Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1978, Side 72
BJARNI E. GUÐLEIFSSON:
ÍSLENSKUKENNSLA
NÁTTÚRUNNAR
Hin fagra íslenska náttúra talar til okkar á ýmsa vegu. Við
hrífumst af fegurðinni, víðáttunni, hrikaleikanum, furðuleik-
anum, jurtunum, afli vatnanna og söngi fuglanna. Enn öðru
máli tala örnefni, eyðibýli og aðrar helgar og fornar minjar
sem minna okkur á forfeður okkar og þeirra brauðstrit. Allt
kemur þetta huganum á hreyfingu, mismunandi og mismikið.
Menn eru misjafnlega hrifnæmir. Sumir eru mjög opnir fyrir
öllum ytri áhrifum, og verða slíkir menn gjarna annað hvort
undarlegir eða listamenn. (sumir telja að vísu að listamenn
séu undarlegir).
Ég er ekki listamaður, en hef veitt því athygli að ýmislegt í
náttúrunni hefur kennt mér að meta og skilja betur „ástkæra
ilhýra málið“. Einkum hafa í einu vetfangi ýmis orðtök og
málshættir, sem sumir hafa eflaust verið notaðir í aldaraðir,
orðið mér augljósir og auðskildir, og undrast ég að hafa ekki
tekið eftir þessu fyrr. Mig langar til að skýra hér frá nokkrum
raunverulegum dæmum um þessa móðurmálskennslu nátt-
úrunnar frá seinni árum ævi minnar.
Á haustin fer ég oft í göngur á Hörgárdalsheiði undir góðri
stjórn Skúla bónda Guðmundssonar á Staðarbakka í Hörg-
árdal. Eitt haustið er ég gekk efstu göngur, sem ég hafði ekki
gengið áður, hafði ég nægan tíma til að hugsa. Ekkert fé var
sjáanlegt, landið var gróðurlitlir jökulruðningar, en í lægðum
og giljum hér og þar örlaði á gróðri. Erfitt var að fá yfirsýn yfir
landið en ég gat strax fullvissað mig um að uppi á öldunum
voru engar kindur, enda kindanna helst að vænta í lægðunum
74