Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1969, Blaðsíða 19
21
háttu, hún verður þar utan gátta. — Og nú dæma ráðamenn
um jarðrækt Skerpiplóginn úr leik, og eru óvenjulega sam-
mála um það, bæði í Bændahölhuni og í Keldnaholti.
Allt væri þetta þolanlegt, ef ekki færi um leið svo illu
fram, að notkun hinna ágætu lyftutengdu akurplóga kemst
heldur ekki í gagnið svo neinu nemi, við að ganga frá ný-
ræktarlandi undir sáningu. Svo langt erum við enn frá því,
að plógöld sé upprunnin í íslenzkri túnrækt. — Árin 1966
og ’67 voru fluttir inn 9 traktorplógar, en 1967 eru innflutt-
ir traktorplógar 14. — Er ef til vill að rofa til?
Við þessar forsendur á ég nú að mæla eftir Skerpiplóginn,
15 árum eftir að hann var fyrst tekinn í notkun hér á landi.
Eg bið lesendur þessarar greinar að athuga, að hún
verður ekki lesin með fullum skilningi, nema þeir hafi áður
lesið greinar mínar tvær: Tilraunir d villigötum, í Ársriti
Rf. Nl. 1967, og Kalinu boðið heim, í Ársritinu 1968.
Þessar Jrrjár greinar ber, að verulegu leyti að skoða sem
eina heild, þar eð þær eru að nokkru framhald hver af
annarri. En þar eð ár hafa liðið á milli birtingar greinanna,
hefi ég orðið að grípa til endurtekninga hér og þar, í mál-
flutningi mínum. Bið ég velvirðingar á því, en vona að
það megi ef til vill færast undir hið forna máltæki, að
sjaldan sé góð vísa of oft kveðin.
Stóridómur. —
Þrír búvísindamenn hafa látið frá sér heyra um Skerpi-
plóginn nú nýlega og plægingu með honum, sem ég til
hægðarauka nefni Skerpiplægingu. Mér skilst, að þeir dæmi
þau vinnubrögð miskunnarlaust úr leik, en með rökum
sem ég þó get ekki fallizt á að séu óskeikul. Skal hér vikið
að þessu nokkuð, þótt rúmið leyfi ekki mikla umræðu.
Um leið verður að víkja að ýmsu sem nú virðist framundan
í ræktunarmálum. Ber það til, að sennilega hefi ég mest til
matarins unnið, að mæla eftir Skerpiplóginn „dauðan“ og
íordæmdan.