Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1969, Qupperneq 42
44
1. ár. Frumplæging á landinu, grófherfað. í einstöknm til-
fellum plógstrengir látnir óhreyfðir til næsta árs.
2. ár. Landið herfað og jafnað. Hafi verið aðstaða hjá ný-
byggjendum til að nýta grænfóður, var sáð höfrum
í landið. Annars landið látið liggja eftir jöfnun til
næsta árs.
3. ár. Þá er landið herfað, oftast með plógherfi, og endur-
herfað með venjulegu disklierfi. Sléttað með flag-
heflum og grasfræi sáð, fræið felit niður og landið
valtað.
Hin fyrstu ár var við annars árs vinnslu notuð grunn-
plæging með þrískornum plóg, en sú aðferð að mestu lögð
niður nú.
Landnám ríkisins hefur ekki haft aðstöðu til að nota bú-
fjáráburð við ræktun landsins, meðan á ræktun hefur staðið.
Til þess að gera sér grein fyrir, hvar hentar að hafa djúp-
plægingu, verður að gera athugun á jarðvegsástandinu.
Þegar samfelld leirlög eru í vinnsludýpt, hentar ekki að
fá þéttan leir upp á yfirborðið.
Hins vegar getur verið freistandi í reiðingsmýrum að
viðhafa hæfilega djúpplægingu, sem þó er hægt að komast
hjá að nota, ef landið er haft opið í tvö ár eftir frumvinnslu.
Landnám ríkisins áformar ekki að leggja niður notkun
Skerpiplógs, en það veltur mjög á þeim manni, sem jarð-
vinnsluna framkvæmir, að hann hagi vinnsludýpt eftir því,
sem við á á hverjum stað.
F.g tel ekki, að kalskemmdir standi í neinu sambandi
við notkun Skerpiplægingar sérstaklega. Landnám ríkisins
hefur orðið fyrir kalskemmdum á ræktun víðs vegar um
land hin síðustu ár, en það er á engan hátt hægt að kenna
þar um vinnsluaðferðum þessi síðustu kalár. Hinar fjöl-
nn'irgu orsakir kalsins eru ekki nema að litlu leyti rann-
sakaðar og skýrðar, og eiga að einum þræði rót sína að
rekja til meðferðar þeirrar, sem hið ræktaða land verður
fyrir við notkunina. Það er mikið álag að gera þá kröfu
til ræktunar, að túnin þoli að vera tvíslegin og ofan á það
beitt aðra tíma árs, bæði haust og vor.