Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1969, Blaðsíða 51
GRÉTAR UNNSTEINSSON:
• •
Garðyrkjuskóli ríkisins á Reykjum í Olfusi
— Þrjátíu ára —
Reykir i Ölfusi.
I Landnámabók segir m. a. frá því, að Ormur hinn gamli
hafi verið einn þeirra, er byggði í landnámi Ingólfs Arnar-
sonar. „Ormur nam land fyrir austan Varmá til Þverár og
um Ingólfsfell allt og bjó í Hvammi."
Ekki er vitað, hver fyrstur bjó á Reykum, en sú tilgáta
hefur komið fram, að það hafi verið Karli, þræll Ingólfs
Arnarsonar. Hans sonur mun hafa verið Kröggólfur, er bjó
á Kröggólfsstöðum í Olfusi.
Um aldir fara litlar sögur af Reykjum, og hafa fæstir
þeirra manna, er þar hafa búið, komið við sögu þjóðarinnar,
svo nokkru nemi, að undanskildum þeim Gissuri Þorvalds-
syni, jarli, og Oddi Gottskálkssyni, lögm. Gissur bjó á
Reykjum, er hin fræga Apavatnsför var farin 1237, Gissur
þá tæplega þrítugur að aldri.
Á Reykjum var lengi kirkja (annexia frá Arnarbæli).
Mun kirkja fyrst hafa verið reist þar um 1200, eftir því,
sem næst verður komizt. í Jarðabók Árna Magnússonar seg-
ir, að Reykjakirkja hafi verið flutt að Völlum um 30 ára
skeið. í Ölveslýsingu Hálfdánar Jónssonar (Descriptio Öl-
veshrepps anno 1703), segir m. a.: „Að austanverðu við
Varmárfarveg þann forna liggja bæir í röð með sínum hjá-
leigum suður eftir miðri sveitinni, fimm að tölu allt að
Ölvesá. í þessari tölu er Reykjakirkjujörð, Vellir hvar
Reykjakirkja stóð í 30 ár og nú sjást enn glögg merki til
tóttar, kirkjugarðs og leiða framliðinna manna. En að Völl-
um var kirkjan flutt þangað, (eftir því sem sannorðir menn