Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1969, Síða 87
89
hæð hærra nppi. Er slíkt lag nefnt liitahvarf (inversion).
Línurit yfir L20—L5 sýnir þá forvitnilegu niðurstöðu, að
hitahvarf kemur fram að næturlagi milli 5cm og 20 cm í
meðaltali allra mánaða ársins 1966, nema janúar. Sé litið
á hin tvö árin, kemur það sama í ljós. Aðeins febrúar og
marz 1965 eru undanteknir. Svo sem vænta má, er hitahvarf-
ið að jafnaði greinilegra í skjólbelti en á bersvæði, og er
munurinn mestur í október, en þá var meðalskýjahula mán-
aðarins aðeins 4,0, sem er mjög lítið. Munurinn á L;>o—Ls
í skjóli og á bersvæði er í þessum mánuði hvorki meiri né
minni en 1,5°C. í maí 1967 var skýjahula einnig mjög lítil,
eða 4,0. Þá var munur á hitasveiflu í skjóli og á bersvæði
2,6°C, en munur á L20—L5 1,2°C. Hvort tveggja eru þetta
góð dæmi um áhrif loftkyrrðar. L20—Lr, er yfirleitt milli 1
og 2°C í skjólbelti, en nær sjaldan 1°C á bersvæði.
í skjólbelti eru einungis venjulegir jarðvegshitamælar í
2, 5, 10 og 20 cm dýpt, og er lesið af þeim kl. 8 að morgni.
Ekki er því unnt að reikna út meðaljarðvegshita, en bera
má mælingarnar kl. 8 saman við sömu mælingar í grasreit.
Samanburður sýnir, að jarðvegshiti er meiri í skjólbelti en
á bersvæði og er munurinn greinilegastur á sumrin á sama
hátt og er í lofti. Að vetri til er munurinn minni, en J)ó í
sömu átt. Einkum virðist jarðvegshitinn hafa verið meiri í
skjólbelti í janúar, en þá var nokkuð um snjó. Eins og áður
hefur verið getið var lágmarkshiti í 20 cm hæð í lofti þvert
á móti mun lægri í skjólbelti en á bersvæði sama mánuð.
Eru það tvímælalaust áhrif snjóhulunnar að snúa þessu við,
enda má reikna með, að meiri snjór liggi í skjólbelti en
utan þess.
Hitafar í léttskýjuðu eða heiðskiru veðri. — Frosthœtta.
Sé léttskýjað, eða heiðríkt, má reikna með mikilli inn-
geislun að degi til, en útgeislun að næturlagi, og hlýtur
þetta oftast að leiða til stærri hitasveiflu, en ella væri. Há-
markshiti verður hærri og lágmarkshiti lægri. Rétt er því
að eyða nokkru rúmi til að athuga nánar hitafar við slík