Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands


Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1978, Page 84

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1978, Page 84
verða Leyningsöxl eru allstórar flesjur af eini, sem virðist vera að breiðast út og spilla gróðurlendi. Mýrlendi er lítið á þess- um dölum, þó helst á Leyningsdal. Þegar kemur fram um Lambárhóla, hækkar dalurinn ört. Þá fer að gæta heiðagróð- urs. Einstakar plöntur virðast vera mjög háðar hæðartak- mörkum. Má þar nefna fjallapunt, sem getur orðið mjög vöxtulegur, fái hann frið til að þroska sín blaðgrónu öx. Hann er mjög eftirsóttur af sauðfé, sem stýfir stráið um miðju og eftir stendur neðri hluti stilksins. Þessi planta virðist fá frið til að vaxa upp, en þegar blaðgróin axmyndunin er komin nokkuð á veg, er dómur hennar upp kveðinn. Fjallagrös finnast allvíða, en eru fremur gisin. Helst var farið til grasa á framanverðan Torfufellsdal og Grenishjalla á Leyningsdal. Töfrar dalsins eru að sjálfsögðu mestir um hásumartíð, þegar allt er í blóma og fuglar syngja sinn ástaróð og fossa- niður berst að eyrum líkt og undirspil. Fjallablærinn magnar og lægir hljómkviðuna á víxl, líkt og góð hljómburðartæki. Eftir svalandi fjallaskúri, lyftir andblærinn ilmi frá lyngmó- unum, sem er svo ljúfur angan, að jafnvel grófustu tóbaks- menn gleyma að taka í nefið. Auga gleður hvítur foss á svört- um bergvegg, og á steini situr sólskríkja og skartar sumar- búningi sínum svo frábærum, að það hvarflar að manni, hvort hönnuðir hins íslenska þjóðbúnings kvenna hafi ekki orðið fyrir áhrifum af búningi sólskríkjunnar. Maríustakkur- inn safnar daggarperlum í blöðkur sínar og þar fá þær að glitra skamma stund í hreinleika sínum, en innan tíðar eru þær komnar í för með tíbránni yfir næsta leyti. . . . Forn þjóðleið er úr dölum þessum til Skagafjarðardala. I fornum sögum nefnd Villingadalsheiði (Sturlunga). Gjarnan var talað um tvær leiðir, sumarleið og vetrarleið. Sumarleið var hestaslóð c.a. 8 tíma ferð milli Syðri-Vi 11- ingadals og Ábæjar í Austurdal. Algengast mun hafa ver- ið að fara um Torfufellsdal, fram til móts við Galtá, síðan um Galtártungur — nánar Galtárhjalla — til suðvesturs milli Galtárhnjúks og Þverfjalls, yfir sunnanverðan Miðás, hjá Fjórvörðum, sem er vörðuhvirfing á háásnum. Leiðin hefur verið vörðuð milli brúna, en mikið er um aukavörður sem geta 86
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands
https://timarit.is/publication/268

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.