Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1969, Side 1
Nokkur orð um Ársritið, form þess og efni
Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands er eitt af elztu bún-
aðarritum þessa lands. Útgáfa þess hófst fyrir 65 árum um
leið og Ræktunarfélagið tók til starfa. í fyrstu er efnið eink-
anlega um starfsemi Ræktunarfélagsins bera enda tveir
fyrstu árgangarnir heitið Ársskýrsla Ræktunarfélags Norð-
urlands. En með þriðja árgangi er nafninu breytt og heitir
ritið þá Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands eins og það
heitir enn í dag. Þá kemur í ritinu heil röð af ritgerðum
um ýmis vandamál á sviði ræktunar og þannig hefur Árs-
ritið ætíð síðan birt tjölda af greinum, um mismunandi efni
auk skýrslna um starf Ræktunarfélagsins á hverjum tíma.
Eftir að ríkið tók við rekstri tilraunastöðvarinnar í Gróðr
arstöðinni og verkefni Ræktunarfélags Norðurlands urðu
um stund fá önnur en útgáfa Ársritsins, var ritið aukið og
ytra útliti þess breytt. Á árunum 1952—1960 er Skógræktar-
félag Eyjafjarðar meðútgefandi. Voru á þesstt tímabili gefin
út þrjú hefti á ári. Síðan 1960 hefur Ræktunarfélagið aftur
verið eitt um útgáfuna og komið út eitt hefti árlega, venju-
lega að stærð 6—8 arkir.
Frá upphafi hefur brot Ársritsins verið það saraa, Veit ég
ekki hvað hefur ráðið þeirri stærð í öndverðu, en síðan
hefur ritið verið mjög fastheldið á breidd sína og lengd. Til
tals hefur komið að stækka brotið og liggur til þess sú meg-
in ástæða, að í ögn stærra broti væri mun þægilegra að birta
fræðigreinar þar sem með fylgja myndir og línurit. Á móti
stækkun mæla þau rök, að þeir, sem ritinu safna og binda
fleiri árganga saman, gætu lent í vandkvæðum, ef brotinu
yrði allt í einu breytt. Er því ákveðið að halda enn um hríð
í hið forna form. Ytra útlit hefur nú um sinn verið það
sama eða frá því 1952. Fyrir þann tíma má segja að ekki