Ársrit Ræktunarfélags Norðurlands - 01.01.1978, Qupperneq 91
kúnna á beitilandinu í þeim 9 tilraunum, sem voru með
kjarnfóðurlið og sambærilegar geta talist, var um 14,5 kg. á
dag (12,2-16,3). 1 þrem þessara tilrauna var kúnum að vísu
beitt á úthaga yfir daginn, en á tún á nóttunni. Varla geta
kusurnar talist hafa þar verið á „fullræktuðu fyrsta flokks
beitilandi.“ Þrátt fyrir það reyndust kýrnar ekki standa sig til
muna verr á þessari hálfóræktarbeit en túni eingöngu án
kjarnfóðurs nema í einni tilraun, og hvergi þegar kjarnfóður
var gefið með beitinni. — Sýnir þetta vel hversu fráleitt er að
ætla sér að leggja dóm á afkastagetu beitilandsins að Laug-
ardælum með því liði sem beitt var á það, þótt stefnt væri að
hámarksafurðum eins og Stefán tekur fram.
Til gamans og nokkurs fróðleiks má í þessu sambandi geta
þess, að meðaldagsnyt 25 mjólkurkúa, samkvæmt könnun á
fjórum búum í Eyjafirði (meðalinnlegg í samlag árið 1978 á
þessum búum var 4010 1 og 4296 kg fyrir árskýr á skýrslu). Sl.
sumar, reyndist 21,8 kg að meðaltali (19,9-23,1 kg) frá því í
byrjun júní þar til í byrjun september, sem er mjög sambæri-
legur meðalbeitartími í tilraununum í Laugardælum. Burð-
artími þessara kúa virðist og sambærilegur við Laugardæla-
kýrnar ef dæmt er eftir tilrauninni 1957 (meðalnyt 14,3 kg/
dag frá 6/7-Ö/9), en það er eina tilraunin þar sem hugmynd
var gefin um burðartíma.
Af þessu er jafnaugljóst, að þótt mig vanti afkastameira
beitiland, þá vantar Stefán mun afkastameiri mjólkurkýr.
Það væri ekki ónýtt að geta samræmt þetta tvennt!
Akureyri 31. mars, 1979,
Þórarinn Lárusson.
93