsta, sam-