Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1969, Blaðsíða 83
MARKÚS Á. EINARSSON:
Um hitafar í skjólbelti og frosthættu
Frá því síðla árs 1964 hefur Veðurstofa íslands haft mæli-
reit fyrir míkró- og búveðurfræðimælingar að Sóllandi í
Fossvogi. Eru þar m. a. framkvæmdar lofthitamælingar,
bæði í 2 metra hæð og nálægt yfirborði, jarðvegshitamæling-
ar í 5, 10, 20, 50 og 100 cm dýpt, jarðvegsrakamælingar,
vindmælingar, geislunarmælingar og fleira mætti nefna. I
minna mæli eru nú einnig framkvæmdar sérstakar búveður-
fræðimælingar á tilraunastöðvum ríkisins á Reykhólum,
Akureyri, Skriðuklaustri og Sámsstöðum og á tilraunastöð
skógræktar að Mógilsá.
í mælireitnum að Sóllandi eru framkvæmdar hitamæling-
ar í grasreit í skjólbelti til samanburðar við mælingar í
grasreit á bersvæði. Er skjólbeltið trégrindverk með 40%
opi umhverfis grasreit, sem er um það bil 5x5 metrar að
stærð. Verður hér á eftir gerð nokkur grein fyrir hitafari
í skjólbeltinu, en síðan rætt um hitafar í léttskýjuðu eða
heiðskíru veðri og frosthættu. Er fyrst og fremst stuðzt við
niðurstöður lofthitamælinga nálægt yfirborði árin 1965—
1967, en hámarks- og lágmarkshitastig er mælt í 20 cm hæð
í báðum reitum og einnig lágmarkshiti í 5 cm hæð ýlágmark
við jörð). Er lesið af mælum á hverjum morgni kl. 9 að ís-
lenzkum tíma.
Mœlingar i grasreit í skjóli.
Fróðlegt er að gera samanburð á niðurstöðum mælinga
í grasreit á bersvæði og grasreit í skjóli. Þar eð um sams kon-
ar yfirborð (þ. e. gras) er að ræða í báðum reitum, hlýtur