Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1965, Side 74

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1965, Side 74
75 Gildi grasmjölsins er því varla ofmetið, hvað snertir þessar 3 aminósýrur. Tafla 3 gefur til kynna, að grasmjölið innihaldi meira en nóg af langflestum aminósýrunum til þess að fullnægja þörf varphænunnar. Undantekningar eru methionin, cystin og tryptophan, en þá ber að hafa í huga að sennilega inni- heldur íslenzka grasmjölið meira af þessum aminósvrum en tölurnar í töflu 3 sýna. Þörf kjúklinga í vexti fyrir aminósýrur er meiri en þörf fullvaxinna hænsna. Samt sem áður er hæsta innihaldið mælt í grasmjölinu frá Reykhólum (120 kg N/ha) við það að vera nægilegt og fyrir sumar aminósýrur meir en nægi- legt til þess að fullnægja þörf kjúklinga, eins og tafla 3 sýnir. Miðað við hæsta innihaldið í grasmjölinu skortir einkum glycin, tyrosin og arginin, auk þess hinar áætluðu lágmarkstölur fyrir methionin, cystin og tryptophan eru of lágar miðað við þörf kjúklinga. Samanburður á aminósýruþörf grísa og innihaldi gras- mjölsins leiðir í ljós, að helzt skortir tryptophan, methionin og lysin. Af framangreindu er ljóst, að eigi að nota grasmjöl í fóð- urblöndur, sem fullnægi aminósýruþörf kjúklinga eða grísa, þarf að nota í blönduna aðra fóðurtegund, sem er sérlega rík af aminósýrum, reiknað í prósent af þurrefni. Slíkar fóðurtegundir eru síldarmjöl og annað fiskimjöl eins og sjá má af töflu 4. í töflu 4 er samsetning hráproteins í grasmjöli borin saman við samsetningu hráproteins annarra fóðurteg- unda, sem algengar eru í fóðurblöndum. Ennfremur er sýnd samsetning hráproteins í erlendu heyi, sem er svipuð sam- setningu hráproteinsins í íslenzka grasmjölinu, en hrá- proteininnihaldið í prósent af þurrefni er mun minna í þessu erlenda heyi. Hráproteininnihaldið er að jafnaði hátt í íslenzku heyi vegna þess hve snemmslegið það er. Efna- greiningar Búnaðardeildar á sýnishornum frá Tilrauna- stöðvum jarðræktar á árunum 1957—1963 sýna, að við áburðarskammta frá 75—180 kg N/ha, sveiflast hráprotein- prósentan í þurrefni á milli 10 og 20 eftir þroskastigi grass-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.