Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1978, Page 12
Háhýsid nœst á myndinni núverandi aðsetur Rf. Stofan á efstu hœð.
Ársrits, undirbúnings fræðslufunda o.s.frv. var gert á heimili
framkvæmdarstjóra Olafs Jónssonar. Þegar samþykkt var að
stofna rannsóknarstofu, var að sjálfsögðu nauðsyn á húsnæði.
I byrjun var sá vandi leystur með því að Efnaverksmiðjan
Sjöfn leigði Rf. nánast endurgjaldslaust húsnæði — gamla
rannsóknarstofu Sjafnar — í Kaupvangsstræti. Geymslurými
fyrir sýni og frumvinnslu þeirra var leigð hjá BSE í húsi þess á
Gleráreyrum. Þegar ákveðið var að fjölga starfsfólki undir
áramót 1969-70 var ljóst að ofannefnt húsnæði var of lítið.
Var því farið að svipast um eftir nýjum íverustað. Kaupfélag
Eyfirðinga hafði þá fyrir ekki alllöngu byggt stórhýsi við
Glerárgötu 36 og stóð efsta hæðin ónotuð og óinnréttuð. Varð
það úr að Rf. leigði hálfa hæðina, um það bil 200 fermetra.
Var hún innréttuð eftir óskum Rf., föst skilrúm sett upp á
kostnað KEA en öll rannsóknarstofuborð og bekkir eru þar
eign félagsins. I þetta húsnæði, sem nú rúmaði alla starfsemi
Rf., var flutt 1. apríl 1971. Á þessum stað hefur starfsemin
verið síðan.
STJÓRN FÉLAGSINS OG STARFSFÓLK.
Eftir breytingu á lögum félagsins árið 1952, var kosin ný
stjórn í félaginu. Völdust þar til starfa menn, sem mörg ár þar
á undan, höfðu unnið félaginu drjúgt og heillaríkt starf. Má
14