Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1969, Qupperneq 82
84
lét sér nægja. Stundum var þar líka dálítið þýft og bæði
seinslegið og seinrakað. En oft kenndi þar margra grasa og
stundum voru þar líka brúskar af gulvíði og loðvíði, sem
þó voru orðnir fölir um vanga. Blöðin duttu því oft af
við þurrkinn. Aldrei lét fé eins vel við gulvíði, að éta hann,
eins og loðvíði. Sá fyrrnefndi var líka ólíkt hárðari og ramm-
ari en á vaxtarskeiði, á vorin. I mörgum þessum lautum og
bollum, er seint komu undan snjó, var oft talsvert mikið
af bláberjalyngi og þó enn meira af aðalbláberjalyngi, einn-
ig brúskar af ljónslappa og hrútaberjalyngi, sömuleiðis boll-
ar, sem þaktir voru grasvíði eða smjörlaufi, sem oftast mun
nefnt því nafni hér, en sem ég veit ekki betur en sumir
kalli sauðlauk, sauðkvist og jafnvel geldingalauf. Þá var
þar einnig talsvert um finnungsþúfur, sem voru nauðrak-
aðar, einnig slangur af fjandafælu og grámullu. Fjalldrapi
var ekki teljandi sleginn, eins og áður var sagt, nema yztu
jaðrar af álitlegustu buskum, en fremur beitilyng og einir,
sem óx þar í stöku stað. Eitt er þó víst, að hefði þriðjungur
af einhverjum bletti verið fjalldrapi og þar að auki sumt
af loðvíðinum talsvert feyskinn, þá hefði það verið af flest-
um kallaður heyruddi og jafnvel ennþá tekið dýpra á árinni
og sagt: „Þetta er nú meiri andskotans ruddinn.“
Með tilkomu sláttuvélanna voru stundum slegnir blettir,
þar sem engum manni hefði komið til hugar að bera niður
ljá, enda líka illrakandi, með venjulegum handhrífum.
Á Kyndilmessu 1969.