Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1969, Side 10
12
við og reyndar líka niður á við í jarðveginum. Þetta sést
vel á 4. mynd (3). Hitasveiíla er þar sýnd fyrir 20 cm hæð
og 2 m hæð, og einnig á 5 cm dýpt fyrir alla mánuði ársins
1967 að Sóllandi. Rétt er að benda sérstaklega á, að hita-
sveiflan í 5 cm dýpt er þegar orðin minni en í 2 m hæð í
lofti, og sýnir það, að dagleg hitasveifla minnkar margfalt
hraðar í jarðvegi en í lofti, þegar fjær dregur yfirborði.
Gott dæmi um hitafar á heiðríkum degi má sjá á 3. mynd,
en hún sýnir lágmarkshita nætur og hámarkshita dagsins í
neðstu tveim metrum lofthjúpsins 6. júlí 1968 að Sóllandi.
Næturfrost var næst jörðu þessa nótt, þótt í júlí væri.
Að vetrarlagi verða frost oft við það, að loft það, sem
berst til landsins hefur hitastig undir frostmarki. Á sumrin
eru slík frost mjög fátíð, en nœturfrost vegna útgeislunar
og myndunar hitahvarfa við jörð alltíð, og er auðvitað mest
hætta á þeim nálægt jörð. Af því, sem áður var sagt er næt-
urfrosta helzt að vænta í heiðríku eða léttskýjuðu veðri og
síðar munum við einnig sjá, að hœgviðri eykur einnig lík-
urnar á frosti. í þessu spjalli er ekki unnt að ræða ítarlega
varnir gegn næturfrostum, en ég vil samt lauslega nefna