Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1969, Side 64
66
nám í garðyrkju þessi árin. Vel menntaður forstöðumaður
yrði líka að geta gert kröfur um nauðsynlegustu starfsað-
stöðu, og sérmenntaður maður í garðyrkju mundi nýtast
miklu betur, ef hann tengdist Garðyrkjuskóla ríkisins, held-
ur en ef hann ætti að kenna ýmis byrjunaratriði í kennslu-
greinum, sem ekki krefjast neinnar sérmenntunar. Miklu
vænlegra til árangurs til að auka almenna garðyrkjuþekk-
ingu í landinu og almennan garðyrkjuáhuga, er að stofna
til garðyrkjunámskeiða, eins og gert er ráð fyrir í reglugerð
Garðyrkjuskólans. Námskeiðin yrðu verkleg byrjunar- og
kynningarnámskeið í garðyrkju, og myndu standa yfir í 3—4
vikur. Þar yrði lögð sérstök áherzla á verkleg undirbúnings-
störf í garðyrkju, þannig að reynt yrði að viðhafa þá fjöl-
breytni á námskeiðunum, sem hægt er að koma við, og
leggja áherzlu á, að nemendur fái sem beztan skilning á
þeim störfum, sem unnin eru. Að svona námskeiði loknu,
gætu svo þeir sem áhuga kynnu að hafa á því að leggja fyrir
sig garðyrkjunám, og sem hafa að öðru leyti fullnægjandi
undirbúningsmenntun hafið nám við Garðyrkjuskóla rík-
isins á Reykjum í Olfusi, en garðyrkjunámið tekur 3 ár. eins
og áður hefur verið vikið að. Svona námskeið væri heppi-
legast að hafa í júnímánuði, þegar vorstörf eru í fullum
gangi og skólum almennt lokið, þannig að sem flestir ung-
lingar ættu kost á því að sækja þessi námskeið áður en sum-
arvinnan hefst. Námskeið í umræddu formi mætti t. d. halda
í gömlu gróðrarstöðinni á Akureyri, og þá með því að að-
staða yrði sköpuð í Lystigarðinum á Akureyri. Svona nám-
skeið þyrfti að halda víðar úti um landið, t. d. á Egilsstöð-
um, einhvers staðar á Vestfjörðum, í Borgarfirðinum og svo
að sjálfsögðu við Garðyrkjuskólann á Reykjum, og jafnvel
víðar, til þess að skapa almennan áhuga á garðyrkju. Enn-
fremur væri það verkefni fyrir Húsmæðraskólana, að auka
garðyrkjufræðsluna hjá sér, þ. e. a. s. með því að taka upp
kennslu í garðyrkjufræðum við skólana. Sú fræðsla gæti ver-
ið bæði um ræktun og hagnýtingu grænmetis, almennt um
ræktun trjáa og runna, sumarblóma og annarra skrautjurta,
og annað það sem koma mætti að notum við almenna heim-