Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1965, Qupperneq 102
103
Ólafur, Bjarni Fr., Jóhannes, Jón, Jónas, Ármann, Jón,
Hermóður.
Þá kom fram eftirfarandi tillaga, sem samþykkt var með
samhljóða atkv.:
„Aðalfundur R. N. haldinn á Akureyri 30. okt. 1965,
skorar á Alþingismenn Norðurlandskjördæma að hlutast til
um að tekin verði upp í fjárlög fyrir árið 1966, 250 þús. kr.
fjárveiting til Efnarannsóknarstofu Norðurlands á Akur-
eyri.“
Þá var gefið kaffihlé.
Að loknu kaffihléi, hófst fundur að nýju og haldið áfram
umræðum um þennan dagskrárlið. Enn tóku til máls, Þór-
arinn Haraldsson, Hermóður, Eggert, Helgi, Ólafur.
Eftirfarandi tillaga kom fram og var samþykkt með sam-
hljóða atkvæðum:
„Fundurinn samþykkir að fela stjórn Rf. Norðurlands að
athuga sem bezt fjárþörf Rannsóknarstofu Norðurlands fyr-
ir árið 1966, og gera tillögur til sambandanna um niðurjöfn-
un fyrirsjáanlegs reksturshalla, t. d. í hlutfalli við félaga-
fjölda þeirra, þegar séð verður hvaða undirtektir umsókn
félagsins fær um rekstursstyrk á fjárlögum ríkisins 1966.
Tillögur stjórnarinnar leggist fyrir næstu aðalfundi sam-
bandanna."
6. Önnur mál:
Aðalbjörn Benediktsson ræddi um ræktunarsamböndin í
héruðunum og starfsemi þeirra. Taldi hann nauðsyn á því,
að öll ræktunarsambönd landsins bindust samtökum um sín
hagsmunamál, þó einkum til að hafa sterkari aðstöðu til að
knýja á ríkisstjórn og Alþingi um aukið framlag til kaupa
á hinum ýmsu jarðræktarvélum. Eins og nú er ástatt um
framlög til slíkra kaupa, þá eru þau svo naum eftir því sem
verðlagi er nú háttað, að þau létta mjög lítið undir með
samböndunum að endurnýja sínar jarðræktarvélar.