Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1969, Side 45
47
stundum af heldur skornum skammti, hjá leiðbeininga-
þjónustunni, þótt hin bókfræðilega kunnátta sé í góðu lagi.
Þess vegna verður það alvarlegt mál, þegar slíkar leiðbein-
ingar sem þessar, um „tvískera brotplóga" eru birtar bænd-
um í helzta leiðbeiningaritinu, sem þeir eiga völ á, Hand-
bók bænda.
Eigi að síður er hægt að afsaka misskilning og æði tak-
markaða þekkingu leiðbeiningamanna á þessu sviði, ef
haft er í huga hið furðulega, að nú um allmörg ár, sem
tilraunir með búvélar og verktækni hafa verið stundaðar
á Hvanneyri, við góðan orðstír, hefir ekki, það ég til man
i skýrslum, verið reynt þar eitt einasta jarðvinnsluverkfæri
annað en jarðtætarar, enginn plógnr, ekkert herfi. Þetta
talar sínu óhuggulega máli, um hvar við erum staddir í
jarðvinnslu og jarðrækt, því að margt nýtt hefir komið fram
á þessu sviði erlendis hin síðari ár.
Að brjóta land til ræktunar með tvískera eða þrískera
akurplógum kemur að mínu áliti lítt eða ekki til greina,
það „á svo óvíða við“, eins og ráðunauturinn segir um
Skerpiplóginn. Það er því aðeins tiltækilegt, að landið sé
nær alveg slétt, grundir, bakkar eða sandar og því líkt land.
Ef landið er þýft, þótt ekki sé nema smáþýfi, er brotplæg-
ing með fleirskera akurplóg engin vinnubrögð, þá er langt-
um betra að brjóta landið með plógherfi, eins og ráðunaut-
urinn bendir líka á, að algengt sé.
Vert er að vekja athygli á frásögn landnámsstjóra um
mismunandi djúpa plægingu með Skerpiplóg og að afköstin
geta samsvarað plægingu með þrískera akurplóg.
Er landnámsstjóri segist vera að mestu hættur að plægja
við annars (eða þriðja) árs vinnslu, en nota í þess stað ein-
göngu plógherfi og venjuleg diskaherfi, er það eðlileg af-
leiðing þess, að hjá Landnáminu er mjög lítið um ræktun
grænfóðurs, og ill nauðsyn að rækta án búfjáráburðar.
Kenning mín að plœgja mykjuna niður í flagið, árið sem
ræktun landsins er lokið með grassáningu, stangast því á
engan hátt við reynsluna hjá Landnáminu. En mest er um
vert að reynsla Landnámsins, landnámsstjóra og starfs-