Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1965, Page 49

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1965, Page 49
49 Ólafslundur. Skammt fyrir sunnan og ofan túnið á Sveinsstöðum blasir við augum vegfaranda laglegur skógarreitur. Ber hann nafn- ið Olafslundur og er kenndur við aðalstofnanda Búnaðar- félags Sveinsstaðahrepps og fyrsta formann þess, Ólaf Jóns- son hreppstjóra á Sveinsstöðum. Reitur þessi varð til upp úr 75 ára afmæli félagsins, en þess var minnzt með veglegu hófi í skólahúsi hreppsins. í afmælishófinu stakk félagsstjórnin upp á því, að veitt yrði nokkurt fé af félagssjóði, annað hvort til skógræktar eða annars þarflegs fyrirtækis, sem gæti orðið til varanlegr- ar minningar um félagið og 75 ára afmælið. Skógræktin varð fyrir valinu. Komu tvö önnur félagssam- tök til hjálpar: Kvenfélagið og ungmennafélagið. Málið var þar með orðið almenningseign. Brmaðarfélagið veitti á að- alfundi 1939 kr. 500.00 framlag í þessu skyni. Kvenfélagið hét svo fylgi sínu á fundi 5. maí 1940, en þá hét það að gefa girðingu, sem félagið átti um sameiginlegan „mat- jurtagarð, sem félagskonur höfðu ákveðið að leggja niður“. Síðar bauðst ungmennafélagið til að kosta uppsetningu girð- ingarinnar að öllu gegn íhlutunarrétti um hvar reiturinn yrði reistur og gaf auk þess síðar eina vírrúllu til girðingar- innar. Efnt var til almennra samskota í hreppnum og safn- aðist 165 krónur. Fjárhagsleg hlið málsins var því tryggð. Formaður félagsins, Jón Kr. Jónsson á Másstöðum, fékk skógræktarstjóra, Hákon Bjarnason, til þess að gera tillög- ur um staðarval. Að lokinni athugun benti skógræktarstjóri „á tvo staði, er honum þótti líklegastir til skóggræðslu, ann- ar staðurinn var sunnan vert við Brúnkolluhól, rétt sunnan og ofan við túnið á Sveinsstöðum, hinn staðurinn var sunn- an við Þrístapa". Félögin þrjú kusu svo sinn manninn hvert í framkvæmd- arnefnd. Skyldi hún hafa á hendi allan undirbúning vænt- anlegs trjáreits, velja staðinn og fá leyfi fyrir honum. Nefnd- in var þannig skipuð: Frá Búnaðarfélagi Sveinsstaðahrepps: Jón Kr. Jónsson, Másstöðum. 4
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.