Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1965, Síða 74
75
Gildi grasmjölsins er því varla ofmetið, hvað snertir þessar
3 aminósýrur.
Tafla 3 gefur til kynna, að grasmjölið innihaldi meira
en nóg af langflestum aminósýrunum til þess að fullnægja
þörf varphænunnar. Undantekningar eru methionin, cystin
og tryptophan, en þá ber að hafa í huga að sennilega inni-
heldur íslenzka grasmjölið meira af þessum aminósvrum
en tölurnar í töflu 3 sýna.
Þörf kjúklinga í vexti fyrir aminósýrur er meiri en þörf
fullvaxinna hænsna. Samt sem áður er hæsta innihaldið
mælt í grasmjölinu frá Reykhólum (120 kg N/ha) við það
að vera nægilegt og fyrir sumar aminósýrur meir en nægi-
legt til þess að fullnægja þörf kjúklinga, eins og tafla 3
sýnir. Miðað við hæsta innihaldið í grasmjölinu skortir
einkum glycin, tyrosin og arginin, auk þess hinar áætluðu
lágmarkstölur fyrir methionin, cystin og tryptophan eru of
lágar miðað við þörf kjúklinga.
Samanburður á aminósýruþörf grísa og innihaldi gras-
mjölsins leiðir í ljós, að helzt skortir tryptophan, methionin
og lysin.
Af framangreindu er ljóst, að eigi að nota grasmjöl í fóð-
urblöndur, sem fullnægi aminósýruþörf kjúklinga eða grísa,
þarf að nota í blönduna aðra fóðurtegund, sem er sérlega
rík af aminósýrum, reiknað í prósent af þurrefni. Slíkar
fóðurtegundir eru síldarmjöl og annað fiskimjöl eins og sjá
má af töflu 4. í töflu 4 er samsetning hráproteins í grasmjöli
borin saman við samsetningu hráproteins annarra fóðurteg-
unda, sem algengar eru í fóðurblöndum. Ennfremur er sýnd
samsetning hráproteins í erlendu heyi, sem er svipuð sam-
setningu hráproteinsins í íslenzka grasmjölinu, en hrá-
proteininnihaldið í prósent af þurrefni er mun minna í
þessu erlenda heyi. Hráproteininnihaldið er að jafnaði
hátt í íslenzku heyi vegna þess hve snemmslegið það er. Efna-
greiningar Búnaðardeildar á sýnishornum frá Tilrauna-
stöðvum jarðræktar á árunum 1957—1963 sýna, að við
áburðarskammta frá 75—180 kg N/ha, sveiflast hráprotein-
prósentan í þurrefni á milli 10 og 20 eftir þroskastigi grass-