Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1978, Page 11
þetta skifti og nú er hljótt um sölu í nokkur ár. Næst er þetta
mál á dagskrá á stjórnarfundi 23. nóv. 1962 , en þá bar Arni
Jónsson, tilraunastjóri, fram tilmæli frá Tilraunaráði jarð-
ræktar um að Rf. seldi eignir sínar í Gróðrastöðinni. Á þessum
tíma höfðu farið fram allnokkrar umræður, bæði innan
stjórnar Rf., á aðalfundum þess og meðal ýmissa forráða-
manna bænda norðanlands um að finna Rf. nýtt starfssvið,
nýtt líf og í því sambandi rætt einkum að koma á fót efna-
rannsóknarstofu á Akureyri. Til þessa þurfti að sjálfsögðu
allnokkurt fjármagn og nú ákvað stjórn Rf. að gefa fyrir sitt
leyti Tilraunaráði kost á að kaupa eignir Rf.
Á aðalfundi félagsins 19. okt. 1963, eru svo stigin tvö tíma-
markandi skref í sögu félagsins. I fyrsta lagi ákvað fundurinn
að selja eignir félagsins og í öðru lagi að stofna efnarann-
sóknarstofu á Akureyri.
HÚSNÆÐI.
Eftir að hús Rf. höfðu verið leigð, hafði félagið ekki neitt
húsnæði til umráða um langa hrið, ef undan er skilin kompa
undir súð í Landsbankahúsinu, sem félagið fékk undir Árs-
ritaleyfar. Allt sem unnið var fyrir félagið, svo sem vegna
Fyrstu húsakynni rannsóknarstofu Rf. í Sjöfn. Stofan í vesturenda meö skúrþaki.
13