Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1969, Blaðsíða 36
38
tölunni, þegar sáðtúnið er orðið þar um bil fjögurra ára
eða eldra, ber margt til þess, en það er annað mál og önnur
fræði.
Hvað er það þá sem hefir gerzt norður þar? Þar virðist
hafa skeð hvorki meira né rninna en það, að það hafa orðið
endaskipti á einu meginatriði allrar ræktunar sáðgresis í
túnum.
Fræðimenn hafa sett fram kenningar um þetta: Ein er
sú, að hér séu einhver líffræðileg og/eða lífeðlisfræði-
leg lögmál að verki, þannig að sáðjurtirnar þoli verr
kalveðráttu og tíðarfar á öðru og þriðja og jafnvel fjórða
aldursári, heldur en á fyrsta ári. Ekki er ég þess umkominn
að afsanna þetta, en heldur virðist ósennilegt að þessu sé
þannig farið, í miklum mæli, og að þetta skuli ekki hafa
komið fram og vera að finna í Norðurlandaritum um gras-
rækt, en eigi er vitað, að svo sé.
En gerum nú ráð fyrir að þessi tilgáta reynist rétt, alltaf
geta ný sannindi komið fram, við vísindalegar rannsóknir.
Ber þá samt ekki allt að sama brunni, um að illa sé í pottinn
búið og allt of lítið gert, að því að vanda svo til ræktunar-
innar, að sáðgresið gcti þolað kalveðráttu og áföll meir og
lengur én hið fyista aldursár sáðgresisins? Oskynsamlegt
virðist með öllu að halda, að skilyrðin og kjörin, sem sáð-
gresinu eru búin og boðin skipti engu um lífsþol þess og
þrif í túnunum. En því er nú miður, að yfirleitt er staðið
þann veg að ræktuninni, eins og allt slíkt skipti litlu eða
engu máli. — Og hvað um gömlu túnin, þar sem innlendur
gróður hefir yfirhöndina? Ætti ekki að vera hægt, með skyn-
samlegum hdttum, að húa svo að peim, að þau standist
kal á við fy.rsta drs sdðsléttur? Já; hvers vegna kól ekki tún-
ið á Sauðanesi vorið 1968, þegar mest var um kal þar í
hreppi? Það hefir ekki, að ég hygg, verið pínt með ofnotkun
tilbúins áburðar hin síðari ár. Líklega sanni nær að segja,
að heldur minna en hóflega vel hafi verið við það tún gert,
um áburð, árum saman. En þetta er gamalrcektað tún, í
eina tið rœktað til frjósemdar. Ætli það sé ekki sú stað-
reynd, sem hefir riðið baggamuninn í Sauðanesi vorið 1968?