Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1978, Síða 3

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1978, Síða 3
Eftir að hann settist að á Akureyri, stundaði hann fim- leikakennslu. Af því leiddi, að hann var kallaður til marg- háttaðrar forystu í málum íþrótta- og ungmennafélagshreyf- ingarinnar á Akureyri og í Eyjafirði. Fyrir þau störf var hann kosinn heiðursfélagi ISI árið 1964. Um störf hans hjá Ræktunarfélaginu gilti hið sama. Þau leiddu til fjölþættra trúnaðarstarfa hans innan bændasam- takanna í Eyjafirði. Ber þar hæst, að hann var formaður Búnaðarsambands Eyjafjarðar í 19 ár, frá 1954 til 1973. Otalin eru þó enn ýmis félagsmálastörf, svo sem formennska í Akureyrardeild KEA, en Ármann var einlægur samvinnu- maður að lífsskoðun. Formennsku gegndi hann einnig í Áfengisvarnarnefnd Akureyrar lengi. Engum, sem þekkti Ár- mann kemur á óvart, að þessi miklu félagsmálastörf skuli hafa orðið hlutskipti hans. Ármann var ljúfur maður í viðkynn- ingu, hafði létta og jafna lund og laðaði að sér fólk, þannig að því leið vel í návist hans. Þegar þessu fylgdi, að hann hafði mikið starfsþrek og starfsgleði og gekk ótrauður að hverju verki þá var ekki að sökum að spyrja. I fyrrnefndu kvæði lýsir hann þessum störfum sínum þannig: Eg lenti á torfæra leið og hála, sem litlar tekjur mér gaf, flæktist í neti félagsmála fyrr en ég vissi af. Um 1950 gerist Ármann framkvæmdastjóri Skógræktarfé- lags Eyfirðinga og skógarvörður í Eyjafirði. Þá tók hann að sér það starf, sem mér fannst honum hvað hjartfólgnast af öllum þeim störfum, sem hann helgaði sig um dagana. Þar nutu sín bezt hugsjónir ungmennafélagshreyfingarinnar, sem Ármann hreifst af á unga aldri; ræktun lands og lýðs, því að um leið og menn rækta upp skóginn, þá elur skógurinn upp þá eiginleika með mönnum, sem eru hvað mest prýði hvers góðs þjóðfé- lagsþegns: Að hugsa ekki í árum en öldum, að alheimta ei daglaun að kvöldum. Því svo lengist mannsæfin mest. 5
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.