Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1969, Blaðsíða 15
ÁRNI G. EYLANDS:
Eftirmæli um Skerpipló^inn
Lokarabb um ræktunarmálin.
íslenzk mold. —
I bókinni Landið okkar, eftir Pálma Hannesson rektor,
sem kom út árið 1957, að honum látnum, er þáttur sem
nefnist íslenzk mold. Þar segir Pálmi á einum stað:
„Hin íslenzka mold er frjósöm. Steinefni á landi voru
eru auðleyst og grotna greiðlega. Aftur fer rotnunin víða
hægt, einkum fyrir þá sök, að loftleiðsla er ónóg í jarðveg-
inum. En úr því er auðvelt að bæta með því að vinna jörð-
ina, ræsa hana fram og plægja hana.“
Vel sagðist Pálma þar sem oftar.
Mikið hefir verið ræst fram síðustu 25 árin og Pálmi
lifði það, að sjá því verki miða vel áleiðis, þótt víða skorti
nokkuð á, að nógu vel væri ræst til góðrar túnræktar, og
svo er sums staðar enn. A hinu hefir orðið meiri bið að
plægja jörðina svo, að loft fái greiðan aðgang að jarðvegin-
um og um hann.
Ekki mun ég gera tilraun að rekja sögu plógsins á landi
hér, hún er ekki beysin.
Þó var plæging með hestum merkilegur þáttur í við-
reisnar-viðleitninni um aldamótin síðustu og á fyrstu tug-
um þessarar aldar. Þar gætir mjög plógsmíða Torfa í Ólafs-
dal og lærisveina hans. Síðar koma svo Akureyrar-plógarnir
og loks verulegur innflutningur norskra plóga, á árunum
1927—1946, nær 1400 plógar. Flestir voru norsku plógarnir
2