Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1969, Side 102
101
Kortið sýnir legu þeirra svreða, sern talin eru i greininni. 1. Jökulsár-
gil, 2. Mývatnssveit, 3. Flateyjarskagi, 4. Hvanndalir—Héðinsfjörður,
5. Þorvaldsdalur, 6. Glerárdalur, 7. Hraunsvatn, 8. Skagafjarðareyjar,
9. Blöndugil, 10. Hópsveeðið.
Nokknr stór stöðnvötn eru í fjórðungnum, og er Mývatn
merkast þeirra.
Hér verður nú getið nokkurra staða, sem telja verður
nauðsynlegt að vernda, á Norðurlandi. Þess skal getið, að
sú upptalning verður á engan hátt endanleg né fullkomin
á nokkurn hátt, og ber miklu fremur að skoða sem ábend-
ingar eða dæmi, enda er þess vænzt, að hin fyrirhuguðu
samtök um náttúruvernd í fjórðungnum taki síðar að sér
það verkefni að gera slíka skrá, sem væntanlega ætti að geta
orðið mun fullkomnari, sem þar koma fleiri menn til, með
betri kunnugleika.
Hér er um að ræða landsvæði, sem vegna stærðar og fjöl-
breytileika má líta á sem æskilega þjóðvanga fyrir Norður-
land.