Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1965, Blaðsíða 88

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1965, Blaðsíða 88
89 eða 30 kg, skiptir engu máli. Hún fær hámarkið og ekki meira. Af þessu leiðir auðvitað, að hámjólka kýrnar nýt- ast illa, geldast alltof fljótt. Þegar á þetta er bent, er því oft haldið fram með réttu eða röngu, að kýrnar hafi ekki fengizt til að éta meira kjarn- fóður. Má vel vera að svo sé í sumum tilfellum, þótt aðrir bændur með hliðstæða aðstöðu virðist ekki eiga í slíkum erfiðleikum. Ekki verður þess oft vart, að þeir, sem halda þessu fram, hafi leitað margra ráða til þess að fullnægja fóðurþörf kýrinnar, t. d. reynt að breyta fóðurblöndunni, auka kolvetnisfóðrið, gefa melassa eða undanrennu o. s. frv. Sú afsökun, að kýr í hóflegri nyt (20—24 kg) fáist ekki til þess að éta þarfir sínar af kjarnfóðri, er því oft léleg af- sökun, þótt hún sé oft réttmæt þegar um mjög hámjólka kýr er að ræða. 3. Þótt það sé all títt, að kýr séu vanfóðraðar meðan þær eru í hæstri nyt, þá eru þær oft offóðraðar með kjarnfóðri, þegar líða tekur á mjaltaskeiðið. Mér eru ekki fyllilega ljósar orsakir þessa, en ég ætla þó, að þær séu aðallega tvær. Góðar mjólkurkýr, sem eru vanfóðraðar framan af mjólk- urskeiðinu, mjólka oft af sér holdin og verða því tálgaðar og óþriflegar er á líður, og er þá reynt að hressa upp á þær með kjarnfóðurgjöf. Þetta getur verið fyllilega réttmætt. Hitt mun þó algengara, að þegar kýrnar eru farnar að geld- ast svo mikið, að réttmætt væri að draga úr kjarnfóðurgjöf- inni, þá veigrar bóndinn sér við að gera það af ótta við, að kýrnar geldist þá bara ennþá meira og hraðar. Það er því ekki óalgengt, að kýr, sem fær aðeins 4 kg af kjarnfóðri í innistöðu, þegar hún mjólkar 24 kg á dag, fái ennþá 4 kg af kjarnfóðri þegar dagsnytin er komin ofan í 12 kg. Al- gengara er þó, að kjarnfóðrið sé minnkað nokkuð eftir því sem kýrnar geldast, en miklu hægar en nytin lækkar, svo að kýr, sem aðeins mjólka 3—4 kg á dag, fá ennþá 1—2 kg af kjarnfóðri. Hér er oftast um fullkominn misskilning að ræða. Það á að vera alveg ósaknæmt að sníða kjarnfóðurgjöfina eftir mjólkurafköstunum, sé það gert frá upphafi mjólkurskeiðs-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.