Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1969, Síða 49
51
Stundum var lítið í efni, en hæst hefi ég reitt til höggs
með Skerpiplógnum.
Nú er víst mál að linni — klifi mínu — enda senn sjálf-
gert. Virðist mér fara vel á því, að þessi „eftirmæli um
Skerpiplóginn" verði lokaþátturinn.
Andstaða ráðamanna gegn Skerpiplógnum er í raun og
veru ekkert meginatriði, ef eigi væri svo, að hún er grein
af þeim mikla meiði þeirrar vantrúar og þess tómlætis, um
góða ræktunarháttu og fullkomna í túnræktinni, sem nú
breiðir lim sitt svo víða. Hann stendur því miður sterkum
rótum í úreltri ræktunarlöggjöf og þrífst við lélega stjórn
ræktunarmála og skort á skilningi á því sem gera þarf og
gera verður, ef landbúnaðurinn á að halda hlut sínum í
þjóðfélaginu.
Þetta er meira en dapurt þegar þess er gætt, að þær um-
bætur sem gera þarf gætu sparað bændum kaup á tilbúnum
áburði svo að það næmi tugmiljónum króna ár hvert.
Sömuleiðis gætu þær umbætur aukið og bœtt svo töðufallið
af túnunum, að það sparaði bændum tugmiljónir, í minni
kaupum á fóðurbæti. Loks gæti þetta sparað ríkinu miljón-
ir króna árlega.
Þörf breyttrar stefnu og raunhæfra umbóta sést bezt ef
það er hugleitt, að mikið af nýræktum bænda eru lakar
ræktaðar — eru lélegri ræktun — heldur en beðaslétturnar
gömlu voru þegar bezt var, þegar svo vel var borið undir
þökurnar, að það var lífræn forðabót til fleiri ára. Þetta er
ekki sagt út í bláinn, það er kaldur og augljós sannleikur.
Af þessu súpa bændur nú seyðið í öllum árum, en ekki bara
kalárum. — Þeir þurfa að læra að rækta „lifandi tún“ í
stað „dauðra“ harkaræktaðra túna, sem nú er búið við svo
alltof víða.
En til þess að svo megi verða þarf sem sagt, að gjörbreyta
stefnunni í ræktunarmálum og löggjöf um þau, svo að í
stað síaukinnar víðáttu lélegra nýrækta geti komið, með
eðlilegum hætti, miklar umbætur á því ræktaða landi, sem
bændur búa nú við, og alger endurræktun þess mjög víða,
til frjósemdar og töðubóta,