Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1969, Síða 9
11
borðið mest, og leitast þá loft og jörð við að vinna gegn
kólnuninni með því að beina varma í átt til þess.
b. Hitafar i lofti neest jörðu. Frosthœtta.
A grundvelli þess, sem þegar hefur verið sagt um geislun
og orku, getum við nú athugað nánar hitafar í lofti næst
jiirðu:
Hæð Hæð
Að meðaltali lækkar hiti með hæð í lofthjúpnum um
0.65°C/100 m. Að degi til, þegar yfirborð jarðar móttekur
geislun frá sól hitnar það smám saman og þessi upphitun
dreifist upp í lægstu loftlög. Um miðjan dag verður því
langhlýjast við yfirborðið, en hiti lækkar síðan ört með hæð
(3. mynd).
Að næturlagi nýtur yfirborðið ekki lengur sólgeislunar,
en sé heiðríkt eða léttskýjað tekur við útgeislun frá jörð.
Þetta veldur því, að yfirborðið smá kólnar, er líður á nótt-
ina, og skömmu fyrir sólarupprás má reikna með, að mynd-
azt hafi hitahvarf (inversion) við jörð, en svo er það lag
kallað, þar sem hiti eykst með hæð frá yfirborði. Hærra
uppi lækkar svo hiti með hæð á venjulegan hátt.
Af þessu má nú draga þá ályktun, að hitabreytingar, þ. e.
dagleg hitasveifla, sé stærst við yfirborð og minnki upp á