Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1969, Síða 59
GróÖurreitir og gróðurhús Garðyrkjuskólans.
dill, kirsuber, jarðarber, epli, perur, ananas, gulrætur, fíkj-
ur, kaffi, sykurrófur, sykurmaís, appelsínur o. fl.
Fyrir utan ávexti og matjurtir, hafa verið ræktaðar flest-
ar blómategundir, sem eru á markaðnum í dag, t. d. rósir,
nellikur, pretafífla, ilmbaunir, ýmsar laukjurtir o. fl. ásamt
tugum tegunda af pottablómum.
Ætíð hefur verið talsverð útiræktun og af tegundum þar
mætti nefna káltegundir, gulrætur, steinselju, rófur, kart-
öflur o. fl.
Ennfremur hefur farið fram ræktun á trjám og runnum
í skrúðgarða, ræktun á sumarblómum og fjöfærum plönt-
um. Arið 1947 var t. d. flutt inn mikið af erlendum trjám
og runnum, til athugunar við íslenzkar kringumstæður, og
hafa síðan beztu og harðgerðustu tegundirnar borizt út í
garðana.
Á vegum skólans hafa verið haldin fræðslunámskeið, t. d.
í meðferð eiturlyfja og í jurtasjúkdómum, í land- og halla-
mælingum, svo að eitthvað sé nefnt. Skólinn hefur haft for-