Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1978, Side 78

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1978, Side 78
Fjall það, sem skilur umræddan dal frá Eyjafjarðardal, heitir Torfufell. Ýmis sérnöfn koma svo fram í því, t.d. heita fjallsbrúnirnar víða sínum sérnöfnum eftir atvikum. Fjalls- tunga þessi milli dalanna er mjög fleiglaga, sem sést vel neðan frá byggð. Þannig eru margir kílómetrar úr botni Torfufells- dals austur á brúnir Eyjafjarðardals. Torfufellsdalur mun vera um það bil 10-11 km langur. Fyrir botni Torfufellsdals er fell eitt, sem nefnist Þverfjall. Vestan dalsins, nokkru norðar, er Galtárhnjúkur, sem virðist lyfta sér vel upp í heiðið, enda rúmt um hann — hæð 1100 m. Hann blasir við frá þjóðveg- inum við Hólavatn. Undirhlíðar hans nefnast Galtártungur, en þær takmarkast af Galtá að heiman. Sú á fellur mjög bratt og er vatnsmikil og jafnan ill yfirferðar. Hún á upptök sín m.a. í Galtárvatni vestur á Nýjabæjarfjalli — austan undir Miðás, sem er grófur urðarhryggur á miðju fjallgarðsins og lækkar að síðustu til suðurs og endar suðvestur af Galtárhnjúk. Það má segja, að þar hafi fjallgarðurinn jafnað tengsl sín við megin hálendið. Frá suðurenda Miðáss til Sigluness er nokkuð á annað hundrað kílómetrar. Víkjum nú aftur að dalabrúnum. Alllangt norðan við Galtárhnjúk er hvöss fjallsbrík. Leyn- ingsöxl, sem aðskilur Leyningsdal og Svardal. Norðan Svar- dals ber mest á Selkambi, þá kemur Nautárgil og frá því og allt að Hamragili norðanvert við Villingadalsbæ, heitir fjallsbrúnin Efrafjall, niður undan því, miðhlíðis heita Bungur og er form þeirra í samræmi við nafnið. Þær skiptast að mestu í tvennt af myndarlegu gili, Fálkagili, sem þó skerðir fjallsbrúnina ekki mikið. Bungurnar munu hafa sloppið vel við ágang jökla á sínum tíma. Þær horfa líka vel við sól. Þvi leiða menn gjarnan hugann að því, hvort það hafi ekki getað leynst auðir blettir á svona stöðum, þar sem harðgerðar plöntur gátu hafa skrimt af á ísöldum. Alllangt norðan við Hamragil er klettahaust mikill ofan við Jórunnarstaði, sem Tröllshöfði heitir. Milli Tröllshöfða og Hamragils er hvilft mikil inn í fjallið, sem leynir á sér, en þaðan mun efni það, sem Leyningshólar eru gerðir úr, vera komið. 80
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.