Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1969, Blaðsíða 7
9
1. mynd. Arssveifla sólgeislunar i Reykjavik, júli 1957 — des. 1960, í
kalórium á cm2 á sólarhring.
þess ekki að vænta, að sjá megi áþreifanleg dæmi um jarð-
geislunina, enda yfirgnæfir sólgeislunin hana þá gersamlega.
Að næturlagi verða áhrif hennar jafnvel ekki greind, nema
léttskýjað sé. Sé skýjað kemst engin geislun frá yfirborði
jarðar, en yfirborð skýja tekur þá að sér það ldutverk að
senda geislun út í geiminn. Sé hins vegar léttskýjað eða heið-
ríkt kemst geislun óáreitt frá yfirborðinu, og kemur það
þá fram í mikilli kólnun þess, kólnun, sem síðan dreifist
upp í loftið í neðsta laginu og niður í jarðveginn.
Mörgum kann að þykja skrýtið, að jörðin (og lofthjúp-
urinn) skuli á þennan hátt geta borgað að fullu fyrir þá
sólarorku, sem berst, en þess ber þá að gæta, að vegna skýja
og raka í loftinu nýtist ekki nema hluti hennar. Þetta
má sjá af 1. mynd(l), þar sem sýnd er geislun frá sól og
himni í Reykjavík bæði við heiðskíran himin (G0) og við
eðlilegt skýjafar (G). Stærsti hluti þeirrar geislunar, sem
ekki kemst alla leið til yfirborðs (um 42% að meðaltali í
Reykjavík) endurvarpast frá skýjum. Línuritið fyrir G/G0
sýnir einmitt í hundraðshlutum, hversu stór hluti geislunar-
innar nær til jarðar. Rétt er að benda á, að geislun í júní
(sjá línurit fyrir G) var óeðlilega lítil það tímabil, sem línu-
ritið nær til, og má rekja það til óhagstæðrar veðráttu.