Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1969, Blaðsíða 17

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1969, Blaðsíða 17
10 litlir hestplógar, en nokkrir tugir stærri plóga, ætlaðir trakt- orum til dráttar. Laust fyrir 1930 er farið að plægja land til nýræktar með traktorum, og notaðir við það norskir brotplógar frá Kyllingstad, gerðir sem hestplógar, þannig að maður gekk á eftir plógnum og stýrði honum. Þetta þótti allgóð tækni, á þeim árum. Með plógum þessum, sem voru með 20 þuml. skera, voru plægðir álnar breiðir strengir og vel það, og þykkir að sama skapi. Hér var því um að ræða alldjúpa plægingu, þótt ekki gæti það kallazt „djúpplæging", eftir þeim skilningi sem nú er venjulega lagður í það orð. Þótt einstaka maður andmælti þessum vinnubrögðum, eða fremur jarðvinnslu með traktorum yfirleitt, og nefndi traktorana jafnvel „landaféndur“, er þess gott að minnast, að aldrei heyrði ég á þeim árum ráðamenn í jarðrækt, vís- indamenn né aðra, minnast á, að óheppilegt væri að plægja svona djúpt og stórt. Enginn orðaði það, að slíkt gæti valdið kali, eða annarri ógæfu. Svo koma fyrstu jarðýturnar 1943, fyrsta plógherfið 1951 og loks fyrsti Skerpiplógurinn 1953. Var hann fyrst borinn í jörð, hinn 14. ágúst það ár, í Ölvesi í Árnessýslu, réttum 10 árum eftir að vinna hófst með fyrstu jarðýtunni, í Garða- flóa við Akranes. Er Skerpiplógurinn var fluttur inn og tekinn í notkun byggðist það á töluverðri bjartsýni á, að bændur væru þá á framsóknarleið í nýræktarmálum. Að framundan væri aukin og bætt jarðvinnsla, með forræktun og að minnsta kosti tvíplægingu hverrar ræktunarspildu, þar sem saman gæti farið frumvinnsla með Skerpiplóg æði víða, og með plógherfi við aðrar aðstæður, og svo við síðari vinnslu plæging með hentugum akurplógum. Víst hefði mátt ætla, að vel rættist úr um vinnubrögð við að brjóta land og forrækta til túna, þegar til viðbótar við ýtuverkfærin, plógherfin og Skerpiplóginn, komu hjóla- traktorar til heimilisþarfa, með vökvalyftu og þrítengi-bún- aði, sem leyfa not lyftitengdra akurplóga, tvískera og þrí-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.