Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1969, Side 22
I
24
og öllu verra, að tilraunin öll er með því sniði, að ekkert
— bókstaflega ekkert — er á henni að græða eða byggja. Hún
sker á engan hátt úr um það hvort djúpplæging mýrlendis
með Skerpiplóg, er vænleg til bóta við frumræktun mýr-
lendis eður eigi, en gagnvart bændum er tilraunin líkleg
til að færa þeim heim sanninn, að Skerpiplæging sé óþarfur
tilkostnaður og umsvif.
Skerpiplœgingin og kalið. —
Fyrst er að víkja að þeirri kenningu doktors Bjarna og
Jónasar Péturssonar, sem vel má kalla kenningu Rann-
sóknarstofnunar landbúnaðarins, að kalið „fylgi eftir djúp-
plægðum mýrum“ og standi þannig í orsakasambandi við
notkun Skerpiplógsins. Allt er það lítið greinagott, sem
þessir menn segja um þá hluti. Þeir gera enga grein fyrir
því hvernig Skerpiplógurinn hafi verið notaður þar eystra.
Var frumplægingu með honum fylgt eftir með grænfóður-
forræktun eitt ár og venjulegri traktorplægingu næsta ár,
svo ekki sé hærra hugsað? Var nokkurs staðar þannig að
unnið að plægja mýri með Skerpiplóg og láta plægjuna
liggja í strengjum eitt til tvö ár, unz frekar var að unnið?
Eða var j>arna látið ncegja að vinna landið aðeins einu•
sinni, á pann hátt sem vitað er, að því miður hefir verið.
algengast við notkun — misnotkun — Skerpiplógsins? Það
er: Plæging með Skerpiplóg, herfing og/eða tæting, tii-
búinn áburður, sáning grasfræs, ræktun lokið. En slíkt
kalla ég harkarœktun af verstu gerð.
Þar eð þeir Jónas og Bjarni upplýsa ekkert um þessa
hluti, vérða tilgátur þeirra um orsakasamband á milii
Skerpiplægingar og kals að teljast léttvægar, svo ekki sé
meira sagt. Vel má vera að óskynsamleg og ili ræktun hafi
orðið einn orsakavaldur kalsins mikla eystra, og að hörmu-
leg misnotkun Skerpiplógsins sé atriði í því máli, en slíkt
sannar ekkert um nothæfi eða ónothæfi Skerpiplógs og
djúpplægingar við ræktun mýra á Fljótsdalshéraði. Frásagn-
ir þeirra félaga, tveggja ráðamanna í Rannsóknarstofnun