Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1969, Side 8
10
Geisla-
IJAGUR
Varmaflutn. Uppgufunar-
j öfnuður r x f lofti * 1 *varmi
-^7777777777777^ Varmaflutn.
Geislajofn.
NÓTT
Varmaflt: tn. Uppgufunar-
í lofti varmi
r V
’rn'rr.
//////77'
Varmaflutn.
jörðu
1ZTT7T
Varm
' í .1 ö
2. mynd.
Segja má, að geislun sé mikilvægasti þátturinn í orku-
búskap jarðar og lofthjúps, en aðrir þættir skipta þó einnig
miklu máli. Ekki er unnt að gera orkuskiptum fullgóð skil
hér, en til skýringar eru sýnd lauslega á 2. mynd þau orku-
skipti, sem eiga sér stað við yfirborð jarðar að degi og nóttu
(2), og verður að undirstrika mikilvægi yfirborðs jarðar í
þessu sambandi, því að þar mætast allir orkustraumar. Að
degi til er geislajöfnuður jákvæður, eins og sjá má, en aðrir
orkustraumar leita frá yfirborði. Að næturlagi snýst þetta
við, því að þá nýtur ekki sólar, en yfirborðið tapar orku
við útgeislun. Uppgufun krefst varma, og af þeim sökum
tapast orka að degi til, en vinnst aftur að næturlagi vegna
þéttunar raka eða dciggmyndunar. Varmaflutningur í lofti
og jörðu er í átt frá yfirborði á daginn, þar eð upphitun
yfirborðsins vegna sólgeislunar dreifist bæði upp og niður.
Að næturlagi snýst þetta einnig við, því að þá kólnar yfir-