Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1969, Side 55
57
Njja skólahúsið.
háttuðum erfiðleikum fyrstu árin, skilningsskorti og fjár-
hagserfiðleikum, þar sem byggja þurfti flest frá grunni, enda
var hart í ári. Gífurleg viðskiptakreppa hafði gengið yfir
landið.
Bændaskólarnir, er starfræktir höfðu verið í Ólafsdal,
Hólum, Eiðum og á Hvanneyri, höfðu frá öndverðu átt við
margháttaða erfiðleika að etja, og var engin ástæða til að
ætla, að garðyrkjuskólinn slyppi frekar við hreinsunareld
tortryggni, andúðar og ósanngirni.
Garðyrkjuskólinn var vígður á sumardaginn fyrsta 1939.
Vígsla skólans var framkvæmd af þáverandi landbúnaðar-
ráðherra, Hermanni Jónassyni, að viðstöddum búnaðar-
málastjóra, Steingrími Steinþórssyní, formanni Búnaðarfé-
lags íslands, Bjarna Ásgeirssyni, Jónasi Jónssyni frá Hriflu
og fleiri alþingismönnum og garðyrkjumönnum. Var sú at-
höfn hin virðulegasta og henni útvarpað.
Skólinn var þegar í byrjun meira en fullskipaður, og
varð að vísa frá fjölmörgum umsækjendum. Fvrstu kennar-
ar skólans voru, fyrir utan skólastjóra: Sigurður I. Sigurðs-
son, Stefán Þorsteinsson og Sigurður Sveinsson.
I reglugerð skólans, sem gefin var út í desember árið 1938,
segir meðal annars, að námstíminn sé tvö ár, skólinn skuli