Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1969, Side 24
26
jarðvegur, að mat þeirra, sem að ræktuninni standa, á eðli
og gerð landsins, sem plægt er, hafi mistekizt stórlega.
Fróðleg sönnun þess, hve víða má plægja mýrar til mik-
illar dýptar, án þess að hætta sé á að upp komi „dauður“
jarðvegur og gróðri skaðlegur, er ný staðreynd sem fram
hefir komið hin síðari ár. Nokkuð fúin mýramold úr skurð-
ruðningum, er nú notuð í miklum mæli sem jarðvegur og
gróðurmold í gróðurhúsum, og gefur góða raun. Til hins
sama bendir sú staðreynd, að sums staðar á Suðurlandi
rækta bændur kartöflur í skurðruðningum, sem ekki hafa
verið færðir út og dreift að fullu, og gefst það vel.
Að láta landið liggja. —
Jónas, form. stjórnar Rannsóknarstofnunar landbúnaðar-
ins er ekki einn á báti með hugleiðingar sínar um nauðsyn
þess að láta hinar ræstu mýrar liggja vel og lengi og bíða
ræktunar, unz þær hafa skipt um gróður, þótt hann dýfi
manna dýpst í árinni um þetta, er hann gerir ráð fyrir
jafnvel 20—30 ára bið. Jónas ráðunautur tekur í sama
strenginn þótt minna sé. í Handbók bænda 1968 segir hann,
bls. 154 og 161:
„Mýrlendi ætti ekki að brjóta fyrr en komin er í þær
nokkur grasskipti, fyrr er heldur ekki séð hvernig fram-
ræslan hefur tekizt.“
Ennfremur segir hann:
„Helzt verða að líða 4—6 ár frá því að mýrlendi er tekið
til þurrkunar og þar til að sáð er í landið. Landið þarf
tíma til að þorna, síga og fúna nokkuð í flagi, áður en geng-
ið er frá því.“
Og enn segir hann:
„Það er ætíð til bóta, ef þess er kostur, að láta líða all-
langan tíma (1— 3 ár) frá því að landið er frumunnið og
þangað til gengið er frá því til sáningar."
Árið 1927 skrifa ég: „Hinar hallalausu og blautustu star-
armýrar — stararflóarnir — koma lítt til greina sem tún-
ræktarland.“ (Ræktun, bls. 42). F.n þess er að minnast, að