Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1978, Page 90
VARNAGLI
STEFÁNS AÐALSTEINSSONAR
Svar við athugasemd Dr. Stefáns Aðalsteinssonar
um sumarbeil mjólkurkúa.
Vonandi tekur Stefán Aðalsteinsson það ekki illa upp fyrir
mér, þótt ég hnýti hér nokkrum orðum við athugasemd hans
hér að framan, þó segja megi að ég (mis-)noti aðstöðuna
nokkuð.
Stefán leggur hvað eftir annað áherslu á hversu gott og
afkastamikið beitilandið i Laugardælatilraununum hafi ver-
ið. Samkvæmt því skrifar doktorinn: „Reglan sem Kristinn
Jónsson gaf um kjarnfóðurgjöf með beit árið 1960 er þess
vegna líklega í fullu gildi enn í dag, þegar beitilandið er af
þeirri gerð, sem var í Laugardælatilraununum.“ (leturbr.
mín, Þ.L.).
Það er athyglisvert að Stefán slær þarna varnagla með
orðinu ,,líklega,“ orði sem í þessu sambandi er allt of jákvætt.
Þetta verður ljóst þegar afköst kúnna í tilraununum að
Laugardælum eru athugaðar. Þau eru undantekningalaust
svo lítil, að það atriði eitt leyfir alls ekki að dregin verði
ályktun um afkastagetu beitilandsins, hvað þá heldur um
gildi „20 kg. reglunnar,“ eins og vikið verður að hér á eftir.
Það er athyglisvert, að í þeim tilraunum, sem meðalnyt
kúnna í Laugardælum var hæst yfir beitartímabilið á túnbeit
(um 15-16 kg. á dag) kom kjarnfóðurgjöfin jákvæðast út, en
lakast þegar meðalnytin var lægst (um 12 kg), þótt þessi
munur hafi ekki verið stærðfræðilega marktækur. Meðalnyt
92